Átök í Venesúela: Hvetur mótmælendur til að halda ótrauða áfram Erna Agnes Sigurgeirsdóttir skrifar 9. ágúst 2017 21:27 Nicolas Maduro, forseti Venesúela, hefur meðal annars verið sakaður um að sölsa undir sig völd með ólögmætum hætti. Vísir/AFP Ramon Muchacho, bæjarstjóri hins ríka Chacao hverfisins í Venesúela, hefur neyðst til þess að flýja átakasvæðið í höfuðborginni Caracas. Var hann í gær dæmdur til 15 mánaða fangelsis fyrir að styðja ekki við áætlanir ríkisstjórnarinnar og neita að koma í veg fyrir mótmæli. Muchacho er fjórði bæjarstjórinn á fimmtán dögum til að vera dæmdur fyrir að sporna ekki við mótmælum. Reuters greinir frá. Muchacho sendi frá sér myndband í útlegð sinni þar sem hann hvetur mótmælendur ríkisstjórnarinnar og forseta landsins, Nicolas Maduro, að halda ótrauð áfram. Nicolas Maduro jók völd sín nú fyrr í mánuðinum þegar nýtt stjórnlagaþing var kosið í landinu sem styður sósíalískar áherslur hans.Glæðir mótmælin nýju lífi Chacao hverfið hefur verið ein af miðjum mótmæla gegn Maduro og talið er að myndband Muchacho muni glæða mótmælin nýju lífi en undanfarið voru mótmælin farin að dvína. Fleiri en 125 einstaklingar hafa látið lífíð í óeirðunum síðan að stjórnarandstæðingar hófu að mótmæla í apríl síðastliðinn. Vildu þeir að forsetakosningum yrði flýtt þar sem Maduro yrði líklegur til taps. Vinsældir forsetans hafa dvínað gífurlega eftir að mikil efnahagskreppa hefur verið þar í landi sem kristallast í matar- og lyfja skorti. Þá er verðbólgan í landinu komin í þriggja stafa tölu.Ákvarðanir nást ekki í gegn Stjórnarandstaðan tók yfir þingið árið 2015. Ákvarðanir hennar náðu hins vegar ekki í gegn þar sem hæstiréttur í landinu, sem hallur er undir Maduro og flokk hans, felldi ákvarðanir hennar úr gildi. Stjórnarandstaðan tók ekki þátt í kosningum um stjórnlagaþingið sem skipað er 535 einstaklingum. Stjórnlagaþingið er sagt vera tilraun til að eyða öllum vafa um völd forsetans. Hefur það meðal annars vald til að endurskrifa stjórnarskrána og veita Maduro völd til að stjórna með forsetatilskipunum. Þá hefur stjórnlagaþingið einnig lagt sig fram við að fjarlægja embættismenn sem styðja ekki við forsetann að þeirra mati. Sú fyrsta til að vera látin fara var Louisa Ortego, ríkissaksóknari, en hún hafði ásakað forsetann um mannréttindabrot.Refsiaðgerðum fjölgað Ríkisstjórn Donalds Trumps, forseta Bandaríkjanna, hefur nú fjölgað refsiaðgerðir gegn embættismönnum Venesúela og hafa átta embættismenn bæst við. Þar með talið er bróðir fyrrverandi forseta landsins, Hugo Chacez. Var þetta gert til að refsa þeim fyrir að hafa aðstoða við að byggja upp hið nýja stjórnlagaþing. Yfirvöld í Washington hafa nú þegar beitt refsiaðgerðum gegn þrettán embættismönnum landsins auk gegn forsetanum sjálfum. Með því hafa þeir fryst eignir mannanna, banna þeim að ferðast til Bandaríkjanna og að lokum banna þeim Bandaríkjamönnum að eiga í viðskiptum við þá. Maduro hefur hins vegar kennt hinu bandaríska veldi um stöðu landsins og að stjórnlagaþingið hafi verið stofnað til að auka frið og velsæld í landinu. Tengdar fréttir Umdeilt stjórnlagaþing kemur saman í Venesúela: Vara alþjóðasamfélagið við afskiptum af ástandinu í landinu Lögreglan beitti mótmælendur táragasi þegar þeir reyndu að komast inn í þinghúsið. 