Ekki pláss fyrir sjö feta mann í íslenska Eurobasket hópnum | 15 eftir í hópnum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 9. ágúst 2017 08:30 Ragnar Ágúst Nathanaelsson. Vísir/Ernir Íslenska körfuboltalandsliðið mun ekki tefla fram tveimur sjö feta mönnum á Evrópumótinu sem hefst í Helsinki í lok mánaðarins eins og einhverjir sáu kannski í hillingum. Craig Pedersen og aðstoðarþjálfarar hans Arnar Guðjónsson og Finnur Freyr Stefánsson fækkuðu í gærkvöldi um fjóra í æfingahópnum sínum fyrir Eurobasket. Einn af þeim sem datt út er hinn 218 sentímetra hái miðherji Ragnar Ágúst Nathanaelsson. Ragnar spilaði sem atvinnumaður á Spáni síðasta vetur en gekk til liðs við Njarðvík í sumar. Hinn 216 sentímetra hái Tryggvi Snær Hlinason er áfram í hópnum og möguleiki var því að tefla fram tveimur sjö feta leikmönnum á Eurobasket. Ragnar var með á Eurobasket fyrir tveimur árum en nú tekur Tryggvi væntanlega við hans stöðu í liðinu. Ragnar er ekki eini tveggja metra miðherji íslenska liðsins sem datt út úr hópnum því Sigurður Gunnar Þorsteinsson verður heldur ekki meira með liðinu í sumar. Hinir tveir sem hafa lokið þátttöku sinni í verkefnum sumarsins eru ungu strákarnir Kári Jónsson og Kristinn Pálsson. Fjölmargir íslenskir landsliðsþjálfarar hafa í gegnum tíðina kvartað mikið yfir skort á hæð í landsverkefnum og það er því vissulega athyglisvert að það sé ekki pláss fyrir 218 sentímetra mann í Eurobasket hópnum í ár. Ragnar og Tryggvi hafa verið í kringum landsliðið síðustu ár en hafa engu að síður aðeins spilað einn A-landsleik saman. Sá leikur var í æfingamóti í Austurríki í ágúst í fyrra. Síðan þá hafa þeir aldrei verið báðir í hópnum í landsleik og það mátti því lesa úr því að valið stæði alltaf á milli þeirra tveggja. Möguleikinn á að þeir færu báðir með var lítill sem enginn. Í morgun hélt íslenska karlalandsliðið í körfuknattleik í æfingaferð til Rússlands. Rússneska körfuknattleikssambandið hefur boðið liðinu að taka þátt í móti sem fram fer í borginni Kazan, sem er í um 720 km. fjarlægð austur af Moskvu. Mótið er fjögurra landa mót, sem er liður í undirbúningi liðanna sem taka þátt, fyrir lokamót EM, EuroBasket 2017.Liðin sem taka þátt auk Rússlands og Íslands eru lið Þýskalands og Ungverjalands. Landsliðsþjálfararnir völdu fjórtán menn i ferðina af þeim fimmtán sem eru enn í æfingahópnum en Axel Kárason er sá sem kemur til æfinga með hópnum á ný við heimkomuna.Þeir leikmenn sem fara til Rússlands eru eftirfarandi: 1 Martin Hermannsson Bakvörður 3 Ægir Þór Steinarsson Bakvörður 6 Kristófer Acox Framherji 8 Hlynur Bæringsson Miðherji 9 Jón Arnór Stefánsson Bakvörður 10 Elvar Már Friðriksson Bakvörður 12 Sigtryggur Arnar Björnsson Bakvörður 13 Hörður Axel Vilhjálmsson Bakvörður 14 Logi Gunnarsson Bakvörður 15 Pavel Ermolinskij Framherji 21 Ólafur Ólafsson Framherji 24 Haukur Helgi Pálsson Framherji 34 Tryggvi Snær Hlinason Miðherji 88 Brynjar Þór Björnsson Bakvörður EM 2017 í Finnlandi Mest lesið Fyrrum vonarstjarna Rússa lést á víglínunni í Úkraínu Fótbolti Slapp við annað gula spjaldið og var hetja Tottenahm stuttu síðar Enski boltinn Gæti mætt mömmu sinni á EM Sport Van Dijk: Átti augljóslega að vera hans annað gula spjald Enski boltinn Stalst í síma liðsfélaga og tók sjötíu sjálfur Körfubolti „Ég mun vera með þetta út ferilinn minn, bara fyrir þig“ Körfubolti Breska frjálsíþróttasambandið ákært fyrir manndráp Sport Dagskráin: Bónus deild karla í körfu í aðalhlutverki Sport „Vonandi eitthvað til að byggja á í Evrópuleiknum“ Handbolti „Vonandi náum við að stækka hópinn og gera magnaða hluti í vor” Körfubolti Fleiri fréttir Stalst í síma liðsfélaga og tók sjötíu sjálfur „Ég mun vera með þetta út ferilinn minn, bara fyrir þig“ Uppgjör og viðtöl: Þór Ak.-Keflavík 109-87 | Þórskonur áfram í stuði á heimavelli „Vonandi náum við að stækka hópinn og gera magnaða hluti í vor” Fóru í leikinn Hvar spilar hann? Skoraði ótrúlega sigurkörfu fyrir aftan miðju Öskraði í miðju vítaskoti „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ „Kannski bara ágætt að tapa einum og ná jarðtengingu“ Uppgjörið: Valur - Tindastóll 73-64 | Valskonur kældu Stólana niður Uppgjör og viðtöl: Njarðvík - Haukar 75-82 | Haukakonur juku forskotið „Við lokuðum á allt sem þær reyndu að koma með í endann“ Sjötíu daga bið lengist enn eftir frábæra endurkomu Hamars/Þórs Misstu Kolbrúnu meidda af velli en tókst samt að enda taphrinuna Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Mætti í körfuboltakjól á hliðarlínuna Medina með rosatölur þegar Hamar vann toppliðið Körfuboltakvöld: Geta Tindastólstelpurnar orðið Íslandsmeistarar? „Er þetta einn af þreyttustu leikmönnunum í NBA?“ Hrafn frá KR í Stjörnuna Unnu fimmtánda leikinn í röð þegar meistararnir komu í heimsókn Njarðvík á að stefna á þann stóra Körfuboltakvöld. Framlenging 12. umferðar Uppgjörið: Keflavík - Valur 77-65 | Anna Ingunn reyndist Keflavík dýrmæt á ögurstundu Aðallega þeir tveir sem við erum að spenntir að fá inn í þetta Uppgjörið: Valur - Stjarnan 83-79 | Nokkuð óvæntur sigur heimamanna Martin glímir við meiðsli í hásin Allt er fertugum LeBron fært „Þetta er það sem gerir þá öðruvísi en önnur lið“ Sjá meira
Íslenska körfuboltalandsliðið mun ekki tefla fram tveimur sjö feta mönnum á Evrópumótinu sem hefst í Helsinki í lok mánaðarins eins og einhverjir sáu kannski í hillingum. Craig Pedersen og aðstoðarþjálfarar hans Arnar Guðjónsson og Finnur Freyr Stefánsson fækkuðu í gærkvöldi um fjóra í æfingahópnum sínum fyrir Eurobasket. Einn af þeim sem datt út er hinn 218 sentímetra hái miðherji Ragnar Ágúst Nathanaelsson. Ragnar spilaði sem atvinnumaður á Spáni síðasta vetur en gekk til liðs við Njarðvík í sumar. Hinn 216 sentímetra hái Tryggvi Snær Hlinason er áfram í hópnum og möguleiki var því að tefla fram tveimur sjö feta leikmönnum á Eurobasket. Ragnar var með á Eurobasket fyrir tveimur árum en nú tekur Tryggvi væntanlega við hans stöðu í liðinu. Ragnar er ekki eini tveggja metra miðherji íslenska liðsins sem datt út úr hópnum því Sigurður Gunnar Þorsteinsson verður heldur ekki meira með liðinu í sumar. Hinir tveir sem hafa lokið þátttöku sinni í verkefnum sumarsins eru ungu strákarnir Kári Jónsson og Kristinn Pálsson. Fjölmargir íslenskir landsliðsþjálfarar hafa í gegnum tíðina kvartað mikið yfir skort á hæð í landsverkefnum og það er því vissulega athyglisvert að það sé ekki pláss fyrir 218 sentímetra mann í Eurobasket hópnum í ár. Ragnar og Tryggvi hafa verið í kringum landsliðið síðustu ár en hafa engu að síður aðeins spilað einn A-landsleik saman. Sá leikur var í æfingamóti í Austurríki í ágúst í fyrra. Síðan þá hafa þeir aldrei verið báðir í hópnum í landsleik og það mátti því lesa úr því að valið stæði alltaf á milli þeirra tveggja. Möguleikinn á að þeir færu