Iceland Travel og Gray Line sameinast Stefán Ó. Jónsson skrifar 9. ágúst 2017 08:30 Gray Line sérhæfir sig í hverskyns fólksflutningum. Þessi mynd er tekin úr einni norðurljósaferð fyrirtækisins. Vísir/ernir Icelandair Group mun eignast 70% í sameinuðu félagi Iceland Travel ehf. og Allrahanda GL ehf. sem er leyfishafi hópferðafyrirtækisins Gray Line Worldwide á Íslandi. Í tilkynningu til Kauphallarinnar nú í morgun kemur fram að samkomulag hafi náðst um sameiningu Iceland Travel og Allrahanda. Icelandair muni eiga 70% sem fyrr segir og hin 30% verða í eigu stofnenda Allrahanda og Akurs fjárfesting slhf. Yfirstjórn og rekstur félaganna er sögð í tilkynningunni verða sameinuð en að þjónusta verið áfram veitt undir sömu vörumerkjum og áður. Sameiningin er gerð með fyrirvara um niðurstöður áreiðanleikakannana og samþykki eftirlitsaðila. Fram kemur í tilkynningunni að Velta Gray Line á árinu 2016 hafi numið 3,9 milljörðum króna og EBITDA hafi verið 0,2 milljarðar króna. Gert er ráð fyrir að heildarvelta sameinaðs félags á árinu 2017 verði tæplega 18 milljarðar króna. „Fyrirtækin hafa átt gott samstarf um árabil en hafa sérhæft sig með mismunandi hætti innan ferðaþjónustunnar“ segir í tilkynningunni.Góð tækifæri til markaðssetningar Björgólfur Jóhannsson, forstjóri Icelandair Group og stjórnarformaður Iceland Travel segir í tilkynningunni að sameining félaganna sé afar jákvætt skref og styrki reksturinn til lengri tíma litið. „Bæði fyrirtæki eru í fremstu röð í íslenskri ferðaþjónustu og sameiningin gerir þeim kleift að veita viðskiptavinum enn betri þjónustu. Samkeppnin á markaðnum er mikil og Ísland og íslensk fyrirtæki eiga í harðri alþjóðlegri samkeppni. Það er því afar mikilvægt að rekstrareiningar séu hagkvæmar og að fyrirtækin leiti allra leiða til að straumlínulaga rekstur sinn. Sameinað félag nær sem heild yfir stærri hluta af virðiskeðjunni í ferðaþjónustu en félögin sem einingar gerðu áður. Því fylgja áhugaverð tækifæri til áframhaldandi þróunar, enda víða spennandi hlutir að gerast í íslenskri ferðaþjónustu,“ segir Björgólfur. Haft er eftir Þóri Garðarssyni, stjórnarformanni Gray Line að sameining félaganna gefi þeim góð tækifæri til að halda áfram að markaðssetja Ísland sem áfangastað og þróa þjónustu og afþreyingu fyrir ferðamenn, ekki síst á landsbyggðinni. „Það er mikil gerjun í íslenskri ferðaþjónustu og nauðsynlegt að fyrirtækin leggi áherslu á að uppfylla þær kröfur sem erlendir ferðamenn gera. Sameining fyrirtækjanna skapar sterkari stöðu til að uppfylla væntingar viðskiptavina og stuðla þannig að því að viðhalda góðu orðspori ferðaþjónustunnar,“ segir Þórir. Mest lesið Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Viðskipti innlent Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Viðskipti innlent Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur Birgir hættir hjá Skaga Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Birgir hættir hjá Skaga Valdimar Sveinsson hlaut Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Heildarfjöldi farþega 4,7 milljónir í fyrra Spá 50 punkta lækkun stýrivaxta Átján tilnefningar til UT-verðlauna Skýs Bein útsending: Fjármálaþjónusta framtíðarinnar Rannveig kjörin heiðursfélagi Icelandair hefur flug til Miami Verðbólga mjakast niður á við Ráðin fræðslustjóri Samkaupa Láta af óheimilli ríkisaðstoð við Sorpu Markaðurinn væntir vaxtalækkana Spá þriggja prósenta verðbólgu á næsta ári Breytingar hjá Arctic Adventures með nýju skipuriti Kolefnisförgunarstöð metin með hagsmuni íbúa að leiðarljósi Hæstiréttur tekur deilur Vinnslustöðvarinnar og ríkisins fyrir Nýir forstöðumenn hjá Motus Landsbankinn sé „svo sannarlega“ enn banki allra landsmanna Hallur Flosa rekstrarstjóri prentlausna hjá OK Telur furðulegt að „banki allra landsmanna“ veiti ekki íbúðalán í dreifbýli Berglind Una ný forstöðukona Digital Labs hjá Origo Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Sjá meira
