Íslenski boltinn

Heimir: Óli Jó fann upp barnasálfræðina í íslenskri knattspyrnu

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Heimir Guðjónsson, þjálfari FH.
Heimir Guðjónsson, þjálfari FH. Vísir/Stefán
„Þetta var úrslitaleikur fyrir okkur og það eru bara úrslitaleikir eftir hjá okkur í öllum þeim mótum sem við erum í. Mér fannst við spila virkilega vel í þessum leik og á löngum köflum var bara eitt lið á vellinum,“ sagði Heimir.

Hann hefur áður talað um það að það hafi vantað ákveðinn kraft í lið FH en hann var til staðar í kvöld. „Við höfum ekki verið að spila eins vel og við hefðum viljað. En það var frábært hugarfar í þessum leik. Menn voru tilbúnir að hlaupa mikið og hjálpa hverjum öðrum og þá gerast yfirleitt góðir hlutir.“

Heimir segir að þrátt fyrir úrslit kvöldsins hafi Valsmenn hlutina í sínum höndum og séu líklegastir til að klára þetta. „Við vildum í kvöld sýna okkar fólki að við getum spilað vel. En þetta er nánast í húsi hjá Val.“

Heimir „kastaði inn handklæðinu“ eftir 0-0 jafntefli við KA á laugardag en fyrir leik kallaði Ólafur Jóhannesson, þjálfari Vals, það 101 sálfræði.

„Óli Jó hlýtur að vita það að hann er maðurinn sem fann upp barnasálfræðina í íslenskri knattspyrnu.“


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×