Íslenskum áhrifavöldum boðið að versla á afslætti í H&M fyrir opnun Kristín Ólafsdóttir og Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 9. ágúst 2017 11:45 H&M sendi íslenskum áhrifavöldum boðskortin í gær en opnunarhófið verður haldið fimmtudaginn 24. ágúst. Manuela Ósk Harðardóttir er ein þeirra sem fékk boðskort. Vísir Tískurisinn H&M hefur sent út boðskort í opnunarhóf aðalverslunar sinnar á Íslandi. Verslunin verður opnuð í Smáralind í lok þessa mánaðar en helstu tískuáhrifavöldum landsins hefur verið boðið í fyrirpartí sem haldið verður fimmtudaginn 24. ágúst, tveimur dögum fyrir eiginlega opnun. Í opnunarhófinu býðst viðtakendum boðskortsins að versla flíkur tískumerkisins á 20 prósent afslætti.Fá afslátt og mega taka með sér vinÍ boðskortinu, sem sent var út í gær, er komu H&M hingað til lands fagnað. Handhöfum boðskortsins er boðið í samkvæmi fimmtudaginn 24. ágúst klukkan 19 en ljóst er að margir helstu áhrifavaldar og lífsstílsbloggarar innan íslenska tískuheimsins hafa fengið boðskortið sent. Verslunin verður svo opnuð fyrir almenning laugardaginn 26. ágúst.Boðskortið þykir mjög veglegt en athygli vekur að það er á ensku.Vísir/Sylvía RutSamkvæmið verður haldið í svokallaðri „flagship store“, eða aðalverslun, H&M á Íslandi í Smáralind. Íslenskum tískulaukum, eða „trendsetters“ svokölluðum, er enn fremur boðið að versla H&M-flíkur í opnunarhófinu á veglegum afslætti og sleppa þar með við röðina á laugardeginum, hinum eiginlega opnunardegi. „Njóttu þess að versla með 20 prósent afslætti af öllu í versluninni,“ er skrifað í boðskortinu. Þá er handhöfum boðskortsins boðið að taka með sér einn gest á viðburðinn þann 24. ágúst „Taktu með þér vin með tískuvit og vertu með okkur eftirminnilega kvöldstund,“ stendur enn fremur í boðskortinu en athygli vekur að allur texti er á ensku.Manuela Ósk Harðardóttir, framkvæmdastjóri Miss Universe Iceland, er ein þeirra sem fékk boðskort á viðburð H&M.Manuela Ósk HarðardóttirÍslendingar nú þegar einsleitir í klæðaburðiManuela Ósk Harðardóttir er ein þeirra sem fékk boðskort á viðburðinn. Í samtali við Vísi segist hún ætla að mæta ef hún verður á landinu en hún stundar nám í Los Angeles. Hún er ánægð með komu H&M til Íslands og segir að þetta muni auka úrvalið á Íslandi sem sé mjög fínt. „Þetta er bara jákvætt. Ég hef aldrei verið þessi sjúka H&M týpa en auðvitað er þetta spennandi.“ Manuela heldur að þetta muni samt ekki hafa mikil áhrif á fatastíl Íslendinga. „Mér finnst íslendingar yfirhöfuð svolítið einsleitir í klæðaburði og það kemur alltaf einhver tískubylgja í hvert sinn, sem flestir fylgja.“ Auk Manuelu hafa þær Arna Ýr Jónsdóttir, fegurðardrottning, lífsstílsbloggararnir Guðrún Helga Sortveit og Lína Birgitta Camilla Sigurðardóttir, Erna Hreinsdóttir, fyrrum ritstjóri Nýs Lífs, Andrea Magnúsdóttir, fatahönnuður og Eva Laufey Kjaran Hermannsdóttir, fjölmiðlakona, fengið boðskort í opnunarhóf H&M þann 24. ágúst næstkomandi.Fyrsti gesturinn fær 25 þúsund króna gjafabréfVerslun H&M í Smáralind mun vera á tveimur hæðum og ná yfir rými sem er 3.000 fermetrar. Þá verða tvær H&M-verslanir opnaðar til viðbótar í Kringlunni og í miðbæ Reykjavíkur.Þeir sem fengu boðskort í opnunarhóf H&M munu líklega sleppa við raðir á hinum eiginlega opnunardegi.Vísir/Sylvía RutBúist er við miklum mannfjölda í Smáralind á sjálfan opnunardaginn 26. ágúst en fyrstu þúsund gestirnir munu fá gjafakort í verslunina. Fyrsti einstaklingurinn í röðinni fær gjafabréf að andvirði 25 þúsund krónum, gestur númer tvö fær 20 þúsund króna gjafabréf og 15.000 kr. gjafabréf hlýtur þriðji gesturinn. Næstu þúsund gestir fá að gjöf 1.500 króna gjafakort í verslunina. Tengdar fréttir H&M opnar í Smáralind þann 26. ágúst Verslunin verður á tveimur hæðum og 3.000 fermetrar. 25. júlí 2017 09:32 Mest lesið „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Viðskipti innlent Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Viðskipti innlent Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Viðskipti innlent Karen inn fyrir Þórarin Viðskipti innlent Flýgur til Íslands á mánudögum til að vinna hér þrjá daga vikunnar Atvinnulíf Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan Atvinnulíf „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Bjarni hættir hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga Afsala sér milljörðum í tekjur til að baktryggja losunarskuldbindingar 2 Guys á Ægisíðu lokað Tekur við sem nýr rekstrarstjóri Snjallgagna Tekur við stöðu framkvæmdastjóra hjá Arango Sjá meira
