Hvalirnir eru oft fólskulega pyntaðir til dauða Ole Anton Bieltvedt skrifar 9. ágúst 2017 06:00 Ýmsir virðast halda, að öll sjávardýr séu einföld dýr, eins og fiskar. Selir, höfrungar, hrefnur og hvalir meðtaldir. Þetta er auðvitað hin mesta firra; Öll eru þessi dýr háþróuð spendýr, í grundvallaratriðum sköpuð eins og við, mennirnir, og önnur landspendýr. Með háþróað skyn, greind og breitt tilfinningalíf. Meiðsli, áverkar og limlestingar valda þeim kvölum, nákvæmlega eins og okkur. Hvalir eru fílar úthafanna og selir hundar sjávarins. Á þýzku heitir selur „Seehund“. Skilningsleysi margra á eðli og stöðu sjávarspendýra – jafnvel hið vænsta fólk hefur litlar eða engar tilfinningu fyrir lífi, velferð og afkomu þeirra – opnar dyrnar fyrir á stundum hrikalegu dýraníði kaldrifjaðra veiðimanna. Dráp með sprengjuskutli Gera menn sér grein fyrir, hvað gerist hér? Veiðiskip eltir hrefnu eða hval, sem auðvitað reynir að forða sér. En dýrin geta ekki kafað endalaust og verða að koma upp til að draga andann. Sjaldnast er sléttur sjór. Oft rigning og slæmt skyggni. Hvalabyssan er ekki nákvæmt drápstól. Hvalurinn er á ferð, og oftast sést aðeins á bak hans eða sporð í örstutta stund. Skyttan tekur í gikkinn og sprengjuskutullinn borar sig inn í síðu eða bak hvalsins og springur þar. Tætir hold og líffæri dýrsins, oft án þess að drepa strax. Klær skutulsins spennast út og læsast í innyflum og holdi dýrsins. Hrikaleg átök hefjast, ef dýrið lifir skotið af. Það reynir að forða sér, gagntekið af heiftarlegum sársauka og kvölum, en veiðimenn setja spilið í gang til að „fanga bráðina“. Í skýrslu um dráp á 50 langreyðum frá 2014 kemur fram, að 8 dýranna háðu dauðastríð í allt að 15 óendanlegar kvalamínútur! Varð að skjóta þau með sprengjuskutli nr. 2 til að drepa þau endanlega. Skelfilegar aðfarir og ömurleg helganga! Brot á lögum nr. 55/2013 Í mínum huga eru þessar villimannlegu drápsaðfarir ekki aðeins skömm fyrir þá, sem að þeim standa, heldur einnig greinilegt brot á lögum um dýravelferð nr. 55/2013. Þar segir undir 21. gr.: „Aflífun:Dýr skulu aflífuð með skjótum og sársaukalausum hætti?…“ Er illskiljanlegt, að ekki skuli hafa reynt á þessa lagagrein við þessar veiðar hingað til. Verður nú úr þessu fálæti og afskiptaleysi stjórnvalda bætt. Verða hlutaðeigandi aðilar kærðir næstu daga. Í raun eru hvalveiðar smánarblettur á þeim þjóðum, sem þær stunda. Er illt, að við erum meðal þeirra. Hvað með landspendýrin? Hvernig fyndist fólki ef veiðimenn eltu uppi gíraffa eða nashyrninga á skutulstrukkum, skytu þá með sprengjuskutli í síðu eða bak og drægju þá svo hálfdauða og hálflifandi um holt og hæðir, mínútum saman. Eða, fíladráp með svipuðum hætti, þar sem verið væri að murka líftóruna úr dýrinu langtímunum saman. Gæti einhver hugsað sér, að verið væri að sarga líftóruna úr kind eða kálffullri kú mínútum saman!? Hrefnukýrnar, sem nú er verið að drepa á Faxaflóa, eru margar þungaðar, með nær fullgenginn kálf í kviðnum. Skv. ofangreindum lögum, gr. 2, er bannað að drepa slík fóstur. Hvala- og seladrápi verður að linna Við getum ekki flokkað okkur með siðmenntuðum þjóðum svo lengi sem við höldum áfram hvaladrápinu. Við verðum að losa okkur við þennan smánarblett og þvo blóðugar hendur okkar af þessu miskunnarlausa og tilgangslausa kvaladrápi. Það er ekki einu sinni neinn efnahagslegur grundvöllur fyrir þessum veiðum. Hvalur hf. situr á þúsundum tonna af óseldu hvalakjöti og IP-útgerð, sem stendur mest fyrir hrefnudrápinu, er rekin með milljóna tapi. Fyrir var búið að eyða og útrýma um 90% af hvalastofninum. Sama sagan er með blessaðan selinn. 1980 voru yfir 32.000 selir við landið. Nú eru þeir komnir í 7.000. Mörgum kópnum var drekkt í netum. Það er nóg komið af illu. Sláum nú botninn í þennan ljóta kafla.Höfundur er kaupsýslumaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ole Anton Bieltvedt Skoðun Mest lesið Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson Skoðun Áslaug Arna er leiðtoginn sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf Hafrún Kristjánsdóttir Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir Skoðun Halldór 22.02.2025 Halldór Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir Skoðun Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvort er meira í anda