Þrír fuglar á síðustu þremur holunum komu Vikari upp í efsta sætið Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 20. júlí 2017 20:22 Vikar Jónasson úr GK. Mynd/GSÍ/Seth Vikar Jónasson úr GK er efstur eftir fyrsta daginn á Íslandsmótinu í golfi sem hófst í dag á Hvaleyrarvelli en það er í umsjón Golfklúbbs Keilis í Hafnarfirði. Vikar hefur eins högg forskot á GR-inginn Guðmund Ágúst Kristjánsson sem lék einnig mjög vel í dag eins og Egill Ragnar Gunnarsson úr GKG sem þriðji tveimur höggum á eftir efsta manni. Það leit út fyrir Guðmundur Ágúst ætlaði að vera efstur en hann kláraði langt á undir Vikari og lék á fimm höggum undir pari. Vikar var á þremur höggum undir pari fyrir þrjár síðustu holurnar en kláraði daginn á þremur fuglum í röð og tók efsta sætið af Guðmundi. Vikar var með átta fugla og tvo skolla í dag en Guðmundur Ágúst var með sex fugla og einn skolla. Egill Ragnar Gunnarsson var með ein örn, fjóra fugla og tvo skolla. Fannar Ingi Steingrímsson úr GHG og Andri Þór Björnsson úr GR voru líka að spila vel en þeir eru í 4. til 5. sæti á þremur höggum undir pari. Fannar Ingi var með sex fugla og Andri Þór kláraði hringinn án þess að fá skolla.Staðan eftir fyrsta dag í karlaflokki: 1. Vikar Jónasson, GK 65 (-6) 2. Guðmundur Ágúst Kristjánsson, GR 66 (-5) 3. Egill Ragnar Gunnarsson, GKG 67 (-4) 4.- 5. Fannar Ingi Steingrímsson, GHG 68 (-3) 4.- 5. Andri Þór Björnsson, GR 68 (-3) 6.-9. Haraldur Franklín Magnús, GR 69 (-2) 6.-9. Axel Bóasson, GK 69 (-2) 6.-9. Ólafur Björn Loftsson, GKG 69 (-2) 9. Lárus Garðar Long, GV 70 (-1) 10.-12. Gísli Sveinbergsson, GK 70 (-1) 10.-12. Ragnar Már Garðarsson, GKG 70 (-1) 10.-12. Theodór Emil Karlsson, GM 70 (-1) Golf Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Tólf leikmenn komnir til KR Íslenski boltinn Tímabært að breyta til Handbolti Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Sport Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Fótbolti Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Enski boltinn Fleiri fréttir Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Vikar Jónasson úr GK er efstur eftir fyrsta daginn á Íslandsmótinu í golfi sem hófst í dag á Hvaleyrarvelli en það er í umsjón Golfklúbbs Keilis í Hafnarfirði. Vikar hefur eins högg forskot á GR-inginn Guðmund Ágúst Kristjánsson sem lék einnig mjög vel í dag eins og Egill Ragnar Gunnarsson úr GKG sem þriðji tveimur höggum á eftir efsta manni. Það leit út fyrir Guðmundur Ágúst ætlaði að vera efstur en hann kláraði langt á undir Vikari og lék á fimm höggum undir pari. Vikar var á þremur höggum undir pari fyrir þrjár síðustu holurnar en kláraði daginn á þremur fuglum í röð og tók efsta sætið af Guðmundi. Vikar var með átta fugla og tvo skolla í dag en Guðmundur Ágúst var með sex fugla og einn skolla. Egill Ragnar Gunnarsson var með ein örn, fjóra fugla og tvo skolla. Fannar Ingi Steingrímsson úr GHG og Andri Þór Björnsson úr GR voru líka að spila vel en þeir eru í 4. til 5. sæti á þremur höggum undir pari. Fannar Ingi var með sex fugla og Andri Þór kláraði hringinn án þess að fá skolla.Staðan eftir fyrsta dag í karlaflokki: 1. Vikar Jónasson, GK 65 (-6) 2. Guðmundur Ágúst Kristjánsson, GR 66 (-5) 3. Egill Ragnar Gunnarsson, GKG 67 (-4) 4.- 5. Fannar Ingi Steingrímsson, GHG 68 (-3) 4.- 5. Andri Þór Björnsson, GR 68 (-3) 6.-9. Haraldur Franklín Magnús, GR 69 (-2) 6.-9. Axel Bóasson, GK 69 (-2) 6.-9. Ólafur Björn Loftsson, GKG 69 (-2) 9. Lárus Garðar Long, GV 70 (-1) 10.-12. Gísli Sveinbergsson, GK 70 (-1) 10.-12. Ragnar Már Garðarsson, GKG 70 (-1) 10.-12. Theodór Emil Karlsson, GM 70 (-1)
Golf Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Tólf leikmenn komnir til KR Íslenski boltinn Tímabært að breyta til Handbolti Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Sport Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Fótbolti Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Enski boltinn Fleiri fréttir Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira