Hússtjórnarskólinn á Hallormsstað fær eins árs reynslutíma Erna Agnes Sigurgeirsdóttir skrifar 21. júlí 2017 15:07 Hússtjórnarskólinn á Hallormsstað hefur verið starfræktur frá árinu 1930. Hússtjórnarskólinn á Hallormsstað Hússtjórnarskólinn á Hallormsstað hefur auglýst eftir kennurum fyrir komandi skólaár. Ráðningin gildir til eins árs. Bryndís Fiona Ford, skólameistari við skólann, segir komandi námsár vera einskonar reynsluár fyrir hússtjórnarnámið. Öllu starfsfólki hafði verið sagt upp störfum á síðustu önn þar sem ekki náðust samningar við mennta- og menningarmálaráðuneytið um áframhaldandi skólahald við skólann vegna nemendafægðar. Í júlí bárust svo þær fregnir að samningar hefðu náðst milli skólans og ráðuneytisins fyrir næsta skólaár. „Við ráðum í eitt ár í senn núna. Samningurinn er þannig að við fáum núna ár til að finna hússtjórnarnáminu stað. Það veltur allt á því hvort að það finnist staður fyrir hússtjórnarnámið inn í aðalnámskrá framhaldsskólanna. Ef ekki, þá er óljóst hvernig stefnan verður,“ segir Bryndís Fiona Ford, skólameistari við skólann, í samtali við Vísi. „Við erum kannski líka að gæta hagsmuna fyrir hússtjórnarnámið sem hefur verið núna, í að verða hundrað ár hérna á landinu og það voru húsmæðraskólar hér um landið allt. Það er spurning hvort þetta nám eigi að leggjast af eingöngu út af því að það finnst ekki lagalegur staður fyrir það inn í aðalnámskrá eða hvort að það eigi að fá að halda áfram,“ segir Bryndís. Aðspurð hvort fyrrum kennarar hafi sýnt áhuga á að koma aftur segir Bryndís að erfitt sé að svara því. „Þetta eru mjög sérhæfð svið. Það eru ekki margir sem hafa menntun í hannyrðum eða sérhæfingu. Við erum að leita að fólki með góða menntun á þessum sviðum sem við erum að auglýsa eftir,“ segir Bryndís. Almennt eru teknir inn 22 nemendur á heimavist. Nú þegar hefur fjöldi fólks sótt um. Margir þeirra sem voru búnir að skrá sig áður en námið var fellt niður ætla að koma aftur þrátt fyrir stuttan fyrirvara. Bryndís hvetur sem flesta til að sækja um starf kennara.Hér fyrir neðan má sjá þátt Kristjáns Más Unnarssonar um Hússtjórnarskólann sem sýndur var á Stöð 2 í desember 2014. Tengdar fréttir Ekkert nám við Hússtjórnarskólann á Hallormsstað næsta vetur Námið þykir ekki vera innan ramma aðalnámskrár framhaldsskóla. 22. maí 2017 19:56 Skólahald í Hússtjórnarskólanum á Hallormsstað mun halda áfram í vetur Opnað hefur verið fyrir umsóknir að nýju. 10. júlí 2017 23:18 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Fleiri fréttir Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Sjá meira
Hússtjórnarskólinn á Hallormsstað hefur auglýst eftir kennurum fyrir komandi skólaár. Ráðningin gildir til eins árs. Bryndís Fiona Ford, skólameistari við skólann, segir komandi námsár vera einskonar reynsluár fyrir hússtjórnarnámið. Öllu starfsfólki hafði verið sagt upp störfum á síðustu önn þar sem ekki náðust samningar við mennta- og menningarmálaráðuneytið um áframhaldandi skólahald við skólann vegna nemendafægðar. Í júlí bárust svo þær fregnir að samningar hefðu náðst milli skólans og ráðuneytisins fyrir næsta skólaár. „Við ráðum í eitt ár í senn núna. Samningurinn er þannig að við fáum núna ár til að finna hússtjórnarnáminu stað. Það veltur allt á því hvort að það finnist staður fyrir hússtjórnarnámið inn í aðalnámskrá framhaldsskólanna. Ef ekki, þá er óljóst hvernig stefnan verður,“ segir Bryndís Fiona Ford, skólameistari við skólann, í samtali við Vísi. „Við erum kannski líka að gæta hagsmuna fyrir hússtjórnarnámið sem hefur verið núna, í að verða hundrað ár hérna á landinu og það voru húsmæðraskólar hér um landið allt. Það er spurning hvort þetta nám eigi að leggjast af eingöngu út af því að það finnst ekki lagalegur staður fyrir það inn í aðalnámskrá eða hvort að það eigi að fá að halda áfram,“ segir Bryndís. Aðspurð hvort fyrrum kennarar hafi sýnt áhuga á að koma aftur segir Bryndís að erfitt sé að svara því. „Þetta eru mjög sérhæfð svið. Það eru ekki margir sem hafa menntun í hannyrðum eða sérhæfingu. Við erum að leita að fólki með góða menntun á þessum sviðum sem við erum að auglýsa eftir,“ segir Bryndís. Almennt eru teknir inn 22 nemendur á heimavist. Nú þegar hefur fjöldi fólks sótt um. Margir þeirra sem voru búnir að skrá sig áður en námið var fellt niður ætla að koma aftur þrátt fyrir stuttan fyrirvara. Bryndís hvetur sem flesta til að sækja um starf kennara.Hér fyrir neðan má sjá þátt Kristjáns Más Unnarssonar um Hússtjórnarskólann sem sýndur var á Stöð 2 í desember 2014.
Tengdar fréttir Ekkert nám við Hússtjórnarskólann á Hallormsstað næsta vetur Námið þykir ekki vera innan ramma aðalnámskrár framhaldsskóla. 22. maí 2017 19:56 Skólahald í Hússtjórnarskólanum á Hallormsstað mun halda áfram í vetur Opnað hefur verið fyrir umsóknir að nýju. 10. júlí 2017 23:18 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Fleiri fréttir Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Sjá meira
Ekkert nám við Hússtjórnarskólann á Hallormsstað næsta vetur Námið þykir ekki vera innan ramma aðalnámskrár framhaldsskóla. 22. maí 2017 19:56
Skólahald í Hússtjórnarskólanum á Hallormsstað mun halda áfram í vetur Opnað hefur verið fyrir umsóknir að nýju. 10. júlí 2017 23:18