Icelandair Group mun eignast 70% í sameinuðu félagi Iceland Travel ehf. og Allrahanda GL ehf. sem er leyfishafi hópferðafyrirtækisins Gray Line Worldwide á Íslandi. Í tilkynningu til Kauphallarinnar nú í morgun kemur fram að samkomulag hafi náðst um sameiningu Iceland Travel og Allrahanda. Icelandair muni eiga 70% sem fyrr segir og hin 30% verða í eigu stofnenda Allrahanda og Akurs fjárfesting slhf. Yfirstjórn og rekstur félaganna er sögð í tilkynningunni verða sameinuð en að þjónusta verið áfram veitt undir sömu vörumerkjum og áður. Sameiningin er gerð með fyrirvara um niðurstöður áreiðanleikakannana og samþykki eftirlitsaðila. Fram kemur í tilkynningunni að Velta Gray Line á árinu 2016 hafi numið 3,9 milljörðum króna og EBITDA hafi verið 0,2 milljarðar króna. Gert er ráð fyrir að heildarvelta sameinaðs félags á árinu 2017 verði tæplega 18 milljarðar króna. „Fyrirtækin hafa átt gott samstarf um árabil en hafa sérhæft sig með mismunandi hætti innan ferðaþjónustunnar“ segir í tilkynningunni.Góð tækifæri til markaðssetningar Björgólfur Jóhannsson, forstjóri Icelandair Group og stjórnarformaður Iceland Travel segir í tilkynningunni að sameining félaganna sé afar jákvætt skref og styrki reksturinn til lengri tíma litið. „Bæði fyrirtæki eru í fremstu röð í íslenskri ferðaþjónustu og sameiningin gerir þeim kleift að veita viðskiptavinum enn betri þjónustu. Samkeppnin á markaðnum er mikil og Ísland og íslensk fyrirtæki eiga í harðri alþjóðlegri samkeppni. Það er því afar mikilvægt að rekstrareiningar séu hagkvæmar og að fyrirtækin leiti allra leiða til að straumlínulaga rekstur sinn. Sameinað félag nær sem heild yfir stærri hluta af virðiskeðjunni í ferðaþjónustu en félögin sem einingar gerðu áður. Því fylgja áhugaverð tækifæri til áframhaldandi þróunar, enda víða spennandi hlutir að gerast í íslenskri ferðaþjónustu,“ segir Björgólfur. Haft er eftir Þóri Garðarssyni, stjórnarformanni Gray Line að sameining félaganna gefi þeim góð tækifæri til að halda áfram að markaðssetja Ísland sem áfangastað og þróa þjónustu og afþreyingu fyrir ferðamenn, ekki síst á landsbyggðinni. „Það er mikil gerjun í íslenskri ferðaþjónustu og nauðsynlegt að fyrirtækin leggi áherslu á að uppfylla þær kröfur sem erlendir ferðamenn gera. Sameining fyrirtækjanna skapar sterkari stöðu til að uppfylla væntingar viðskiptavina og stuðla þannig að því að viðhalda góðu orðspori ferðaþjónustunnar,“ segir Þórir.
Mest lesið Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Viðskipti innlent Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Viðskipti innlent Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur Birgir hættir hjá Skaga Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Birgir hættir hjá Skaga Valdimar Sveinsson hlaut Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Heildarfjöldi farþega 4,7 milljónir í fyrra Spá 50 punkta lækkun stýrivaxta Átján tilnefningar til UT-verðlauna Skýs Bein útsending: Fjármálaþjónusta framtíðarinnar Rannveig kjörin heiðursfélagi Icelandair hefur flug til Miami Verðbólga mjakast niður á við Ráðin fræðslustjóri Samkaupa Láta af óheimilli ríkisaðstoð við Sorpu Markaðurinn væntir vaxtalækkana Spá þriggja prósenta verðbólgu á næsta ári Breytingar hjá Arctic Adventures með nýju skipuriti Kolefnisförgunarstöð metin með hagsmuni íbúa að leiðarljósi Hæstiréttur tekur deilur Vinnslustöðvarinnar og ríkisins fyrir Nýir forstöðumenn hjá Motus Landsbankinn sé „svo sannarlega“ enn banki allra landsmanna Hallur Flosa rekstrarstjóri prentlausna hjá OK Telur furðulegt að „banki allra landsmanna“ veiti ekki íbúðalán í dreifbýli Berglind Una ný forstöðukona Digital Labs hjá Origo Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Sjá meira