4. ágúst 2017 23:30 Stjórnlagaþing Venesúela stofnar „sannleiksnefnd“ „Sannleiksnefnd“ undir forystu forseta nýs og umdeilds stjórnlagaþings Venesúela ætlar að rannsaka ofbeldisverk sem eru framin af pólitískum ástæðum eða óumburðarlyndi 9. ágúst 2017 15:33 Venesúela: Segja að gögnum um kjörsókn hafi verið breytt Fyrirtæki sem hefur útvegað Venesúela tækjabúnað vegna kosninga í rúman áratug segir minnst einni milljón mann færri hafi kosið en yfirvöld segja. 2. ágúst 2017 15:46 Lýsa áhyggjum af stöðu lýðræðisins í Venesúela Forseti Venesúela lýsti í gær yfir sigri í umdeildum kosningum til nýs stjórnlagaþings. Stjórnarandstæðingar neita að viðurkenna úrslit kosninganna. 1. ágúst 2017 06:00 Stjórnarandstöðuleiðtogar í Venesúela handteknir Tveir áberandi leiðtogar stjórnarandstöðunnar í Venesúela voru teknir höndum á heimilum sínum um miðja nótt. Andstæðingar Nicolasar Maduro forseta saka hann um einræðistilburði. 1. ágúst 2017 17:59 Gera Maduro persónulega ábyrgan fyrir öryggi stjórnarandstöðuleiðtoga Bandaríkin ætla að gera forseta Veneúsela persónulega ábyrgan fyrir því að ekkert komi fyrir tvo stjórnarandstöðuleiðtoga sem handteknir voru í landinu í gær. 2. ágúst 2017 08:17 Stjórnarandstaðan í Venesúela boðar til nýs allsherjarverkfalls Verkfallið á að standa í tvo daga – á miðvikudag og fimmtudag – en á mánudag og föstudag eru fyrirhugaðar mótmælaaðgerðir í stærstu borgum landsins. 23. júlí 2017 15:45 Sameinuðu þjóðirnar gagnrýna yfirvöld Venesúela harðlega Þetta kemur fram í undanfara skýrslu sem gefin verður formlega út í lok þessa mánaðar. Mótmælendur í Venesúela hafa risið upp gegn ríkisstjórn landsins og forseta Nicolas Maduro 8. ágúst 2017 23:47 Lætur rannsaka meint kosningasvik í Venesúela Luisa Ortega, ríkissaksóknari Venesúela, hefur fyrirskipað rannsókn á ásökunum um kosningasvindl í stjórnlagaráðskosningum sunnudagsins. Ortega, sem er opinskár gagnrýnandi forsetans Nicolas Maduro, tilkynnti um þetta í gær og kallar hún eftir hlutlausri rannsókn. 4. ágúst 2017 06:00 41,5 prósent kjörsókn í blóðugum kosningum í Venesúela Ofbeldi setti mark sitt á kosningarnar í gær en að minnsta kosti tíu létust í mótmælum vegna þeirra. 31. júlí 2017 07:48 Bandaríkin leggja refsiaðgerðir á forseta Venesúela Bandarísk fyrirtæki og einstaklingar mega ekki eiga nein viðskipti við Nicolas Maduro, forseta Venesúela, samkvæmt refsiaðgerðum sem Hvíta húsið tilkynnti um í dag. Aðgerðirnar eru viðbragð við atkvæðagreiðslu sem fór fram í Venesúela um helgina sem er talin tilraun Maduro til að sölsa undir sig frekari völd. 31. júlí 2017 19:49 ESB viðurkennir ekki kosningarnar í Venesúela Alþjóðlegur þrýstingur á ríkisstjórn Venesúela eykst. ESB viðurkennir ekki umdeildar kosningar þar en beitir hana þó ekki refsiaðgerðum líkt og Bandaríkjamenn hafa þegar tilkynnt um. 2. ágúst 2017 19:24 Maduro segir refsiaðgerðirnar sýna fram á „örvæntingu og hatur“ Trump Nicolás Maduro, forseti Venesúela, hefur tjáð sig um refsiaðgerðirnar sem Bandaríkjastjórn hefur beint gegn landinu. 1. ágúst 2017 08:33 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Flæddi inn í hús á Arnarnesi Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Fleiri fréttir Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Sjá meira
