Ekki von á miklum breytingum á byrjunarliði Íslands Kolbeinn Tumi Daðason í Ermelo skrifar 21. júlí 2017 09:00 Ásmundur Haraldsson var hinn hressasti þegar hann ræddi við blaðamenn í gær. Ásmundur Haraldsson aðstoðarlandsliðsþjálfari segir kvennalandslið Íslands á virkilega góðum stað fyrir leikinn gegn Sviss á laugardaginn. „Við nýttum daginn í gær til að fara yfir leikinn og loka honum og hefja strax undirbúning fyrir leikinn á laugardag. Stelpurnar sem spiluðu leikinn fengu góðan tíma og meðhöndlun hjá sjúkraþjálfarateyminu til að endurheimta og ná í þá orku sem þær þurfa. Stelpurnar sem spiluðu minna fengu góða æfingu úti á velli. Stelpurnar voru mjög fljótar að losa sig við leikinn. Við horfum fram á við í næsta verkefni.“ Ásmundur segir svissneska liðið vissulega ólíkt því franska. Mikil vinna þjálfarateymisins er að baki þar sem Svisslendingarnir hafa verið kortlagðir. „Við fáum góðar upplýsingar um hvernig þær spila og hvernig þær koma til með að nálgast leikinn. Það eru einhverjar breytingar á þeirra liði og næstu tveir dagar fara í að leggja upp leikinn með það til hliðsjónar.“Ásmundur fékk gult spjald fyrir læti á varamannabekknum í leiknum gegn Frökkum. Hann hefur þó sloppið með grín frá stelpunum og öðrum vegna upphlaupsins. „Við erum ástríðufullt þjálfarateymi og þurfum stundum að sussa aðeins hvor á annan. Í þessari stöðu ríkur maður aðeins upp, urrar aðeins og sest svo aftur niður. Henni (dómaranum) fannst þetta aðeins of mikið.“ Aðspurður hvort von sé á miklum breytingum á byrjunarliði fyrir laugardaginn. „Nei, við komum til með að nálgast þetta á svipaðan hátt. Það verða mögulega ein eða tvær breytingar í mesta lagi en það á bara eftir að koma í ljós.“Ekki missa af neinu tengdu stelpunum okkar á EM 2017 í Hollandi. Íþróttadeild 365 er með öflugt teymi fréttamanna á mótinu og færir ykkur allar nýjustu fréttirnar af íslenska liðinu. Fylgdu okkur á Facebook og Twitter. EM 2017 í Hollandi Mest lesið Kennir kynlífi með kærastanum um að hún féll á lyfjaprófi Sport Neitar að tjá sig um ósættið við Kristófer: „Á milli mín og hans“ Körfubolti Íslandsmethafinn segir enga virðingu borna fyrir íþróttafólkinu: „Út í hött“ Sport Missti tönnina, tók hana upp og fór í bikarúrslit Handbolti Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Íslenski boltinn Ekki lengur hægt að vera allsber og taka orminn Körfubolti Ólympíufari dæmdur í 21 árs fangelsi fyrir barnaníð Sport Vilja banna fullorðnum leikmönnum að nota barnalegghlífar Fótbolti Sektin hans Messi er leyndarmál Fótbolti Tekinn af velli eftir að hann fékk morðhótanir úr stúkunni Fótbolti Fleiri fréttir Ísfirðingar fá hávaxinn eistneskan framherja „Þú ert að tengja þetta við Rashford“ Kjartan Kári verður áfram hjá FH eftir að hafa hafnað Val Liverpool rak stjóra kvennaliðsins Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Vilja banna fullorðnum leikmönnum að nota barnalegghlífar Tekinn af velli eftir að hann fékk morðhótanir úr stúkunni Sektin hans Messi er leyndarmál Ten Hag segir leikmenn í dag of viðkvæma Elísabet byrjar á tveimur töpum Orri og félagar þurfa að koma til baka á Santiago Bernabéu Komnir með þrettán stiga forskot Markalaust í Skírisskógi en Everton heldur áfram að safna stigum Fimm mörk, rautt spjald og kærkominn sigur United Haaland sneri aftur og var hetjan Atli Sigurjóns framlengir við KR Darwin Núnez langt frá efstu mönnum í klúðruðum dauðafærum Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Tannvesen á Mbappé sem spilar ekki í kvöld Ronaldo sýndi óvænta óeigingirni Ótrúlegir taktar á æfingu hjá Pablo Punyed Yngri bróðir Benoný Breka yfirgefur líka KR „Fyrr skal ég dauður liggja“ Slot í bann og stýrir Liverpool ekki í kvöld Allt annað en sáttur með Frey FH-ingar æfðu á grasi í febrúar Síðhærði Færeyingurinn snýr aftur norður Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Kveðst viss um eftirsjá Gylfa: „Hefðum unnið mótið í fyrra með hann“ Sjá meira
Ásmundur Haraldsson aðstoðarlandsliðsþjálfari segir kvennalandslið Íslands á virkilega góðum stað fyrir leikinn gegn Sviss á laugardaginn. „Við nýttum daginn í gær til að fara yfir leikinn og loka honum og hefja strax undirbúning fyrir leikinn á laugardag. Stelpurnar sem spiluðu leikinn fengu góðan tíma og meðhöndlun hjá sjúkraþjálfarateyminu til að endurheimta og ná í þá orku sem þær þurfa. Stelpurnar sem spiluðu minna fengu góða æfingu úti á velli. Stelpurnar voru mjög fljótar að losa sig við leikinn. Við horfum fram á við í næsta verkefni.“ Ásmundur segir svissneska liðið vissulega ólíkt því franska. Mikil vinna þjálfarateymisins er að baki þar sem Svisslendingarnir hafa verið kortlagðir. „Við fáum góðar upplýsingar um hvernig þær spila og hvernig þær koma til með að nálgast leikinn. Það eru einhverjar breytingar á þeirra liði og næstu tveir dagar fara í að leggja upp leikinn með það til hliðsjónar.“Ásmundur fékk gult spjald fyrir læti á varamannabekknum í leiknum gegn Frökkum. Hann hefur þó sloppið með grín frá stelpunum og öðrum vegna upphlaupsins. „Við erum ástríðufullt þjálfarateymi og þurfum stundum að sussa aðeins hvor á annan. Í þessari stöðu ríkur maður aðeins upp, urrar aðeins og sest svo aftur niður. Henni (dómaranum) fannst þetta aðeins of mikið.“ Aðspurður hvort von sé á miklum breytingum á byrjunarliði fyrir laugardaginn. „Nei, við komum til með að nálgast þetta á svipaðan hátt. Það verða mögulega ein eða tvær breytingar í mesta lagi en það á bara eftir að koma í ljós.“Ekki missa af neinu tengdu stelpunum okkar á EM 2017 í Hollandi. Íþróttadeild 365 er með öflugt teymi fréttamanna á mótinu og færir ykkur allar nýjustu fréttirnar af íslenska liðinu. Fylgdu okkur á Facebook og Twitter.
EM 2017 í Hollandi Mest lesið Kennir kynlífi með kærastanum um að hún féll á lyfjaprófi Sport Neitar að tjá sig um ósættið við Kristófer: „Á milli mín og hans“ Körfubolti Íslandsmethafinn segir enga virðingu borna fyrir íþróttafólkinu: „Út í hött“ Sport Missti tönnina, tók hana upp og fór í bikarúrslit Handbolti Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Íslenski boltinn Ekki lengur hægt að vera allsber og taka orminn Körfubolti Ólympíufari dæmdur í 21 árs fangelsi fyrir barnaníð Sport Vilja banna fullorðnum leikmönnum að nota barnalegghlífar Fótbolti Sektin hans Messi er leyndarmál Fótbolti Tekinn af velli eftir að hann fékk morðhótanir úr stúkunni Fótbolti Fleiri fréttir Ísfirðingar fá hávaxinn eistneskan framherja „Þú ert að tengja þetta við Rashford“ Kjartan Kári verður áfram hjá FH eftir að hafa hafnað Val Liverpool rak stjóra kvennaliðsins Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Vilja banna fullorðnum leikmönnum að nota barnalegghlífar Tekinn af velli eftir að hann fékk morðhótanir úr stúkunni Sektin hans Messi er leyndarmál Ten Hag segir leikmenn í dag of viðkvæma Elísabet byrjar á tveimur töpum Orri og félagar þurfa að koma til baka á Santiago Bernabéu Komnir með þrettán stiga forskot Markalaust í Skírisskógi en Everton heldur áfram að safna stigum Fimm mörk, rautt spjald og kærkominn sigur United Haaland sneri aftur og var hetjan Atli Sigurjóns framlengir við KR Darwin Núnez langt frá efstu mönnum í klúðruðum dauðafærum Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Tannvesen á Mbappé sem spilar ekki í kvöld Ronaldo sýndi óvænta óeigingirni Ótrúlegir taktar á æfingu hjá Pablo Punyed Yngri bróðir Benoný Breka yfirgefur líka KR „Fyrr skal ég dauður liggja“ Slot í bann og stýrir Liverpool ekki í kvöld Allt annað en sáttur með Frey FH-ingar æfðu á grasi í febrúar Síðhærði Færeyingurinn snýr aftur norður Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Kveðst viss um eftirsjá Gylfa: „Hefðum unnið mótið í fyrra með hann“ Sjá meira