Fékk ekki að keppa vegna nóróveirusýkingar Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 9. ágúst 2017 10:00 Makwala eftir að hann kom í mark í undanúrslitum 400 m hlaupsins í London. Visir/Getty Ekkert varð af því að Botswana-maðurinn Isaac Makwala fengi að keppa í 400 m hlaupi á HM í frjálsum í London. Hann veiktist í aðdraganda keppninnar og var meinaður aðgangur að leikvanginum þegar hann reyndi að komast inn í gær. Sjá einnig: Magapest gengur um á hóteli íþróttamanna á HM í frjálsum Makwala er einn besti 400 m hlaupari heims og var einna líklegastur til að veita Wayde van Niekerk frá Suður-Afríku samkeppni um gullið. Van Niekerk vann gull í greininni í gærkvöldi og þurfti ekki að hafa mikið fyrir sigrinum. Forráðamenn Ólympíusambands Botswana voru ekki ánægðir með að Makwala hafi verið meinaður aðgangur í gær. Var það gert af ótta við smithættu en Makwala hafði greinst með nóróveirusýkingu. „Ég verð að treysta mínum læknum. Hlutverk mitt er að passa upp á heilsu allra íþróttamannanna hér. Þessi veira getur breiðst út afar hratt,“ sagði Pam Venning, yfirlæknir Alþjóðafrjálsíþróttasambandsins (IAAF), við BBC í gær. Fleira íþróttafólk hafði veikst og sagði hún að öll önnur keppnislið hefðu fylgt reglum um að þeir sem hefðu veikst ættu að vera í einangrun í 48 klukkustundir. Makwala hafði kastað upp aðeins fáeinum klukkustundum fyrir úrslitahlaupið í gærkvöldi, segir í fréttinni. Fulltrúar keppnisliðs Botswana fullyrtu í gær að þeir hefðu engar skýringar fengið af hverju Makwala fékk ekki að keppa. Enn fremur segja þeir að þeir hafi engin fyrirmæli fengið um að halda Makwala í einangrun og að þeir hafi fyrst heyrt af því að hann fengi ekki að keppa í gegnum fjölmiðla. Forráðamenn IAAF segja það rangt og að fulltrúar Makwala hafi fengið skýr skilaboð í gærkvöldi að hann myndi ekki fá heimild til að taka þátt í hlaupinu. Van Niekerk fagnaði gullinu sínu lítið þegar hann kom í mark í gær. Eftir keppnina harmaði hann ákvörðun IAAF að leyfa Makwala ekki að keppa. „Ég hefði mjög gjarnan viljað að hann hefði fengið tækifæri til að keppa. Ég tel að hann hefði staðið sig mjög vel. Ég vildi óska þess að ég gæti gefið honum medalíuna mína.“ Frjálsar íþróttir Mest lesið Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn Körfubolti TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Íslenski boltinn Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ Íslenski boltinn Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Körfubolti Þurftu að hætta keppni til að tryggja öryggi keppenda Sport Laugardalsvöllur tekur lit Fótbolti Mesta rúst í sögu NBA Körfubolti Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu Enski boltinn Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram Íslenski boltinn Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Þetta er hreinn og klár glæpur“ Fagnaði tvítugsafmæli í gær og lánaður til FH í dag „Létum hluti sem við stjórnum ekki fara of mikið í taugarnar á okkur“ Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Stærsti sigur KR á ÍA í deildarleik Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu Fór ekki í sturtu fyrr en sjö um morguninn eftir eitt erfiðasta tapið á ferlinum Vilja komast í mjúkinn hjá Bandaríkjaforseta með að gefa honum stórmót Laugardalsvöllur tekur lit Mesta rúst í sögu NBA Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn „Jæja Heimir, þú verður að hjálpa mér að enda þetta vel“ Draumur Brassa um Ancelotti að rætast Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Þurftu að hætta keppni til að tryggja öryggi keppenda Dagskráin í dag: PSG mætir á Emirates, Reykjavíkurslagur og allskonar „Stoltur af leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Stóðumst áhlaupin betur að þessu sinni“ Leeds sló eigið stigamet Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu „Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“ Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ „Treysti bara á að allt þetta fólk mæti“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins „Ekki áhyggjuefni, þetta var bara hörkuleikur“ Uppgjörið: Fram - Afturelding 3-0 | Mosfellingum kippt niður á jörðina Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs „Menn tala og tala en við erum bara með hörkulið“ Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 2-3 | Gott gengi Eyjamanna heldur áfram Sjá meira
