Trump „hæfileikaríkasti stjórnmálamaður okkar daga“ Kjartan Kjartansson skrifar 9. ágúst 2017 08:24 Stephen Miller fer ekki leynt með aðdáun sína á yfirmanni sínum, Donald Trump. Vísir/AFP Bandaríkjaforseti er ekki aðeins hæfileikaríkasti stjórnmálamaður samtímans heldur er hann besti ræðumaður til að gegna embætti forseta Bandaríkjanna í margar kynslóðir. Það er í það minnsta mat eins helsta stjórnmálaráðgjafa forsetans. Í viðtali við Fox News hóf Stephen Miller, aðalstjórnmálaráðgjafi Donalds Trump forseta, yfirmann sinn upp til himna. „Trump forseti er hæfileikaríkasti stjórnmálamaður okkar daga og hann er besti ræðumaður til að gegna því embætti í kynslóðir,“ sagði Miller. Ummæli Miller koma á sama tíma og Trump hefur verið gagnrýndur fyrir viðbrögð sín við kjarnorkubrölti Norður-Kóreumanna í gær. Þannig virtist Trump hóta stjórnvöldum í Pjongjang kjarnorkustríði þegar hann sagði tilbúinn að mæta þeim með „eldi og heift“ sem heimsbyggðin „hefði aldrei áður orðið vitni að“.Í myndbandinu sem fylgir tísti blaðamannsins Yashar Ali má sjá ummæli Miller við Fox News.WATCH: "Trump is the most gifted politician of our time. He's the best orator to hold that office in generations." pic.twitter.com/B9H4M6QbLm— Yashar Ali (@yashar) August 9, 2017 Trump leiðtogi „popúlískrar hreyfingar“ á heimsvísuMiller var þó hvergi nærri hættur í viðtali sínu við Fox News. Sagði hann Trump vera leiðtoga popúlískrar hreyfingar, ekki aðeins í Bandaríkjunum heldur á heimsvísu. Markmið hennar séu að lyfta upp vinnandi fólki, hvort sem það er svart, rómanskt eða hvítt. Miller þessi vakti einnig athygli í febrúar þegar hann mætti í umræðuþætti vestanhafs skömmu eftir að dómstólar höfðu stöðvað múslimabann ríkisstjórnar Trump. Þar sagði hann meðal annars að dómstólar hefðu tekið sér of mikið vald. Völd Trump forseta væru veruleg og að þau yrði ekki dregin í efa. Hann hefur verið nefndur sem eftirmaður Anthonys Scaramucci í stöðu samskiptastjóra Hvíta hússins. Stjórnaði Miller blaðamannafundi þar í síðustu viku þar sem hann lenti uppi á kant við fréttamann CNN. Deildu þeir meðal annars um ljóð sem er letrað á Frelsisstyttuna í New York og sakaði Miller fréttamanninn um að vera „heimsborgari“.Í myndbandi Washington Post hér fyrir neðan má sjá umdeild ummæli Miller um dómstóla og völd Trump forseta í febrúar. Donald Trump Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Fleiri fréttir Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Sjá meira
Bandaríkjaforseti er ekki aðeins hæfileikaríkasti stjórnmálamaður samtímans heldur er hann besti ræðumaður til að gegna embætti forseta Bandaríkjanna í margar kynslóðir. Það er í það minnsta mat eins helsta stjórnmálaráðgjafa forsetans. Í viðtali við Fox News hóf Stephen Miller, aðalstjórnmálaráðgjafi Donalds Trump forseta, yfirmann sinn upp til himna. „Trump forseti er hæfileikaríkasti stjórnmálamaður okkar daga og hann er besti ræðumaður til að gegna því embætti í kynslóðir,“ sagði Miller. Ummæli Miller koma á sama tíma og Trump hefur verið gagnrýndur fyrir viðbrögð sín við kjarnorkubrölti Norður-Kóreumanna í gær. Þannig virtist Trump hóta stjórnvöldum í Pjongjang kjarnorkustríði þegar hann sagði tilbúinn að mæta þeim með „eldi og heift“ sem heimsbyggðin „hefði aldrei áður orðið vitni að“.Í myndbandinu sem fylgir tísti blaðamannsins Yashar Ali má sjá ummæli Miller við Fox News.WATCH: "Trump is the most gifted politician of our time. He's the best orator to hold that office in generations." pic.twitter.com/B9H4M6QbLm— Yashar Ali (@yashar) August 9, 2017 Trump leiðtogi „popúlískrar hreyfingar“ á heimsvísuMiller var þó hvergi nærri hættur í viðtali sínu við Fox News. Sagði hann Trump vera leiðtoga popúlískrar hreyfingar, ekki aðeins í Bandaríkjunum heldur á heimsvísu. Markmið hennar séu að lyfta upp vinnandi fólki, hvort sem það er svart, rómanskt eða hvítt. Miller þessi vakti einnig athygli í febrúar þegar hann mætti í umræðuþætti vestanhafs skömmu eftir að dómstólar höfðu stöðvað múslimabann ríkisstjórnar Trump. Þar sagði hann meðal annars að dómstólar hefðu tekið sér of mikið vald. Völd Trump forseta væru veruleg og að þau yrði ekki dregin í efa. Hann hefur verið nefndur sem eftirmaður Anthonys Scaramucci í stöðu samskiptastjóra Hvíta hússins. Stjórnaði Miller blaðamannafundi þar í síðustu viku þar sem hann lenti uppi á kant við fréttamann CNN. Deildu þeir meðal annars um ljóð sem er letrað á Frelsisstyttuna í New York og sakaði Miller fréttamanninn um að vera „heimsborgari“.Í myndbandi Washington Post hér fyrir neðan má sjá umdeild ummæli Miller um dómstóla og völd Trump forseta í febrúar.
Donald Trump Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Fleiri fréttir Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Sjá meira