Iceland Travel og Gray Line sameinast Stefán Ó. Jónsson skrifar 9. ágúst 2017 08:30 Gray Line sérhæfir sig í hverskyns fólksflutningum. Þessi mynd er tekin úr einni norðurljósaferð fyrirtækisins. Vísir/ernir Icelandair Group mun eignast 70% í sameinuðu félagi Iceland Travel ehf. og Allrahanda GL ehf. sem er leyfishafi hópferðafyrirtækisins Gray Line Worldwide á Íslandi. Í tilkynningu til Kauphallarinnar nú í morgun kemur fram að samkomulag hafi náðst um sameiningu Iceland Travel og Allrahanda. Icelandair muni eiga 70% sem fyrr segir og hin 30% verða í eigu stofnenda Allrahanda og Akurs fjárfesting slhf. Yfirstjórn og rekstur félaganna er sögð í tilkynningunni verða sameinuð en að þjónusta verið áfram veitt undir sömu vörumerkjum og áður. Sameiningin er gerð með fyrirvara um niðurstöður áreiðanleikakannana og samþykki eftirlitsaðila. Fram kemur í tilkynningunni að Velta Gray Line á árinu 2016 hafi numið 3,9 milljörðum króna og EBITDA hafi verið 0,2 milljarðar króna. Gert er ráð fyrir að heildarvelta sameinaðs félags á árinu 2017 verði tæplega 18 milljarðar króna. „Fyrirtækin hafa átt gott samstarf um árabil en hafa sérhæft sig með mismunandi hætti innan ferðaþjónustunnar“ segir í tilkynningunni.Góð tækifæri til markaðssetningar Björgólfur Jóhannsson, forstjóri Icelandair Group og stjórnarformaður Iceland Travel segir í tilkynningunni að sameining félaganna sé afar jákvætt skref og styrki reksturinn til lengri tíma litið. „Bæði fyrirtæki eru í fremstu röð í íslenskri ferðaþjónustu og sameiningin gerir þeim kleift að veita viðskiptavinum enn betri þjónustu. Samkeppnin á markaðnum er mikil og Ísland og íslensk fyrirtæki eiga í harðri alþjóðlegri samkeppni. Það er því afar mikilvægt að rekstrareiningar séu hagkvæmar og að fyrirtækin leiti allra leiða til að straumlínulaga rekstur sinn. Sameinað félag nær sem heild yfir stærri hluta af virðiskeðjunni í ferðaþjónustu en félögin sem einingar gerðu áður. Því fylgja áhugaverð tækifæri til áframhaldandi þróunar, enda víða spennandi hlutir að gerast í íslenskri ferðaþjónustu,“ segir Björgólfur. Haft er eftir Þóri Garðarssyni, stjórnarformanni Gray Line að sameining félaganna gefi þeim góð tækifæri til að halda áfram að markaðssetja Ísland sem áfangastað og þróa þjónustu og afþreyingu fyrir ferðamenn, ekki síst á landsbyggðinni. „Það er mikil gerjun í íslenskri ferðaþjónustu og nauðsynlegt að fyrirtækin leggi áherslu á að uppfylla þær kröfur sem erlendir ferðamenn gera. Sameining fyrirtækjanna skapar sterkari stöðu til að uppfylla væntingar viðskiptavina og stuðla þannig að því að viðhalda góðu orðspori ferðaþjónustunnar,“ segir Þórir. Mest lesið 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Viðskipti innlent Stækka Smárabíó og bæta við þrettán veitingastöðum í Smáralind Viðskipti innlent Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Viðskipti innlent Eldrauður dagur í Kauphöllinni Viðskipti innlent Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Viðskipti erlent Innkalla baunasúpu rétt í tæka tíð Neytendur Neytendastofa sektar þrjár verslanir vegna nikótínauglýsinga Neytendur „Þetta verður bara heiðarlegur bisness, ég nenni engu kjaftæði“ Viðskipti innlent Sérfræðingur í gervigreind til KPMG Viðskipti innlent Gunnar tekur við af Hálfdáni hjá Örnu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eldrauður dagur í Kauphöllinni Bein útsending: Ársfundur Landsvirkjunar Stækka Smárabíó og bæta við þrettán veitingastöðum í Smáralind Gunnar tekur við af Hálfdáni hjá Örnu 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Sérfræðingur í gervigreind til KPMG Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Skattar á áfengi hæstir á Íslandi Stefna á Coda stöð við Húsavík Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Tveir af hverjum þremur andvígir sameiningu bankanna Skella sér í sósur og ís fyrir fjóra milljarða Virða niðurstöðu Íslandsbanka „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Íslandsbanki afþakkar boð Arion um samrunaviðræður Forstjóri ÁTVR lætur af störfum Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman Misstu þrjá dróna í gosið við tökur á sýningunni Nýjar verðbólgutölur gefa von um hraðari lækkun vaxta Björn hvergi af baki dottinn í milljarðadeilu Verðbólga 4,2 prósent og ekki minni í fjögur ár Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Sjá meira
