Tilraun til manndráps: Þrjár manneskjur, þrjár sögur og hnífurinn sem hvarf Erna Agnes Sigurgeirsdóttir skrifar 9. ágúst 2017 19:42 Myndin er ekki tekin umrætt kvöld en sýnir hins vegar staðsetningu átakanna. Vísir/Eyþór Vísir greindi frá því í dag að Árni Gils Hjaltason hefði verið dæmdur í fjögurra ára fangelsi fyrir tilraun til manndráps eftir að hafa stungið mann í höfuðið við Leifasjoppu í Breiðholti þann 5. mars síðastliðinn. Brotaþoli særðist á höfði, þá blæddi úr slagæð og flísaðist upp úr höfuðkúpu hans. Fréttastofa hefur nú fengið dóminn í hendurnar. Lögreglan var kvödd á vettvang eftir að hafa borist tilkynning um að maður væri vopnaður hnífi við sjoppuna. Þegar lögregla kom á staðinn var Árni Gils við bifreið sem tilkynnt hafði veri að væri stolin. Vinkona hans átti bílinn. Árni Gils var handtekinn á staðnum og í dómnum kemur fram að hann hafi verið í annarlegu ástandi og augljóslega undir áhrifum áfengis og eða fíkniefna.Var að sækja vinkonu sínaÁrni Gils lýsir atvikinu á þann veg að hann hafi ætlað sér að sækja vinkonu sína á bíl hennar. Hann hafi ekki fundið húsið strax og þess vegna hafi hann stansað á bílastæði sjoppunnar og ákveðið að bíða eftir henni þar. Þá segir Árni að hann hafi séð vinkonu sína koma út í fylgd manns sem hann hafi aldrei séð áður. Þegar þau hafi nálgast bílinn hafi hann séð að þau væru æst. Árni segir hana jafnframt hafa spurt hann um peninga en hann hafi ekki áttaðsig á því við hvað hún átti. Brotaþoli hafi þá talað við Árna Gils en hann sagðist ekki vita almennilega um hvað.Vissi ekki hvað gekk áJafnframt sagði Árni að hann hafi ekki verið undir áhrifum en að vinkona hans og brotaþoli hafi verið það. Brotaþoli hafi sagt við Árna að hún vild ekki ræða við hann og kom, að sögn Árna Gils, mjög nálægt honum. Þá hefði Árni ýtt honum frá sér. Brotaþoli á þá að hafa ásakað Árna Gils um að skulda peninga. Síðan hafi brotaþoli, að sögn Árna, glott að honum og teygt sig í stóran hníf og sveiflað honum í átt að höndum hans. Árni Gils sagði þá að hann hefði gripið um hendi brotaþola og náð beina hendinni með hnífnum frá sér og hafi í kjölfarið fellt hann.Sá ekki skurðinnNefndi hann í dómnum að mikið myrkur hefði verið og hált. Þeir hafi siðan átt í átökum og sagði Árni Gils að hann hefði síðan fallið ofan á brotaþola og að lokum náð hnífnum úr höndum hans og sveiflað honum í burtu. Þá hafi Árni Gils verið sjokki og ekki vitað hvað var í gangi. Hann hafi síðan séð brotaþola ná í hnífinn. Árni segir vinkonu sína þá hafa spurt hann hvort að hann hefði stungið brotaþola og að hann hafi svarað að brotaþoli hafi verið vopnaður hníf og hann ekki vitað hvað væri að gerast. Árni Gils segist ekki hafa tekið eftir því þegar brotaþoli fékk hnífinn í sig.Stóð álengdarÍ dómnum kemur fram að brotaþoli hafi verið í heimsókn hjá frænku framangreindrar vinkonu Árna Gils en hún hefði einnig verið þar. Brotaþoli segir vinkonuna hafa reynt að fá bifreið sína aftur og segir að hann hafi orðið við ósk hennar um að koma með henni út að sækja bílinn þar sem hún hafi verið hrædd við Árna. Hann hafi þá orðið vitni á því að Árni og vinkonan hafi rifist og æst sig. Hann hafi þá staðið álengdar og orðið vitni að því að Árni Gils barði í þak bifreiðarinnar. Brotaþolinn segir þá að Árni Gils hafi fært sig nær honum og veitt honum högg á höfuðið sem leiddi til þess að hann féll aftur fyrir sig. Þá hafi hann aftur fengið þungt högg á höfuðið. Brotaþoli hafi þá náð að standa upp og snúa sér við en þá hefði hann séð Árna Gils halda á hníf.Fann blóð leka niður hálsinn Hann hafi þá ákveðið að ganga burt en fundið fyrir blóði leka niður hálsinn. Gekk hann þá að bíl sem var þarna nálægt og bað um umbúðir en án árangurs. Hann hafi því vafið peysu sinni um höfuð sér. Sagði hann að vinkona sín hefði skutlað sér á bráðamóttöku og telur að hann hafi verið með hnífinn á sér en hann hafi runnið úr vasa sínum þegar hann féll í jörðina. Hann sagði jafnframt að hann hefði ekki hugsað sér að beita hnífnum. Haft er eftir brotaþola að hann gæti hafa veist að Árna Gils með orðum enda hafi þau verið að rífast fyrir framan hann. Hann neitaði því að hafa rukkað Árna Gils um peninga og segir að hann hafi aldrei áður séð Árna, fyrr en þarna. Jafnframt segir hann að hann hafi í raun aldrei áður séð vinkonuna. Sagði hann að Árni og hann hefðu ekki tekist á um hnífinn og að hann hefði síðan heyrt vinkonuna spyrja Árna hvort hann hefði beitt hnífnum og hvatt hann síðan til að henda honum frá sér. Þá hafi brotaþolinn sparkað hnífnum í öfuga átt. Í dómnum segir að brotaþolinn hafi sagst hafa glímt við kvíða vegna atviksins og einangrað sig.Átti að hitta ÁrnaVinkona Árna Gils var á staðnum þegar atvikið átti sér stað. Hún viðurkenndi að hafa verið undir áhrifum lyfja þetta kvöld og sagði að hún hafi jafnframt átt að hitta Árna Gils. Í dómnum kemur fram að hún hafi verið í heimsókn hjá frænku sinni og að hún hafi ekki nennt að hitta Árna. Árni hafi hins vegar verið með bílinn hennar. Vinkona staðfestir að brotaþoli hafi einnig verið í heimsókn hjá frænku hennar. Hann hafi hvatt hana til að tilkynna lögreglu að bílnum hafi verið stolið. Hún fór að ráðum brotaþola en dró það síðar til baka við yfirheyrslu hjá lögreglu. Hún sagðist hafa vitað að Árni Gils var í vondu skapi en nefnir að hún hafi ekki verið hrædd við hann.Vildi fylgja henni útBrotaþoli hafi síðan spurt hana hvort hann ætti að fylgja henni að hitta Árna og ná í bílinn og hund hennar sem var einnig í bílnum. Hún hefði strax gert Árna Gils ljóst að hún vildi ekki eiga við hann orð. Brotaþoli hafi þá sagt Árna að sætta sig við það að hún vildi ekki ræða við hann en þá hefði Árni stigið út úr bifreiðinni og þeir hefðu tekist á. Árni hafi ýtt sér í burtu og nefnir hún að hún hafi ekki séð nákvæmlega hvað gerðist. Hins vegar hefði hún séð Árna Gils sveifla höndum en ekki sá hún hníf. Því næst hafi hún séð brotaþola standa upp og vefja einhverju um höfuð sér.Taldi Árna hafa átt hnífinnEr hún sögð hafa brugðist illa við og taldi hún Árna Gils hafa komið með hnífinn. Hún hafi síðan gengið með brotaþola upp í íbúðina og þá hafi hún seinna meir áttað sig á að brotaþolinn hafi í reynd átt hnífinn. Hún nefnir að hún hafi ekki séð hnífinn fyrr en þetta kvöld en að henni hafi verið sagt seinn að brotaþoli hefði farið út með hnífinn en hún kveðst ekki hafa vitað það. Hún nefnir í jafnframt að hún hafi rætt það í íbúðinni að peningum hefði verið stolið frá sér og sagði að frænka hennar hefði kennt Árna Gils um það. Hún sagðist þó ekki hafa trúað því enda hefðu þau verið vinir lengi. Hún staðfesti jafnframt að hún hefði sér Árna Gils taka hnífinn. Hins vegar sé það ekki rétt sem komi fram í lögregluskýrslu að hún hafi sé hann höggva í höfuð brotaþola heldur hefði hún séð Árna sveifla hendinni í átt að honum.FrumskýrslanÍ frumskýrslu segir að upphaflega hafi verið tilkynnt um að maður gengi berserksgang á bifreiðastæði. Þá hafi einnig verið tilkynnt um að maðurinn væri vopnaður hnífi. Hann hafi verið handjárnaður og færður til viðræðna. Á meðan verið var að ræða við Árna Gils þá segir að kona hafi komið að lögreglumanni og sagt að vinur sinn hefði verið stunginn í höfuðið. Lögreglumaðurinn hafi þá fylgt konunni inn í íbúðina en þá hafi brotaþoli þegar verið farinn upp á slysadeild. Konan var yfirheyrð af lögreglu og samkvæmt þessari frumskýrslu sagði hún Árna Gils hafa verið vin sinn til margra ára. Hann hafi fengið bíl hennar lánaðan en ekki skilað honum því hafi hún tilkynnt um að bifreiðinni hafi verið stolið. Hún sagði að hún hefði jafnframt beðið brotaþola að koma með sér og ræða við Árna Gils. Hún lýsti atvikinu og segir Árna hafa stungið brotaþola eftir rifrildið.Stórhættulegt vopnÍ dómnum er vitnað í álit lækna sem segja að afar beitt áhald og þungt högg hafi veitt áverkana og telji þeir að það útiloki að hnífurinn hafi rekist fyrir slysni í brotaþola. Þá segja þeir einnig að brotaþoli hafi ekki getað veitt sér áverkana sjálfur. Þá kemur jafnframt fram að Árni Gils sé stórvaxinn maður sem hafi verið æstur og illa stemmdur þegar lögreglu bar að garði. Honum hafi mátt vera ljóst að hnífur, hvort sem hann hélt á honum eða brotaþoli, gæti ollið áverkum sem þessum enda um stórhættulegt vopn að ræða. Árni Gils á sér sögu um fíkniefna og umferðarlagabrot. Hann hefur einnig verið dæmdur í fangelsi fyrir líkamsárás og brot gegn valdstjórninni. Sá dómur var skilorðsbundinn. Árni Gils var því dæmdur í fjögurra ára fangelsi og til að greiða 500 þúsund krónur í miskabætur til brotaþola.Yfirlýsing frá Árna Gils og lögmanniOddgeir Einarsson, verjandi Árna, sagði í samtali við Vísi fyrr í dag að dómurinn sé ekki í samræmi við væntingar og sagði hann jafnframt að honum verði ávísað til hæstaréttar. Í skriflegum pósti til ritstjórnar Vísis segir Oddgeir að nokkru sé ábótavant í dóminum. Segir hann að þar vanti sum staðar upplýsingar. Vísar hann í að skjólstæðingur sinn vilji koma nokkrum atriðum á framfæri. -Árni Gils vilji að það sé á hreinu að brotaþoli (kærandi) hafi komið með hnífinn á vettvang og logið því að Árni hafi komið með hnífinn. Þá hafi vitni séð brotaþola fara með hnífinn frá vettvangi en lögregla hefur ekki haft uppi á hnífnum. -Að læknir hafi staðfest að eiginleikar hnífsins skiptu máli til að ákvarða hversu mikið afl hefði þurft til að veita áverkana. Brotaþoli beri því ábyrgð á því að koma mikilvægasta sönnunargagni málsins undan. -Að Árni hafi verið að verjast atlögu kæranda og segir skurð á fingri og rispur á framhandleggjum sýna fram á það. Í dómnum kemur fram að ákærði hafi verið með blóðkám við buxnavasa þeirrar handar sem skurðurinn var á. Þeir hafi einnig lent í átökum fallið til jarðar. -Árni Gils gagnrýnir að hvergi í dómnum komi fram hvernig útilokað er að hnífurinn hafi farið í brotaþola þegar þeir féllu til jarðar. Aðeins sé tekið fram að þungt högg með beittu áhaldi sem olli áverkunum útiloki þann möguleika á að hnífurinn hafi rekist í brotaþola fyrir slysni. -Þá segir Árni Gils að brotaþoli hafi ekki séð hann stinga sig heldur áttaði hann sig á því að ákærði væri með hnífinn eftir að hafa fengið högg á höfuðið. Jafnframt hafi vitni sagst ekki hafa séð ákærða stinga kæranda né halda á hnífi í átökunum. Nokkrir blóðdropar hafi fundist á vettvangi en þeir hafi ekki verið rannsakaðir til að finna út úr hverjum blóðið var. -Í forsendum dómsins er ekki útilokað að atvikið hafi átt sér stað á þann hátt að ákærði hafi haldið um hönd kæranda sem hafi haldið á hnífi. Því er samt sem áður slegið föstu að ákærði hafi haft ásetning til að verða manni að bana. -Þá vilji Árni Gils einnig koma því að, að stúlka sem var á vettvangi sagði að brotaþoli (kærandi) hefði boðið henni helming mögulegra miskabóta fyrir að haga framburði sinum á tiltekinn hátt. -Að lokum kemur fram í pósti Oddgeirs að Árni Gils hafi alltaf neitað sök og sagt að ráðist hafi verið á sig. Hann hafi aðeins viljað verja eigið lif. Hann hafi jafnframt verið færður úr öllum fötum strax og yfirheyrður. Fötin hafi þó ekki verið rannsökuð þó að blóð hafi fundist í þeim. Mál Árna Gils Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Erlent Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Innlent Hvalveiðilögin barn síns tíma Innlent Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Fleiri fréttir Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Sjá meira
Vísir greindi frá því í dag að Árni Gils Hjaltason hefði verið dæmdur í fjögurra ára fangelsi fyrir tilraun til manndráps eftir að hafa stungið mann í höfuðið við Leifasjoppu í Breiðholti þann 5. mars síðastliðinn. Brotaþoli særðist á höfði, þá blæddi úr slagæð og flísaðist upp úr höfuðkúpu hans. Fréttastofa hefur nú fengið dóminn í hendurnar. Lögreglan var kvödd á vettvang eftir að hafa borist tilkynning um að maður væri vopnaður hnífi við sjoppuna. Þegar lögregla kom á staðinn var Árni Gils við bifreið sem tilkynnt hafði veri að væri stolin. Vinkona hans átti bílinn. Árni Gils var handtekinn á staðnum og í dómnum kemur fram að hann hafi verið í annarlegu ástandi og augljóslega undir áhrifum áfengis og eða fíkniefna.Var að sækja vinkonu sínaÁrni Gils lýsir atvikinu á þann veg að hann hafi ætlað sér að sækja vinkonu sína á bíl hennar. Hann hafi ekki fundið húsið strax og þess vegna hafi hann stansað á bílastæði sjoppunnar og ákveðið að bíða eftir henni þar. Þá segir Árni að hann hafi séð vinkonu sína koma út í fylgd manns sem hann hafi aldrei séð áður. Þegar þau hafi nálgast bílinn hafi hann séð að þau væru æst. Árni segir hana jafnframt hafa spurt hann um peninga en hann hafi ekki áttaðsig á því við hvað hún átti. Brotaþoli hafi þá talað við Árna Gils en hann sagðist ekki vita almennilega um hvað.Vissi ekki hvað gekk áJafnframt sagði Árni að hann hafi ekki verið undir áhrifum en að vinkona hans og brotaþoli hafi verið það. Brotaþoli hafi sagt við Árna að hún vild ekki ræða við hann og kom, að sögn Árna Gils, mjög nálægt honum. Þá hefði Árni ýtt honum frá sér. Brotaþoli á þá að hafa ásakað Árna Gils um að skulda peninga. Síðan hafi brotaþoli, að sögn Árna, glott að honum og teygt sig í stóran hníf og sveiflað honum í átt að höndum hans. Árni Gils sagði þá að hann hefði gripið um hendi brotaþola og náð beina hendinni með hnífnum frá sér og hafi í kjölfarið fellt hann.Sá ekki skurðinnNefndi hann í dómnum að mikið myrkur hefði verið og hált. Þeir hafi siðan átt í átökum og sagði Árni Gils að hann hefði síðan fallið ofan á brotaþola og að lokum náð hnífnum úr höndum hans og sveiflað honum í burtu. Þá hafi Árni Gils verið sjokki og ekki vitað hvað var í gangi. Hann hafi síðan séð brotaþola ná í hnífinn. Árni segir vinkonu sína þá hafa spurt hann hvort að hann hefði stungið brotaþola og að hann hafi svarað að brotaþoli hafi verið vopnaður hníf og hann ekki vitað hvað væri að gerast. Árni Gils segist ekki hafa tekið eftir því þegar brotaþoli fékk hnífinn í sig.Stóð álengdarÍ dómnum kemur fram að brotaþoli hafi verið í heimsókn hjá frænku framangreindrar vinkonu Árna Gils en hún hefði einnig verið þar. Brotaþoli segir vinkonuna hafa reynt að fá bifreið sína aftur og segir að hann hafi orðið við ósk hennar um að koma með henni út að sækja bílinn þar sem hún hafi verið hrædd við Árna. Hann hafi þá orðið vitni á því að Árni og vinkonan hafi rifist og æst sig. Hann hafi þá staðið álengdar og orðið vitni að því að Árni Gils barði í þak bifreiðarinnar. Brotaþolinn segir þá að Árni Gils hafi fært sig nær honum og veitt honum högg á höfuðið sem leiddi til þess að hann féll aftur fyrir sig. Þá hafi hann aftur fengið þungt högg á höfuðið. Brotaþoli hafi þá náð að standa upp og snúa sér við en þá hefði hann séð Árna Gils halda á hníf.Fann blóð leka niður hálsinn Hann hafi þá ákveðið að ganga burt en fundið fyrir blóði leka niður hálsinn. Gekk hann þá að bíl sem var þarna nálægt og bað um umbúðir en án árangurs. Hann hafi því vafið peysu sinni um höfuð sér. Sagði hann að vinkona sín hefði skutlað sér á bráðamóttöku og telur að hann hafi verið með hnífinn á sér en hann hafi runnið úr vasa sínum þegar hann féll í jörðina. Hann sagði jafnframt að hann hefði ekki hugsað sér að beita hnífnum. Haft er eftir brotaþola að hann gæti hafa veist að Árna Gils með orðum enda hafi þau verið að rífast fyrir framan hann. Hann neitaði því að hafa rukkað Árna Gils um peninga og segir að hann hafi aldrei áður séð Árna, fyrr en þarna. Jafnframt segir hann að hann hafi í raun aldrei áður séð vinkonuna. Sagði hann að Árni og hann hefðu ekki tekist á um hnífinn og að hann hefði síðan heyrt vinkonuna spyrja Árna hvort hann hefði beitt hnífnum og hvatt hann síðan til að henda honum frá sér. Þá hafi brotaþolinn sparkað hnífnum í öfuga átt. Í dómnum segir að brotaþolinn hafi sagst hafa glímt við kvíða vegna atviksins og einangrað sig.Átti að hitta ÁrnaVinkona Árna Gils var á staðnum þegar atvikið átti sér stað. Hún viðurkenndi að hafa verið undir áhrifum lyfja þetta kvöld og sagði að hún hafi jafnframt átt að hitta Árna Gils. Í dómnum kemur fram að hún hafi verið í heimsókn hjá frænku sinni og að hún hafi ekki nennt að hitta Árna. Árni hafi hins vegar verið með bílinn hennar. Vinkona staðfestir að brotaþoli hafi einnig verið í heimsókn hjá frænku hennar. Hann hafi hvatt hana til að tilkynna lögreglu að bílnum hafi verið stolið. Hún fór að ráðum brotaþola en dró það síðar til baka við yfirheyrslu hjá lögreglu. Hún sagðist hafa vitað að Árni Gils var í vondu skapi en nefnir að hún hafi ekki verið hrædd við hann.Vildi fylgja henni útBrotaþoli hafi síðan spurt hana hvort hann ætti að fylgja henni að hitta Árna og ná í bílinn og hund hennar sem var einnig í bílnum. Hún hefði strax gert Árna Gils ljóst að hún vildi ekki eiga við hann orð. Brotaþoli hafi þá sagt Árna að sætta sig við það að hún vildi ekki ræða við hann en þá hefði Árni stigið út úr bifreiðinni og þeir hefðu tekist á. Árni hafi ýtt sér í burtu og nefnir hún að hún hafi ekki séð nákvæmlega hvað gerðist. Hins vegar hefði hún séð Árna Gils sveifla höndum en ekki sá hún hníf. Því næst hafi hún séð brotaþola standa upp og vefja einhverju um höfuð sér.Taldi Árna hafa átt hnífinnEr hún sögð hafa brugðist illa við og taldi hún Árna Gils hafa komið með hnífinn. Hún hafi síðan gengið með brotaþola upp í íbúðina og þá hafi hún seinna meir áttað sig á að brotaþolinn hafi í reynd átt hnífinn. Hún nefnir að hún hafi ekki séð hnífinn fyrr en þetta kvöld en að henni hafi verið sagt seinn að brotaþoli hefði farið út með hnífinn en hún kveðst ekki hafa vitað það. Hún nefnir í jafnframt að hún hafi rætt það í íbúðinni að peningum hefði verið stolið frá sér og sagði að frænka hennar hefði kennt Árna Gils um það. Hún sagðist þó ekki hafa trúað því enda hefðu þau verið vinir lengi. Hún staðfesti jafnframt að hún hefði sér Árna Gils taka hnífinn. Hins vegar sé það ekki rétt sem komi fram í lögregluskýrslu að hún hafi sé hann höggva í höfuð brotaþola heldur hefði hún séð Árna sveifla hendinni í átt að honum.FrumskýrslanÍ frumskýrslu segir að upphaflega hafi verið tilkynnt um að maður gengi berserksgang á bifreiðastæði. Þá hafi einnig verið tilkynnt um að maðurinn væri vopnaður hnífi. Hann hafi verið handjárnaður og færður til viðræðna. Á meðan verið var að ræða við Árna Gils þá segir að kona hafi komið að lögreglumanni og sagt að vinur sinn hefði verið stunginn í höfuðið. Lögreglumaðurinn hafi þá fylgt konunni inn í íbúðina en þá hafi brotaþoli þegar verið farinn upp á slysadeild. Konan var yfirheyrð af lögreglu og samkvæmt þessari frumskýrslu sagði hún Árna Gils hafa verið vin sinn til margra ára. Hann hafi fengið bíl hennar lánaðan en ekki skilað honum því hafi hún tilkynnt um að bifreiðinni hafi verið stolið. Hún sagði að hún hefði jafnframt beðið brotaþola að koma með sér og ræða við Árna Gils. Hún lýsti atvikinu og segir Árna hafa stungið brotaþola eftir rifrildið.Stórhættulegt vopnÍ dómnum er vitnað í álit lækna sem segja að afar beitt áhald og þungt högg hafi veitt áverkana og telji þeir að það útiloki að hnífurinn hafi rekist fyrir slysni í brotaþola. Þá segja þeir einnig að brotaþoli hafi ekki getað veitt sér áverkana sjálfur. Þá kemur jafnframt fram að Árni Gils sé stórvaxinn maður sem hafi verið æstur og illa stemmdur þegar lögreglu bar að garði. Honum hafi mátt vera ljóst að hnífur, hvort sem hann hélt á honum eða brotaþoli, gæti ollið áverkum sem þessum enda um stórhættulegt vopn að ræða. Árni Gils á sér sögu um fíkniefna og umferðarlagabrot. Hann hefur einnig verið dæmdur í fangelsi fyrir líkamsárás og brot gegn valdstjórninni. Sá dómur var skilorðsbundinn. Árni Gils var því dæmdur í fjögurra ára fangelsi og til að greiða 500 þúsund krónur í miskabætur til brotaþola.Yfirlýsing frá Árna Gils og lögmanniOddgeir Einarsson, verjandi Árna, sagði í samtali við Vísi fyrr í dag að dómurinn sé ekki í samræmi við væntingar og sagði hann jafnframt að honum verði ávísað til hæstaréttar. Í skriflegum pósti til ritstjórnar Vísis segir Oddgeir að nokkru sé ábótavant í dóminum. Segir hann að þar vanti sum staðar upplýsingar. Vísar hann í að skjólstæðingur sinn vilji koma nokkrum atriðum á framfæri. -Árni Gils vilji að það sé á hreinu að brotaþoli (kærandi) hafi komið með hnífinn á vettvang og logið því að Árni hafi komið með hnífinn. Þá hafi vitni séð brotaþola fara með hnífinn frá vettvangi en lögregla hefur ekki haft uppi á hnífnum. -Að læknir hafi staðfest að eiginleikar hnífsins skiptu máli til að ákvarða hversu mikið afl hefði þurft til að veita áverkana. Brotaþoli beri því ábyrgð á því að koma mikilvægasta sönnunargagni málsins undan. -Að Árni hafi verið að verjast atlögu kæranda og segir skurð á fingri og rispur á framhandleggjum sýna fram á það. Í dómnum kemur fram að ákærði hafi verið með blóðkám við buxnavasa þeirrar handar sem skurðurinn var á. Þeir hafi einnig lent í átökum fallið til jarðar. -Árni Gils gagnrýnir að hvergi í dómnum komi fram hvernig útilokað er að hnífurinn hafi farið í brotaþola þegar þeir féllu til jarðar. Aðeins sé tekið fram að þungt högg með beittu áhaldi sem olli áverkunum útiloki þann möguleika á að hnífurinn hafi rekist í brotaþola fyrir slysni. -Þá segir Árni Gils að brotaþoli hafi ekki séð hann stinga sig heldur áttaði hann sig á því að ákærði væri með hnífinn eftir að hafa fengið högg á höfuðið. Jafnframt hafi vitni sagst ekki hafa séð ákærða stinga kæranda né halda á hnífi í átökunum. Nokkrir blóðdropar hafi fundist á vettvangi en þeir hafi ekki verið rannsakaðir til að finna út úr hverjum blóðið var. -Í forsendum dómsins er ekki útilokað að atvikið hafi átt sér stað á þann hátt að ákærði hafi haldið um hönd kæranda sem hafi haldið á hnífi. Því er samt sem áður slegið föstu að ákærði hafi haft ásetning til að verða manni að bana. -Þá vilji Árni Gils einnig koma því að, að stúlka sem var á vettvangi sagði að brotaþoli (kærandi) hefði boðið henni helming mögulegra miskabóta fyrir að haga framburði sinum á tiltekinn hátt. -Að lokum kemur fram í pósti Oddgeirs að Árni Gils hafi alltaf neitað sök og sagt að ráðist hafi verið á sig. Hann hafi aðeins viljað verja eigið lif. Hann hafi jafnframt verið færður úr öllum fötum strax og yfirheyrður. Fötin hafi þó ekki verið rannsökuð þó að blóð hafi fundist í þeim.
Mál Árna Gils Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Erlent Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Innlent Hvalveiðilögin barn síns tíma Innlent Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Fleiri fréttir Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Sjá meira