Ramon Muchacho, bæjarstjóri hins ríka Chacao hverfisins í Venesúela, hefur neyðst til þess að flýja átakasvæðið í höfuðborginni Caracas. Var hann í gær dæmdur til 15 mánaða fangelsis fyrir að styðja ekki við áætlanir ríkisstjórnarinnar og neita að koma í veg fyrir mótmæli. Muchacho er fjórði bæjarstjórinn á fimmtán dögum til að vera dæmdur fyrir að sporna ekki við mótmælum. Reuters greinir frá. Muchacho sendi frá sér myndband í útlegð sinni þar sem hann hvetur mótmælendur ríkisstjórnarinnar og forseta landsins, Nicolas Maduro, að halda ótrauð áfram. Nicolas Maduro jók völd sín nú fyrr í mánuðinum þegar nýtt stjórnlagaþing var kosið í landinu sem styður sósíalískar áherslur hans.Glæðir mótmælin nýju lífi Chacao hverfið hefur verið ein af miðjum mótmæla gegn Maduro og talið er að myndband Muchacho muni glæða mótmælin nýju lífi en undanfarið voru mótmælin farin að dvína. Fleiri en 125 einstaklingar hafa látið lífíð í óeirðunum síðan að stjórnarandstæðingar hófu að mótmæla í apríl síðastliðinn. Vildu þeir að forsetakosningum yrði flýtt þar sem Maduro yrði líklegur til taps. Vinsældir forsetans hafa dvínað gífurlega eftir að mikil efnahagskreppa hefur verið þar í landi sem kristallast í matar- og lyfja skorti. Þá er verðbólgan í landinu komin í þriggja stafa tölu.Ákvarðanir nást ekki í gegn Stjórnarandstaðan tók yfir þingið árið 2015. Ákvarðanir hennar náðu hins vegar ekki í gegn þar sem hæstiréttur í landinu, sem hallur er undir Maduro og flokk hans, felldi ákvarðanir hennar úr gildi. Stjórnarandstaðan tók ekki þátt í kosningum um stjórnlagaþingið sem skipað er 535 einstaklingum. Stjórnlagaþingið er sagt vera tilraun til að eyða öllum vafa um völd forsetans. Hefur það meðal annars vald til að endurskrifa stjórnarskrána og veita Maduro völd til að stjórna með forsetatilskipunum. Þá hefur stjórnlagaþingið einnig lagt sig fram við að fjarlægja embættismenn sem styðja ekki við forsetann að þeirra mati. Sú fyrsta til að vera látin fara var Louisa Ortego, ríkissaksóknari, en hún hafði ásakað forsetann um mannréttindabrot.Refsiaðgerðum fjölgað Ríkisstjórn Donalds Trumps, forseta Bandaríkjanna, hefur nú fjölgað refsiaðgerðir gegn embættismönnum Venesúela og hafa átta embættismenn bæst við. Þar með talið er bróðir fyrrverandi forseta landsins, Hugo Chacez. Var þetta gert til að refsa þeim fyrir að hafa aðstoða við að byggja upp hið nýja stjórnlagaþing. Yfirvöld í Washington hafa nú þegar beitt refsiaðgerðum gegn þrettán embættismönnum landsins auk gegn forsetanum sjálfum. Með því hafa þeir fryst eignir mannanna, banna þeim að ferðast til Bandaríkjanna og að lokum banna þeim Bandaríkjamönnum að eiga í viðskiptum við þá. Maduro hefur hins vegar kennt hinu bandaríska veldi um stöðu landsins og að stjórnlagaþingið hafi verið stofnað til að auka frið og velsæld í landinu.