Icelandair Group mun eignast 70% í sameinuðu félagi Iceland Travel ehf. og Allrahanda GL ehf. sem er leyfishafi hópferðafyrirtækisins Gray Line Worldwide á Íslandi. Í tilkynningu til Kauphallarinnar nú í morgun kemur fram að samkomulag hafi náðst um sameiningu Iceland Travel og Allrahanda. Icelandair muni eiga 70% sem fyrr segir og hin 30% verða í eigu stofnenda Allrahanda og Akurs fjárfesting slhf. Yfirstjórn og rekstur félaganna er sögð í tilkynningunni verða sameinuð en að þjónusta verið áfram veitt undir sömu vörumerkjum og áður. Sameiningin er gerð með fyrirvara um niðurstöður áreiðanleikakannana og samþykki eftirlitsaðila. Fram kemur í tilkynningunni að Velta Gray Line á árinu 2016 hafi numið 3,9 milljörðum króna og EBITDA hafi verið 0,2 milljarðar króna. Gert er ráð fyrir að heildarvelta sameinaðs félags á árinu 2017 verði tæplega 18 milljarðar króna. „Fyrirtækin hafa átt gott samstarf um árabil en hafa sérhæft sig með mismunandi hætti innan ferðaþjónustunnar“ segir í tilkynningunni.Góð tækifæri til markaðssetningar Björgólfur Jóhannsson, forstjóri Icelandair Group og stjórnarformaður Iceland Travel segir í tilkynningunni að sameining félaganna sé afar jákvætt skref og styrki reksturinn til lengri tíma litið. „Bæði fyrirtæki eru í fremstu röð í íslenskri ferðaþjónustu og sameiningin gerir þeim kleift að veita viðskiptavinum enn betri þjónustu. Samkeppnin á markaðnum er mikil og Ísland og íslensk fyrirtæki eiga í harðri alþjóðlegri samkeppni. Það er því afar mikilvægt að rekstrareiningar séu hagkvæmar og að fyrirtækin leiti allra leiða til að straumlínulaga rekstur sinn. Sameinað félag nær sem heild yfir stærri hluta af virðiskeðjunni í ferðaþjónustu en félögin sem einingar gerðu áður. Því fylgja áhugaverð tækifæri til áframhaldandi þróunar, enda víða spennandi hlutir að gerast í íslenskri ferðaþjónustu,“ segir Björgólfur. Haft er eftir Þóri Garðarssyni, stjórnarformanni Gray Line að sameining félaganna gefi þeim góð tækifæri til að halda áfram að markaðssetja Ísland sem áfangastað og þróa þjónustu og afþreyingu fyrir ferðamenn, ekki síst á landsbyggðinni. „Það er mikil gerjun í íslenskri ferðaþjónustu og nauðsynlegt að fyrirtækin leggi áherslu á að uppfylla þær kröfur sem erlendir ferðamenn gera. Sameining fyrirtækjanna skapar sterkari stöðu til að uppfylla væntingar viðskiptavina og stuðla þannig að því að viðhalda góðu orðspori ferðaþjónustunnar,“ segir Þórir.
Mest lesið 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Viðskipti innlent Stækka Smárabíó og bæta við þrettán veitingastöðum í Smáralind Viðskipti innlent Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Viðskipti innlent Eldrauður dagur í Kauphöllinni Viðskipti innlent Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Viðskipti erlent Innkalla baunasúpu rétt í tæka tíð Neytendur Neytendastofa sektar þrjár verslanir vegna nikótínauglýsinga Neytendur „Þetta verður bara heiðarlegur bisness, ég nenni engu kjaftæði“ Viðskipti innlent Sérfræðingur í gervigreind til KPMG Viðskipti innlent Gunnar tekur við af Hálfdáni hjá Örnu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eldrauður dagur í Kauphöllinni Bein útsending: Ársfundur Landsvirkjunar Stækka Smárabíó og bæta við þrettán veitingastöðum í Smáralind Gunnar tekur við af Hálfdáni hjá Örnu 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Sérfræðingur í gervigreind til KPMG Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Skattar á áfengi hæstir á Íslandi Stefna á Coda stöð við Húsavík Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Tveir af hverjum þremur andvígir sameiningu bankanna Skella sér í sósur og ís fyrir fjóra milljarða Virða niðurstöðu Íslandsbanka „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Íslandsbanki afþakkar boð Arion um samrunaviðræður Forstjóri ÁTVR lætur af störfum Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman Misstu þrjá dróna í gosið við tökur á sýningunni Nýjar verðbólgutölur gefa von um hraðari lækkun vaxta Björn hvergi af baki dottinn í milljarðadeilu Verðbólga 4,2 prósent og ekki minni í fjögur ár Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Sjá meira