Hefur 836 sinnum sagt ranga og villandi hluti Samúel Karl Ólason skrifar 20. júlí 2017 15:30 Donald Trump, forseti Bandaríkjanna. Vísir/AFP Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur á sínum fyrstu sex mánuðum í embætti 836 sinnum sagt hluti sem eru rangir eða villandi. Það eru 4,6 staðhæfingar á dag sem stangast á við raunveruleikann. Þetta er niðurstaða greiningar blaðamanna Washington Post, sem hafa fylgst náið með fyrstu mánuðum Trump í embætti. (Mögulega þarf að greiða fyrir aðgang að greininni.) Algengustu rangfærslur forsetans snúa að núverandi heilbrigðiskerfis- og sjúkratryggingalögum Bandaríkjanna, sem ganga undir nafninu ObamaCare. 44 sinnum hefur Trump sagt að hið umrædda kerfi sé dáið, dautt eða eitthvað á þá leið. Að kerfið sé að hruni komið. Hin óháða stofnun Congressional Budget Office, nokkurs konar Ríkisendurskoðun Bandaríkjanna, segir hins vegar að kerfið standi traustum fótum þrátt fyrir hina ýmsu galla. Þá sé einnig útlit fyrir að kerfið sé stöðugt. Blaðamenn Washington Post segja einnig að ef eitthvað hafi gert Obamacare erfitt, hafi það verið yfirlýsingar og stefna ríkisstjórnar Trump. Nokkur tryggingafélög hafi yfirgefið ákveðna markmiði og vísað til ríkisstjórnarinnar með ástæðu þess. Trump hefur margsinnis tekið heiðurinn fyrir ákvarðanir forsvarsmanna fyrirtækja og aðra hluti sem gerðust í raun áður en hann tók við embætti. Þrjátíu sinnum hefur hann stært sig af því að hafa tryggt viðskiptasamninga, fjárfestingar og annað sem búið var að tilkynna áður. Hann hefur til dæmis nærri því tuttugu sinnum stært sig af því að hafa lækkað framleiðslukostnað F-35 orrustuþotnanna, þrátt fyrir að sú samningsvinna hafi að mestu farið fram áður en hann varð forseti. Þar að auki sagði Trump þann 17. júlí að honum hefði tekist að semja við Xi Jinping, forseta Kína, um það að Bandaríkin gætu selt nautakjöt í Kína með einni setningu. „Ég sagði: „Forseti Xi. Okkur þætti vænt um að geta selt nautakjöt í Kína aftur“. Hann svaraði: „Þið getið gert það“, og þannig endaði það,“ sagði Trump. Staðreyndin er hins vegar sú að ríkisstjórn Barack Obama, fyrrverandi forseta, samdi um sölu nautakjöts í Kína í september síðastliðnum.Dagblaðið Toronto Star gengur aðeins lengra en Washington Post, en þar fylgjast blaðamenn eingöngu með röngum staðhæfingum og „lygum“. Samkvæmt talningu þeirra hefur Trump 397 sinnum farið með rangt mál og samsvarar það 2,1 sinnum á dag. Politifact heldur einnig úti sérstakri vakt um rangfærslur Trump og það gera fjölmargir miðlar til viðbóta. Fáir, ef einhverjir, forsetar hafa setið undir jafn miklu aðhaldi gagnvart sannleiksgildi yfirlýsinga sinna. Reynslan hefur þó sýnt að tilefni er til. Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Innlent Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Innlent Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Fleiri fréttir Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Sjá meira
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur á sínum fyrstu sex mánuðum í embætti 836 sinnum sagt hluti sem eru rangir eða villandi. Það eru 4,6 staðhæfingar á dag sem stangast á við raunveruleikann. Þetta er niðurstaða greiningar blaðamanna Washington Post, sem hafa fylgst náið með fyrstu mánuðum Trump í embætti. (Mögulega þarf að greiða fyrir aðgang að greininni.) Algengustu rangfærslur forsetans snúa að núverandi heilbrigðiskerfis- og sjúkratryggingalögum Bandaríkjanna, sem ganga undir nafninu ObamaCare. 44 sinnum hefur Trump sagt að hið umrædda kerfi sé dáið, dautt eða eitthvað á þá leið. Að kerfið sé að hruni komið. Hin óháða stofnun Congressional Budget Office, nokkurs konar Ríkisendurskoðun Bandaríkjanna, segir hins vegar að kerfið standi traustum fótum þrátt fyrir hina ýmsu galla. Þá sé einnig útlit fyrir að kerfið sé stöðugt. Blaðamenn Washington Post segja einnig að ef eitthvað hafi gert Obamacare erfitt, hafi það verið yfirlýsingar og stefna ríkisstjórnar Trump. Nokkur tryggingafélög hafi yfirgefið ákveðna markmiði og vísað til ríkisstjórnarinnar með ástæðu þess. Trump hefur margsinnis tekið heiðurinn fyrir ákvarðanir forsvarsmanna fyrirtækja og aðra hluti sem gerðust í raun áður en hann tók við embætti. Þrjátíu sinnum hefur hann stært sig af því að hafa tryggt viðskiptasamninga, fjárfestingar og annað sem búið var að tilkynna áður. Hann hefur til dæmis nærri því tuttugu sinnum stært sig af því að hafa lækkað framleiðslukostnað F-35 orrustuþotnanna, þrátt fyrir að sú samningsvinna hafi að mestu farið fram áður en hann varð forseti. Þar að auki sagði Trump þann 17. júlí að honum hefði tekist að semja við Xi Jinping, forseta Kína, um það að Bandaríkin gætu selt nautakjöt í Kína með einni setningu. „Ég sagði: „Forseti Xi. Okkur þætti vænt um að geta selt nautakjöt í Kína aftur“. Hann svaraði: „Þið getið gert það“, og þannig endaði það,“ sagði Trump. Staðreyndin er hins vegar sú að ríkisstjórn Barack Obama, fyrrverandi forseta, samdi um sölu nautakjöts í Kína í september síðastliðnum.Dagblaðið Toronto Star gengur aðeins lengra en Washington Post, en þar fylgjast blaðamenn eingöngu með röngum staðhæfingum og „lygum“. Samkvæmt talningu þeirra hefur Trump 397 sinnum farið með rangt mál og samsvarar það 2,1 sinnum á dag. Politifact heldur einnig úti sérstakri vakt um rangfærslur Trump og það gera fjölmargir miðlar til viðbóta. Fáir, ef einhverjir, forsetar hafa setið undir jafn miklu aðhaldi gagnvart sannleiksgildi yfirlýsinga sinna. Reynslan hefur þó sýnt að tilefni er til.
Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Innlent Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Innlent Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Fleiri fréttir Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Sjá meira