Líkur á að Sísí fríkar út verði spilað vinnist sigur á Sviss Kolbeinn Tumi Daðason í Ermelo skrifar 20. júlí 2017 16:30 Sigríður Lára Garðarsdóttir hefur bara gaman af tilvísunum í að Sísí fríki út. Vísir/Tom Sigríður Lára Garðarsdóttir, miðjumaður íslenska landsliðsins, stóð sig afar vel í 1-0 tapinu gegn Frökkum á þriðjudaginn. Hún segir það sannarlega hafa verið skemmtilegt að fá kallið í byrjunarliðið. „Þetta var geggjað, frábær upplifun og verður góð minning,“ segir Sísí um leikinn sem tapaðist á marki úr vítaspyrnu seint í leiknum eins og alþjóð veit. Eftir rúman stundarfjórðung átti Sísí, sem er þekkt fyrir að vera hörð í horn að taka, grófa tæklingu. Ítalski dómarinn sá ekki ástæðu til að lyfta gula spjaldinu en dómarinn átti ekki sinn besta dag. Sísí hlær aðspurð hvort hún hefði verið heppin að sleppa við spjald.„Nei nei, þetta var fyrsta brotið mitt. Ég hafði engar áhyggjur,“ segir Sísí en bætir við: „Þetta var svolítið gróft hjá mér þegar ég sá þetta seinna. Maður verður aðeins að láta finna fyrir sér.“Sviss hefur unnið þrjá síðustu leiki þjóðanna, samanlagt 7-0. Yfirburðirir hafa verið talsverðir og þeirra lykilmaður, Ramona Bachmann hjá Chelsea, leikið á alls oddi. „Klárlega, við þurfum að stöðva hana og bara spila okkar leik. Verjast vel og nýta okkar færi.“Fjölskylda Sísí er í Hollandi og fleiri Vestmannaeyingar. Hún segir gaman að fá stuðninginn. En hvað með þá tilhneigingu íslenskra fjölmiðla að tala endurtekið um að „Sísí fríki út“ og vísa í slagarann með Grýlunum?„Þetta er bara fyndið,“ segir hún en stelpurnar hafa ekki spilað lagið í Hollandi en sem komið er. Kannski eftir sigur á Sviss?„Já, það verður örugglega fyrsta lagið sem verður spilað.“Ekki missa af neinu tengdu stelpunum okkar á EM 2017 í Hollandi. Íþróttadeild 365 er með öflugt teymi fréttamanna á mótinu og færir ykkur allar nýjustu fréttirnar af íslenska liðinu. Fylgdu okkur á Facebook og Twitter. EM 2017 í Hollandi Mest lesið „Tappinn var settur aftur á kampavínsflöskuna“ Sport Tvö ólík framboð bárust áður en fresturinn rann út Sport Rosalegt reiðikast Rüdiger sem reyndi að kasta hlut í dómarann Fótbolti Tímabilið gæti verið búið hjá Marcus Rashford Enski boltinn Börsungar bikarmeistarar eftir framlengingu Fótbolti Brynjar studdur af KSÍ en Willum af Sundsambandinu Sport Dagskráin í dag: Stútfullur sófasunnudagur til sigurs Sport Spila allar í takkaskóm fyrir konur Fótbolti Warholm setti fyrsta heimsmetið Sport Missti móður sína nokkrum klukkutímum eftir að hann var valinn í NFL Sport Fleiri fréttir Bellingham fékk líka rautt en Rüdiger gæti fengið tólf leikja bann „Hún er klárlega skemmtikraftur“ Leikbann á versta tíma en Kane lofar því að fagna meira en allir í liðinu Spila allar í takkaskóm fyrir konur Tímabilið gæti verið búið hjá Marcus Rashford Rosalegt reiðikast Rüdiger sem reyndi að kasta hlut í dómarann Börsungar bikarmeistarar eftir framlengingu Varamennirnir sáu um ótrúlega endurkomu Ísaks og félaga Hollywood-liðið komið upp í B-deild Ismaila Sarr allt í öllu er Palace komst í úrslit Jón Daði skoraði og Victor vann Íslendingaslaginn Newcastle felldi Ipswich og komst upp í þriðja sætið Bayern kláraði sitt en Leverkusen seinkaði sigurhátíðinni María hetja dagsins en mark Ingibjargar dugði skammt Ræða það að hætta með framlengingar í Meistaradeildinni Súrt hjá bæði Sædísi og Vigdísi Lilju í toppslag Chelsea upp í fjórða sætið Harry Kane getur unnið langþráðan titil í dag Duke framherjinn kominn heim til Íslands og framlengdi við FH Real Madrid skrópaði á blaðamannafund en ætlar ekki að skrópa í leikinn Skoraði og ældi í leik á afmælisdaginn sinn Evra vill berjast við Suárez í búrinu: Hann má meira að segja bíta mig „Stálum öllu steini léttara frá helstu stöðunum í London“ Fótboltamaður lést í upphitun „Vilja allir spila fyrir Man United“ Grættu dómarann og hættu við blaðamannafund Fyrsta deildartap PSG Ráðgátan leyst: Ólafur Kristjánsson hafði rétt fyrir sér Rúnar staðfestir að Fram þurfti annan markvörð Tók Karólínu Leu stundarfjórðung að komast á blað Sjá meira
