Ólafía Þórunn kom inn í klúbbhús réttu megin við niðurskurðarlínuna Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 21. júlí 2017 16:32 Ólafía Þórunn Kristinsdóttir. Vísir/Getty Ólafía Þórunn Kristinsdóttir lék í dag annan hringinn á LPGA mótinu Marathon Classic á einu höggi undir pari og á ágæta möguleika á því að ná niðurskurðinum. Ólafía Þórunn er þar með á einu höggi undir pari eftir tvo fyrstu dagana og er réttu megin við niðurskurðarlínuna eins og staðan var þegar hún lauk keppni. Það gæti þó breyst enda eiga margar eftir að klára. Mótið fer fram í Sylvania í Ohio í Bandaríkjunum en þetta er fjórtánda mótið hjá Ólafíu á tímabilinu á sterkustu mótaröð heims. Þetta var kaflaskiptur dagur hjá Ólafíu sem byrjaði á því að spila seinni níu holur vallarins. Ólafía fékk á þeim þrjá fugla og var því á þremur höggum undir pari eftir níu holur. Það hefði skilað henni örugglega í gegnum niðurskurðinn. Ólafía fékk hinsvegar tvo skolla á seinni níu holunum og endaði því daginn á einu höggi undir pari. Hún þarf því að bíða eftir að allar klári til að vera örugg með að fá að halda áfram leik á þriðja hring mótsins á morgun. Golf Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Tímabært að breyta til Handbolti Tólf leikmenn komnir til KR Íslenski boltinn Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Sport Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Fótbolti Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Enski boltinn Fleiri fréttir Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir lék í dag annan hringinn á LPGA mótinu Marathon Classic á einu höggi undir pari og á ágæta möguleika á því að ná niðurskurðinum. Ólafía Þórunn er þar með á einu höggi undir pari eftir tvo fyrstu dagana og er réttu megin við niðurskurðarlínuna eins og staðan var þegar hún lauk keppni. Það gæti þó breyst enda eiga margar eftir að klára. Mótið fer fram í Sylvania í Ohio í Bandaríkjunum en þetta er fjórtánda mótið hjá Ólafíu á tímabilinu á sterkustu mótaröð heims. Þetta var kaflaskiptur dagur hjá Ólafíu sem byrjaði á því að spila seinni níu holur vallarins. Ólafía fékk á þeim þrjá fugla og var því á þremur höggum undir pari eftir níu holur. Það hefði skilað henni örugglega í gegnum niðurskurðinn. Ólafía fékk hinsvegar tvo skolla á seinni níu holunum og endaði því daginn á einu höggi undir pari. Hún þarf því að bíða eftir að allar klári til að vera örugg með að fá að halda áfram leik á þriðja hring mótsins á morgun.
Golf Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Tímabært að breyta til Handbolti Tólf leikmenn komnir til KR Íslenski boltinn Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Sport Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Fótbolti Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Enski boltinn Fleiri fréttir Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira