Mótmæli eftir ásakanir um kosningasvindl Sunna Sæmundsdóttir skrifar 9. ágúst 2017 20:00 Mótmæli og óeirðir brutust út í Kenía í dag eftir að leiðtogi stjórnarandstöðunnar sagði að átt hefði verið við niðurstöður forsetakosninganna þar í landi. Lögregluyfirvöld í Kenía beittu táragasi til að sundra mótmælendum í dag. Stuðningsmenn leiðtoga stjórnarandstöðunnar, Raila Odinga, höfðu safnast saman, og köstuðu steinum í átt að lögreglu eftir að Odinga bar því við að kosningasvindl hefði kostað hann sigurinn. Þrír voru skotnir til bana í óeirðum dagsins. Tveir í Naírobí sem reyndu búðarþjófnað í skjóli mótmælanna auk þess sem maður var skotinn við kjörstað í Kiisi-héraði. Núverandi forseti, Uhuru Kenyatta, fékk tæplega 55 prósent atkvæða í kosningunum sem fóru fram í gær. Odinga sagði á blaðamannafundi í morgun að auðkenni hátt setts kosningafulltrúa sem myrtur var í síðustu viku hefði verið notað til að brjótast inn í kosningakerfið í nótt og eiga við niðurstöðurnar. Hann birti á Facebook síðu sinni í dag 50 blaðsíður af tölvuskrám sem hann segir styðja ásakanir sínar. „Það sem eftirlitsnefnd IEBC hefur birt sem niðurstöður forsetakosninganna eru algerar blekkingar byggðar á margfaldara sem gaf Uhuru Kenyatta með sviksamlegum hætti atkvæði sem aldrei voru greidd," sagði Raila Odinga. Formaður kosninganefndar sagði í dag að ásakanir um mögulegt kosningasvindl yrðu skoðaðar. „Við munum finna aðferð til að komast að því hvort þessar ásakanir eru réttar eða ekki, og ýmsar aðrar ásakanir líka," sagði Wafula Chebukati. Embættismenn hafa hvatt fólk til að sætta sig við niðurstöður kosninganna þar sem ofbeldið sem fylgdi kosningunum fyrir tíu árum er fólki ennþá ferskt í minni. Þá létust um 1.100 manns í mótmælum. Odinga hvatti stuðningsmenn sína til að sýna stillingu en bætti þó við að hann stjórnaði ekki fólkinu. Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Fleiri fréttir Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Sjá meira
Mótmæli og óeirðir brutust út í Kenía í dag eftir að leiðtogi stjórnarandstöðunnar sagði að átt hefði verið við niðurstöður forsetakosninganna þar í landi. Lögregluyfirvöld í Kenía beittu táragasi til að sundra mótmælendum í dag. Stuðningsmenn leiðtoga stjórnarandstöðunnar, Raila Odinga, höfðu safnast saman, og köstuðu steinum í átt að lögreglu eftir að Odinga bar því við að kosningasvindl hefði kostað hann sigurinn. Þrír voru skotnir til bana í óeirðum dagsins. Tveir í Naírobí sem reyndu búðarþjófnað í skjóli mótmælanna auk þess sem maður var skotinn við kjörstað í Kiisi-héraði. Núverandi forseti, Uhuru Kenyatta, fékk tæplega 55 prósent atkvæða í kosningunum sem fóru fram í gær. Odinga sagði á blaðamannafundi í morgun að auðkenni hátt setts kosningafulltrúa sem myrtur var í síðustu viku hefði verið notað til að brjótast inn í kosningakerfið í nótt og eiga við niðurstöðurnar. Hann birti á Facebook síðu sinni í dag 50 blaðsíður af tölvuskrám sem hann segir styðja ásakanir sínar. „Það sem eftirlitsnefnd IEBC hefur birt sem niðurstöður forsetakosninganna eru algerar blekkingar byggðar á margfaldara sem gaf Uhuru Kenyatta með sviksamlegum hætti atkvæði sem aldrei voru greidd," sagði Raila Odinga. Formaður kosninganefndar sagði í dag að ásakanir um mögulegt kosningasvindl yrðu skoðaðar. „Við munum finna aðferð til að komast að því hvort þessar ásakanir eru réttar eða ekki, og ýmsar aðrar ásakanir líka," sagði Wafula Chebukati. Embættismenn hafa hvatt fólk til að sætta sig við niðurstöður kosninganna þar sem ofbeldið sem fylgdi kosningunum fyrir tíu árum er fólki ennþá ferskt í minni. Þá létust um 1.100 manns í mótmælum. Odinga hvatti stuðningsmenn sína til að sýna stillingu en bætti þó við að hann stjórnaði ekki fólkinu.
Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Fleiri fréttir Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Sjá meira