Tengdar fréttir Umdeilt stjórnlagaþing kemur saman í Venesúela: Vara alþjóðasamfélagið við afskiptum af ástandinu í landinu Lögreglan beitti mótmælendur táragasi þegar þeir reyndu að komast inn í þinghúsið. 4. ágúst 2017 23:30 Stjórnlagaþing Venesúela stofnar „sannleiksnefnd“ „Sannleiksnefnd“ undir forystu forseta nýs og umdeilds stjórnlagaþings Venesúela ætlar að rannsaka ofbeldisverk sem eru framin af pólitískum ástæðum eða óumburðarlyndi 9. ágúst 2017 15:33 Venesúela: Segja að gögnum um kjörsókn hafi verið breytt Fyrirtæki sem hefur útvegað Venesúela tækjabúnað vegna kosninga í rúman áratug segir minnst einni milljón mann færri hafi kosið en yfirvöld segja. 2. ágúst 2017 15:46 Lýsa áhyggjum af stöðu lýðræðisins í Venesúela Forseti Venesúela lýsti í gær yfir sigri í umdeildum kosningum til nýs stjórnlagaþings. Stjórnarandstæðingar neita að viðurkenna úrslit kosninganna. 1. ágúst 2017 06:00 Stjórnarandstöðuleiðtogar í Venesúela handteknir Tveir áberandi leiðtogar stjórnarandstöðunnar í Venesúela voru teknir höndum á heimilum sínum um miðja nótt. Andstæðingar Nicolasar Maduro forseta saka hann um einræðistilburði. 1. ágúst 2017 17:59 Gera Maduro persónulega ábyrgan fyrir öryggi stjórnarandstöðuleiðtoga Bandaríkin ætla að gera forseta Veneúsela persónulega ábyrgan fyrir því að ekkert komi fyrir tvo stjórnarandstöðuleiðtoga sem handteknir voru í landinu í gær. 2. ágúst 2017 08:17 Stjórnarandstaðan í Venesúela boðar til nýs allsherjarverkfalls Verkfallið á að standa í tvo daga – á miðvikudag og fimmtudag – en á mánudag og föstudag eru fyrirhugaðar mótmælaaðgerðir í stærstu borgum landsins. 23. júlí 2017 15:45 Sameinuðu þjóðirnar gagnrýna yfirvöld Venesúela harðlega Þetta kemur fram í undanfara skýrslu sem gefin verður formlega út í lok þessa mánaðar. Mótmælendur í Venesúela hafa risið upp gegn ríkisstjórn landsins og forseta Nicolas Maduro 8. ágúst 2017 23:47 Lætur rannsaka meint kosningasvik í Venesúela Luisa Ortega, ríkissaksóknari Venesúela, hefur fyrirskipað rannsókn á ásökunum um kosningasvindl í stjórnlagaráðskosningum sunnudagsins. Ortega, sem er opinskár gagnrýnandi forsetans Nicolas Maduro, tilkynnti um þetta í gær og kallar hún eftir hlutlausri rannsókn. 4. ágúst 2017 06:00 41,5 prósent kjörsókn í blóðugum kosningum í Venesúela Ofbeldi setti mark sitt á kosningarnar í gær en að minnsta kosti tíu létust í mótmælum vegna þeirra. 31. júlí 2017 07:48 Bandaríkin leggja refsiaðgerðir á forseta Venesúela Bandarísk fyrirtæki og einstaklingar mega ekki eiga nein viðskipti við Nicolas Maduro, forseta Venesúela, samkvæmt refsiaðgerðum sem Hvíta húsið tilkynnti um í dag. Aðgerðirnar eru viðbragð við atkvæðagreiðslu sem fór fram í Venesúela um helgina sem er talin tilraun Maduro til að sölsa undir sig frekari völd. 31. júlí 2017 19:49 ESB viðurkennir ekki kosningarnar í Venesúela Alþjóðlegur þrýstingur á ríkisstjórn Venesúela eykst. ESB viðurkennir ekki umdeildar kosningar þar en beitir hana þó ekki refsiaðgerðum líkt og Bandaríkjamenn hafa þegar tilkynnt um. 2. ágúst 2017 19:24 Maduro segir refsiaðgerðirnar sýna fram á „örvæntingu og hatur“ Trump Nicolás Maduro, forseti Venesúela, hefur tjáð sig um refsiaðgerðirnar sem Bandaríkjastjórn hefur beint gegn landinu. 1. ágúst 2017 08:33 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Flæddi inn í hús á Arnarnesi Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Fleiri fréttir Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Sjá meira
Umdeilt stjórnlagaþing kemur saman í Venesúela: Vara alþjóðasamfélagið við afskiptum af ástandinu í landinu Lögreglan beitti mótmælendur táragasi þegar þeir reyndu að komast inn í þinghúsið. 4. ágúst 2017 23:30
Stjórnlagaþing Venesúela stofnar „sannleiksnefnd“ „Sannleiksnefnd“ undir forystu forseta nýs og umdeilds stjórnlagaþings Venesúela ætlar að rannsaka ofbeldisverk sem eru framin af pólitískum ástæðum eða óumburðarlyndi 9. ágúst 2017 15:33
Venesúela: Segja að gögnum um kjörsókn hafi verið breytt Fyrirtæki sem hefur útvegað Venesúela tækjabúnað vegna kosninga í rúman áratug segir minnst einni milljón mann færri hafi kosið en yfirvöld segja. 2. ágúst 2017 15:46
Lýsa áhyggjum af stöðu lýðræðisins í Venesúela Forseti Venesúela lýsti í gær yfir sigri í umdeildum kosningum til nýs stjórnlagaþings. Stjórnarandstæðingar neita að viðurkenna úrslit kosninganna. 1. ágúst 2017 06:00
Stjórnarandstöðuleiðtogar í Venesúela handteknir Tveir áberandi leiðtogar stjórnarandstöðunnar í Venesúela voru teknir höndum á heimilum sínum um miðja nótt. Andstæðingar Nicolasar Maduro forseta saka hann um einræðistilburði. 1. ágúst 2017 17:59
Gera Maduro persónulega ábyrgan fyrir öryggi stjórnarandstöðuleiðtoga Bandaríkin ætla að gera forseta Veneúsela persónulega ábyrgan fyrir því að ekkert komi fyrir tvo stjórnarandstöðuleiðtoga sem handteknir voru í landinu í gær. 2. ágúst 2017 08:17
Stjórnarandstaðan í Venesúela boðar til nýs allsherjarverkfalls Verkfallið á að standa í tvo daga – á miðvikudag og fimmtudag – en á mánudag og föstudag eru fyrirhugaðar mótmælaaðgerðir í stærstu borgum landsins. 23. júlí 2017 15:45
Sameinuðu þjóðirnar gagnrýna yfirvöld Venesúela harðlega Þetta kemur fram í undanfara skýrslu sem gefin verður formlega út í lok þessa mánaðar. Mótmælendur í Venesúela hafa risið upp gegn ríkisstjórn landsins og forseta Nicolas Maduro 8. ágúst 2017 23:47
Lætur rannsaka meint kosningasvik í Venesúela Luisa Ortega, ríkissaksóknari Venesúela, hefur fyrirskipað rannsókn á ásökunum um kosningasvindl í stjórnlagaráðskosningum sunnudagsins. Ortega, sem er opinskár gagnrýnandi forsetans Nicolas Maduro, tilkynnti um þetta í gær og kallar hún eftir hlutlausri rannsókn. 4. ágúst 2017 06:00
41,5 prósent kjörsókn í blóðugum kosningum í Venesúela Ofbeldi setti mark sitt á kosningarnar í gær en að minnsta kosti tíu létust í mótmælum vegna þeirra. 31. júlí 2017 07:48
Bandaríkin leggja refsiaðgerðir á forseta Venesúela Bandarísk fyrirtæki og einstaklingar mega ekki eiga nein viðskipti við Nicolas Maduro, forseta Venesúela, samkvæmt refsiaðgerðum sem Hvíta húsið tilkynnti um í dag. Aðgerðirnar eru viðbragð við atkvæðagreiðslu sem fór fram í Venesúela um helgina sem er talin tilraun Maduro til að sölsa undir sig frekari völd. 31. júlí 2017 19:49
ESB viðurkennir ekki kosningarnar í Venesúela Alþjóðlegur þrýstingur á ríkisstjórn Venesúela eykst. ESB viðurkennir ekki umdeildar kosningar þar en beitir hana þó ekki refsiaðgerðum líkt og Bandaríkjamenn hafa þegar tilkynnt um. 2. ágúst 2017 19:24
Maduro segir refsiaðgerðirnar sýna fram á „örvæntingu og hatur“ Trump Nicolás Maduro, forseti Venesúela, hefur tjáð sig um refsiaðgerðirnar sem Bandaríkjastjórn hefur beint gegn landinu. 1. ágúst 2017 08:33