Fylkir náði fimm stiga forskoti á toppi Inkasso-deildar karla í fótbolta í kvöld eftir 4-0 heimasigur á Gróttu. Framarar töpuðu enn einum leiknum og HK vann dramatískan sigur í Breiðholtinu.
Fylkir er með fimm stigum meira en Keflavík og Þróttur sem bæði eiga leik inni. Þróttarar spila á morgun en Keflvíkingar á laugardaginn.
Það tók Fylkismenn rúman klukkutíma að brjóta ísinn á móti Gróttu en síðan komu fjögur mörk á síðasta hálftímanum. Ásgeir Eyþórsson skoraði fyrsta markið en síðan skoraði varamaðurinn Valdimar Þór Ingimundarson tvö mörk með þriggja mínútna millibili. Oddur Ingi Guðmundsson innsiglaði síðan sigurinn sjö mínútum fyrir leikslok.
Ivan Bubalo kom Fram í 1-0 á móti Haukum á Ásvöllum en Haukar skoruðu þrjú mörk í seinni hálfleiknum og tryggðu sér sigur. Framarar náðu reyndar að minnka muninn í lokin en það var ekki nóg og þetta var fjórða tap Framliðsins í röð.
Bjarni Gunnarsson skoraði sigurmark HK á móti Leikni í Efra-Breiðholti á þriðju mínútu í uppbótartíma. Viktor Helgi Benediktsson hafði komið HK yfir í fyrri hálfleik en Skúli E. Kristjánsson Sigurz jafnaði metin eftir ellefu mínútna leik í seinni hálfleik.
HK-ingar unnu þarna sinn annan sigur í röð og sinn þriðja sigur í síðustu fjórum leikjum. HK-liðið er komið upp að hlið Selfoss í sjötta til sjöunda sæti deildarinnar.
Úrslit og markaskorarar í Inkasso-deildinni í kvöld:
Leiknir R. - HK 1-2
0-1 Viktor Helgi Benediktsson (29.), 1-1 Skúli E. Kristjánsson Sigurz (56.), 1-2 Bjarni Gunnarsson (90.+3).
Haukar - Fram 3-2
0-1 Ivan Bubalo (42.), 1-1 Sindri Scheving (54.), 2-1 Arnar Aðalgeirsson (67.), 3-1 Björgvin Stefánsson (75.), 3-2 Guðmundur Magnússon (84.).
Fylkir - Grótta 4-0
1-0 Ásgeir Eyþórsson (64.), 2-0 Valdimar Þór Ingimundarson (72.), 3-0 Valdimar Þór Ingimundarson (75.), 4-0 Oddur Ingi Guðmundsson (83.).
Upplýsingar um markaskorara eru fengnar frá vefsíðunni Fótbolti.net og úrslitasíðunni úrslit.net.
Fylkismenn með fimm stiga forskot á toppnum
Óskar Ófeigur Jónsson skrifar

Mest lesið

„Hugur minn er bara hjá henni“
Íslenski boltinn


Aubameyang syrgir fallinn félaga
Fótbolti


„Skitum á okkur í þriðja leikhluta“
Körfubolti


„Fáránlega erfið sería“
Körfubolti


Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA
Körfubolti

„Þetta var skrýtinn leikur“
Íslenski boltinn