Tískurisinn H&M hefur sent út boðskort í opnunarhóf aðalverslunar sinnar á Íslandi. Verslunin verður opnuð í Smáralind í lok þessa mánaðar en helstu tískuáhrifavöldum landsins hefur verið boðið í fyrirpartí sem haldið verður fimmtudaginn 24. ágúst, tveimur dögum fyrir eiginlega opnun. Í opnunarhófinu býðst viðtakendum boðskortsins að versla flíkur tískumerkisins á 20 prósent afslætti.Fá afslátt og mega taka með sér vinÍ boðskortinu, sem sent var út í gær, er komu H&M hingað til lands fagnað. Handhöfum boðskortsins er boðið í samkvæmi fimmtudaginn 24. ágúst klukkan 19 en ljóst er að margir helstu áhrifavaldar og lífsstílsbloggarar innan íslenska tískuheimsins hafa fengið boðskortið sent. Verslunin verður svo opnuð fyrir almenning laugardaginn 26. ágúst.Boðskortið þykir mjög veglegt en athygli vekur að það er á ensku.Vísir/Sylvía RutSamkvæmið verður haldið í svokallaðri „flagship store“, eða aðalverslun, H&M á Íslandi í Smáralind. Íslenskum tískulaukum, eða „trendsetters“ svokölluðum, er enn fremur boðið að versla H&M-flíkur í opnunarhófinu á veglegum afslætti og sleppa þar með við röðina á laugardeginum, hinum eiginlega opnunardegi. „Njóttu þess að versla með 20 prósent afslætti af öllu í versluninni,“ er skrifað í boðskortinu. Þá er handhöfum boðskortsins boðið að taka með sér einn gest á viðburðinn þann 24. ágúst „Taktu með þér vin með tískuvit og vertu með okkur eftirminnilega kvöldstund,“ stendur enn fremur í boðskortinu en athygli vekur að allur texti er á ensku.Manuela Ósk Harðardóttir, framkvæmdastjóri Miss Universe Iceland, er ein þeirra sem fékk boðskort á viðburð H&M.Manuela Ósk HarðardóttirÍslendingar nú þegar einsleitir í klæðaburðiManuela Ósk Harðardóttir er ein þeirra sem fékk boðskort á viðburðinn. Í samtali við Vísi segist hún ætla að mæta ef hún verður á landinu en hún stundar nám í Los Angeles. Hún er ánægð með komu H&M til Íslands og segir að þetta muni auka úrvalið á Íslandi sem sé mjög fínt. „Þetta er bara jákvætt. Ég hef aldrei verið þessi sjúka H&M týpa en auðvitað er þetta spennandi.“ Manuela heldur að þetta muni samt ekki hafa mikil áhrif á fatastíl Íslendinga. „Mér finnst íslendingar yfirhöfuð svolítið einsleitir í klæðaburði og það kemur alltaf einhver tískubylgja í hvert sinn, sem flestir fylgja.“ Auk Manuelu hafa þær Arna Ýr Jónsdóttir, fegurðardrottning, lífsstílsbloggararnir Guðrún Helga Sortveit og Lína Birgitta Camilla Sigurðardóttir, Erna Hreinsdóttir, fyrrum ritstjóri Nýs Lífs, Andrea Magnúsdóttir, fatahönnuður og Eva Laufey Kjaran Hermannsdóttir, fjölmiðlakona, fengið boðskort í opnunarhóf H&M þann 24. ágúst næstkomandi.Fyrsti gesturinn fær 25 þúsund króna gjafabréfVerslun H&M í Smáralind mun vera á tveimur hæðum og ná yfir rými sem er 3.000 fermetrar. Þá verða tvær H&M-verslanir opnaðar til viðbótar í Kringlunni og í miðbæ Reykjavíkur.Þeir sem fengu boðskort í opnunarhóf H&M munu líklega sleppa við raðir á hinum eiginlega opnunardegi.Vísir/Sylvía RutBúist er við miklum mannfjölda í Smáralind á sjálfan opnunardaginn 26. ágúst en fyrstu þúsund gestirnir munu fá gjafakort í verslunina. Fyrsti einstaklingurinn í röðinni fær gjafabréf að andvirði 25 þúsund krónum, gestur númer tvö fær 20 þúsund króna gjafabréf og 15.000 kr. gjafabréf hlýtur þriðji gesturinn. Næstu þúsund gestir fá að gjöf 1.500 króna gjafakort í verslunina.
Tengdar fréttir H&M opnar í Smáralind þann 26. ágúst Verslunin verður á tveimur hæðum og 3.000 fermetrar. 25. júlí 2017 09:32 Mest lesið „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Viðskipti innlent Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Viðskipti innlent Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Viðskipti innlent Karen inn fyrir Þórarin Viðskipti innlent Flýgur til Íslands á mánudögum til að vinna hér þrjá daga vikunnar Atvinnulíf Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan Atvinnulíf „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Bjarni hættir hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga Afsala sér milljörðum í tekjur til að baktryggja losunarskuldbindingar 2 Guys á Ægisíðu lokað Tekur við sem nýr rekstrarstjóri Snjallgagna Tekur við stöðu framkvæmdastjóra hjá Arango Sjá meira
H&M opnar í Smáralind þann 26. ágúst Verslunin verður á tveimur hæðum og 3.000 fermetrar. 25. júlí 2017 09:32