Ekkert varð af því að Botswana-maðurinn Isaac Makwala fengi að keppa í 400 m hlaupi á HM í frjálsum í London. Hann veiktist í aðdraganda keppninnar og var meinaður aðgangur að leikvanginum þegar hann reyndi að komast inn í gær. Sjá einnig: Magapest gengur um á hóteli íþróttamanna á HM í frjálsum Makwala er einn besti 400 m hlaupari heims og var einna líklegastur til að veita Wayde van Niekerk frá Suður-Afríku samkeppni um gullið. Van Niekerk vann gull í greininni í gærkvöldi og þurfti ekki að hafa mikið fyrir sigrinum. Forráðamenn Ólympíusambands Botswana voru ekki ánægðir með að Makwala hafi verið meinaður aðgangur í gær. Var það gert af ótta við smithættu en Makwala hafði greinst með nóróveirusýkingu. „Ég verð að treysta mínum læknum. Hlutverk mitt er að passa upp á heilsu allra íþróttamannanna hér. Þessi veira getur breiðst út afar hratt,“ sagði Pam Venning, yfirlæknir Alþjóðafrjálsíþróttasambandsins (IAAF), við BBC í gær. Fleira íþróttafólk hafði veikst og sagði hún að öll önnur keppnislið hefðu fylgt reglum um að þeir sem hefðu veikst ættu að vera í einangrun í 48 klukkustundir. Makwala hafði kastað upp aðeins fáeinum klukkustundum fyrir úrslitahlaupið í gærkvöldi, segir í fréttinni. Fulltrúar keppnisliðs Botswana fullyrtu í gær að þeir hefðu engar skýringar fengið af hverju Makwala fékk ekki að keppa. Enn fremur segja þeir að þeir hafi engin fyrirmæli fengið um að halda Makwala í einangrun og að þeir hafi fyrst heyrt af því að hann fengi ekki að keppa í gegnum fjölmiðla. Forráðamenn IAAF segja það rangt og að fulltrúar Makwala hafi fengið skýr skilaboð í gærkvöldi að hann myndi ekki fá heimild til að taka þátt í hlaupinu. Van Niekerk fagnaði gullinu sínu lítið þegar hann kom í mark í gær. Eftir keppnina harmaði hann ákvörðun IAAF að leyfa Makwala ekki að keppa. „Ég hefði mjög gjarnan viljað að hann hefði fengið tækifæri til að keppa. Ég tel að hann hefði staðið sig mjög vel. Ég vildi óska þess að ég gæti gefið honum medalíuna mína.“
Frjálsar íþróttir Mest lesið Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn Körfubolti TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Íslenski boltinn Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ Íslenski boltinn Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Körfubolti Þurftu að hætta keppni til að tryggja öryggi keppenda Sport Laugardalsvöllur tekur lit Fótbolti Mesta rúst í sögu NBA Körfubolti Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu Enski boltinn Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram Íslenski boltinn Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Þetta er hreinn og klár glæpur“ Fagnaði tvítugsafmæli í gær og lánaður til FH í dag „Létum hluti sem við stjórnum ekki fara of mikið í taugarnar á okkur“ Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Stærsti sigur KR á ÍA í deildarleik Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu Fór ekki í sturtu fyrr en sjö um morguninn eftir eitt erfiðasta tapið á ferlinum Vilja komast í mjúkinn hjá Bandaríkjaforseta með að gefa honum stórmót Laugardalsvöllur tekur lit Mesta rúst í sögu NBA Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn „Jæja Heimir, þú verður að hjálpa mér að enda þetta vel“ Draumur Brassa um Ancelotti að rætast Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Þurftu að hætta keppni til að tryggja öryggi keppenda Dagskráin í dag: PSG mætir á Emirates, Reykjavíkurslagur og allskonar „Stoltur af leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Stóðumst áhlaupin betur að þessu sinni“ Leeds sló eigið stigamet Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu „Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“ Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ „Treysti bara á að allt þetta fólk mæti“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins „Ekki áhyggjuefni, þetta var bara hörkuleikur“ Uppgjörið: Fram - Afturelding 3-0 | Mosfellingum kippt niður á jörðina Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs „Menn tala og tala en við erum bara með hörkulið“ Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 2-3 | Gott gengi Eyjamanna heldur áfram Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins