Við leitina er einnig notast við báta, dróna og svifnökkva. Ekki er vitað hvort óskað verður eftir aðstoð þyrlu Landhelgisgæslunnar við leitina í dag líkt og gert var í gær.
Búist er við að fleiri leitarmenn bætist í hópinn síðdegis í dag.
Lögregla telur sig vita með nokkurri vissu hver maðurinn er. Hún komst á sporið þegar bílar á svæðinu voru skoðaðir. Nú sé rætt við fólk sem tengist einum tilteknum bíl og er talið að hægt sé að staðfesta hver maðurinn er innan tíðar.