báðir með var lítill sem enginn. Í morgun hélt íslenska karlalandsliðið í körfuknattleik í æfingaferð til Rússlands. Rússneska körfuknattleikssambandið hefur boðið liðinu að taka þátt í móti sem fram fer í borginni Kazan, sem er í um 720 km. fjarlægð austur af Moskvu. Mótið er fjögurra landa mót, sem er liður í undirbúningi liðanna sem taka þátt, fyrir lokamót EM, EuroBasket 2017.Liðin sem taka þátt auk Rússlands og Íslands eru lið Þýskalands og Ungverjalands. Landsliðsþjálfararnir völdu fjórtán menn i ferðina af þeim fimmtán sem eru enn í æfingahópnum en Axel Kárason er sá sem kemur til æfinga með hópnum á ný við heimkomuna.Þeir leikmenn sem fara til Rússlands eru eftirfarandi: 1 Martin Hermannsson Bakvörður 3 Ægir Þór Steinarsson Bakvörður 6 Kristófer Acox Framherji 8 Hlynur Bæringsson Miðherji 9 Jón Arnór Stefánsson Bakvörður 10 Elvar Már Friðriksson Bakvörður 12 Sigtryggur Arnar Björnsson Bakvörður 13 Hörður Axel Vilhjálmsson Bakvörður 14 Logi Gunnarsson Bakvörður 15 Pavel Ermolinskij Framherji 21 Ólafur Ólafsson Framherji 24 Haukur Helgi Pálsson Framherji 34 Tryggvi Snær Hlinason Miðherji 88 Brynjar Þór Björnsson Bakvörður
EM 2017 í Finnlandi Mest lesið Fyrrum vonarstjarna Rússa lést á víglínunni í Úkraínu Fótbolti Slapp við annað gula spjaldið og var hetja Tottenahm stuttu síðar Enski boltinn Gæti mætt mömmu sinni á EM Sport Van Dijk: Átti augljóslega að vera hans annað gula spjald Enski boltinn Stalst í síma liðsfélaga og tók sjötíu sjálfur Körfubolti „Ég mun vera með þetta út ferilinn minn, bara fyrir þig“ Körfubolti Breska frjálsíþróttasambandið ákært fyrir manndráp Sport Dagskráin: Bónus deild karla í körfu í aðalhlutverki Sport „Vonandi eitthvað til að byggja á í Evrópuleiknum“ Handbolti „Vonandi náum við að stækka hópinn og gera magnaða hluti í vor” Körfubolti Fleiri fréttir Stalst í síma liðsfélaga og tók sjötíu sjálfur „Ég mun vera með þetta út ferilinn minn, bara fyrir þig“ Uppgjör og viðtöl: Þór Ak.-Keflavík 109-87 | Þórskonur áfram í stuði á heimavelli „Vonandi náum við að stækka hópinn og gera magnaða hluti í vor” Fóru í leikinn Hvar spilar hann? Skoraði ótrúlega sigurkörfu fyrir aftan miðju Öskraði í miðju vítaskoti „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ „Kannski bara ágætt að tapa einum og ná jarðtengingu“ Uppgjörið: Valur - Tindastóll 73-64 | Valskonur kældu Stólana niður Uppgjör og viðtöl: Njarðvík - Haukar 75-82 | Haukakonur juku forskotið „Við lokuðum á allt sem þær reyndu að koma með í endann“ Sjötíu daga bið lengist enn eftir frábæra endurkomu Hamars/Þórs Misstu Kolbrúnu meidda af velli en tókst samt að enda taphrinuna Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Mætti í körfuboltakjól á hliðarlínuna Medina með rosatölur þegar Hamar vann toppliðið Körfuboltakvöld: Geta Tindastólstelpurnar orðið Íslandsmeistarar? „Er þetta einn af þreyttustu leikmönnunum í NBA?“ Hrafn frá KR í Stjörnuna Unnu fimmtánda leikinn í röð þegar meistararnir komu í heimsókn Njarðvík á að stefna á þann stóra Körfuboltakvöld. Framlenging 12. umferðar Uppgjörið: Keflavík - Valur 77-65 | Anna Ingunn reyndist Keflavík dýrmæt á ögurstundu Aðallega þeir tveir sem við erum að spenntir að fá inn í þetta Uppgjörið: Valur - Stjarnan 83-79 | Nokkuð óvæntur sigur heimamanna Martin glímir við meiðsli í hásin Allt er fertugum LeBron fært „Þetta er það sem gerir þá öðruvísi en önnur lið“ Sjá meira