Sigríður Lára Garðarsdóttir, miðjumaður íslenska landsliðsins, stóð sig afar vel í 1-0 tapinu gegn Frökkum á þriðjudaginn. Hún segir það sannarlega hafa verið skemmtilegt að fá kallið í byrjunarliðið. „Þetta var geggjað, frábær upplifun og verður góð minning,“ segir Sísí um leikinn sem tapaðist á marki úr vítaspyrnu seint í leiknum eins og alþjóð veit. Eftir rúman stundarfjórðung átti Sísí, sem er þekkt fyrir að vera hörð í horn að taka, grófa tæklingu. Ítalski dómarinn sá ekki ástæðu til að lyfta gula spjaldinu en dómarinn átti ekki sinn besta dag. Sísí hlær aðspurð hvort hún hefði verið heppin að sleppa við spjald.„Nei nei, þetta var fyrsta brotið mitt. Ég hafði engar áhyggjur,“ segir Sísí en bætir við: „Þetta var svolítið gróft hjá mér þegar ég sá þetta seinna. Maður verður aðeins að láta finna fyrir sér.“Sviss hefur unnið þrjá síðustu leiki þjóðanna, samanlagt 7-0. Yfirburðirir hafa verið talsverðir og þeirra lykilmaður, Ramona Bachmann hjá Chelsea, leikið á alls oddi. „Klárlega, við þurfum að stöðva hana og bara spila okkar leik. Verjast vel og nýta okkar færi.“Fjölskylda Sísí er í Hollandi og fleiri Vestmannaeyingar. Hún segir gaman að fá stuðninginn. En hvað með þá tilhneigingu íslenskra fjölmiðla að tala endurtekið um að „Sísí fríki út“ og vísa í slagarann með Grýlunum?„Þetta er bara fyndið,“ segir hún en stelpurnar hafa ekki spilað lagið í Hollandi en sem komið er. Kannski eftir sigur á Sviss?„Já, það verður örugglega fyrsta lagið sem verður spilað.“Ekki missa af neinu tengdu stelpunum okkar á EM 2017 í Hollandi. Íþróttadeild 365 er með öflugt teymi fréttamanna á mótinu og færir ykkur allar nýjustu fréttirnar af íslenska liðinu. Fylgdu okkur á Facebook og Twitter.
EM 2017 í Hollandi Mest lesið „Tappinn var settur aftur á kampavínsflöskuna“ Sport Tvö ólík framboð bárust áður en fresturinn rann út Sport Rosalegt reiðikast Rüdiger sem reyndi að kasta hlut í dómarann Fótbolti Tímabilið gæti verið búið hjá Marcus Rashford Enski boltinn Börsungar bikarmeistarar eftir framlengingu Fótbolti Brynjar studdur af KSÍ en Willum af Sundsambandinu Sport Dagskráin í dag: Stútfullur sófasunnudagur til sigurs Sport Spila allar í takkaskóm fyrir konur Fótbolti Warholm setti fyrsta heimsmetið Sport Missti móður sína nokkrum klukkutímum eftir að hann var valinn í NFL Sport Fleiri fréttir Bellingham fékk líka rautt en Rüdiger gæti fengið tólf leikja bann „Hún er klárlega skemmtikraftur“ Leikbann á versta tíma en Kane lofar því að fagna meira en allir í liðinu Spila allar í takkaskóm fyrir konur Tímabilið gæti verið búið hjá Marcus Rashford Rosalegt reiðikast Rüdiger sem reyndi að kasta hlut í dómarann Börsungar bikarmeistarar eftir framlengingu Varamennirnir sáu um ótrúlega endurkomu Ísaks og félaga Hollywood-liðið komið upp í B-deild Ismaila Sarr allt í öllu er Palace komst í úrslit Jón Daði skoraði og Victor vann Íslendingaslaginn Newcastle felldi Ipswich og komst upp í þriðja sætið Bayern kláraði sitt en Leverkusen seinkaði sigurhátíðinni María hetja dagsins en mark Ingibjargar dugði skammt Ræða það að hætta með framlengingar í Meistaradeildinni Súrt hjá bæði Sædísi og Vigdísi Lilju í toppslag Chelsea upp í fjórða sætið Harry Kane getur unnið langþráðan titil í dag Duke framherjinn kominn heim til Íslands og framlengdi við FH Real Madrid skrópaði á blaðamannafund en ætlar ekki að skrópa í leikinn Skoraði og ældi í leik á afmælisdaginn sinn Evra vill berjast við Suárez í búrinu: Hann má meira að segja bíta mig „Stálum öllu steini léttara frá helstu stöðunum í London“ Fótboltamaður lést í upphitun „Vilja allir spila fyrir Man United“ Grættu dómarann og hættu við blaðamannafund Fyrsta deildartap PSG Ráðgátan leyst: Ólafur Kristjánsson hafði rétt fyrir sér Rúnar staðfestir að Fram þurfti annan markvörð Tók Karólínu Leu stundarfjórðung að komast á blað Sjá meira