Sjálfstæðisflokksins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Áslaug Arna er leiðtoginn sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf Hafrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Aðgát skal höfð... Hildur Þöll Ágústsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sameinumst – stétt með stétt Sævar Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar Skoðun Á hlóðum Mennta- og barnamálaráðuneytisins Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Að verja friðinn Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 12 spor ríkisstjórnarinnar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Færni í nýsköpun krefst þjálfunar Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður áttar sig á gildi fullveldisins Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Töfrakista tækifæranna Hrefna Óskarsdóttir skrifar Skoðun Dómskerfið reynir að þegja alla gagnrýni á sig í hel Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsið er yndislegt þegar það hentar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Borgaralegt og hernaðarlegt Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunngildum Sólveig Anna Jónsdóttir skrifar Skoðun Samúð Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Allskonar núansar Lilja Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Íslensk framleiðsla á undanhaldi - hver græðir? Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Sjá meira
Ýmsir virðast halda, að öll sjávardýr séu einföld dýr, eins og fiskar. Selir, höfrungar, hrefnur og hvalir meðtaldir. Þetta er auðvitað hin mesta firra; Öll eru þessi dýr háþróuð spendýr, í grundvallaratriðum sköpuð eins og við, mennirnir, og önnur landspendýr. Með háþróað skyn, greind og breitt tilfinningalíf. Meiðsli, áverkar og limlestingar valda þeim kvölum, nákvæmlega eins og okkur. Hvalir eru fílar úthafanna og selir hundar sjávarins. Á þýzku heitir selur „Seehund“. Skilningsleysi margra á eðli og stöðu sjávarspendýra – jafnvel hið vænsta fólk hefur litlar eða engar tilfinningu fyrir lífi, velferð og afkomu þeirra – opnar dyrnar fyrir á stundum hrikalegu dýraníði kaldrifjaðra veiðimanna. Dráp með sprengjuskutli Gera menn sér grein fyrir, hvað gerist hér? Veiðiskip eltir hrefnu eða hval, sem auðvitað reynir að forða sér. En dýrin geta ekki kafað endalaust og verða að koma upp til að draga andann. Sjaldnast er sléttur sjór. Oft rigning og slæmt skyggni. Hvalabyssan er ekki nákvæmt drápstól. Hvalurinn er á ferð, og oftast sést aðeins á bak hans eða sporð í örstutta stund. Skyttan tekur í gikkinn og sprengjuskutullinn borar sig inn í síðu eða bak hvalsins og springur þar. Tætir hold og líffæri dýrsins, oft án þess að drepa strax. Klær skutulsins spennast út og læsast í innyflum og holdi dýrsins. Hrikaleg átök hefjast, ef dýrið lifir skotið af. Það reynir að forða sér, gagntekið af heiftarlegum sársauka og kvölum, en veiðimenn setja spilið í gang til að „fanga bráðina“. Í skýrslu um dráp á 50 langreyðum frá 2014 kemur fram, að 8 dýranna háðu dauðastríð í allt að 15 óendanlegar kvalamínútur! Varð að skjóta þau með sprengjuskutli nr. 2 til að drepa þau endanlega. Skelfilegar aðfarir og ömurleg helganga! Brot á lögum nr. 55/2013 Í mínum huga eru þessar villimannlegu drápsaðfarir ekki aðeins skömm fyrir þá, sem að þeim standa, heldur einnig greinilegt brot á lögum um dýravelferð nr. 55/2013. Þar segir undir 21. gr.: „Aflífun:Dýr skulu aflífuð með skjótum og sársaukalausum hætti?…“ Er illskiljanlegt, að ekki skuli hafa reynt á þessa lagagrein við þessar veiðar hingað til. Verður nú úr þessu fálæti og afskiptaleysi stjórnvalda bætt. Verða hlutaðeigandi aðilar kærðir næstu daga. Í raun eru hvalveiðar smánarblettur á þeim þjóðum, sem þær stunda. Er illt, að við erum meðal þeirra. Hvað með landspendýrin? Hvernig fyndist fólki ef veiðimenn eltu uppi gíraffa eða nashyrninga á skutulstrukkum, skytu þá með sprengjuskutli í síðu eða bak og drægju þá svo hálfdauða og hálflifandi um holt og hæðir, mínútum saman. Eða, fíladráp með svipuðum hætti, þar sem verið væri að murka líftóruna úr dýrinu langtímunum saman. Gæti einhver hugsað sér, að verið væri að sarga líftóruna úr kind eða kálffullri kú mínútum saman!? Hrefnukýrnar, sem nú er verið að drepa á Faxaflóa, eru margar þungaðar, með nær fullgenginn kálf í kviðnum. Skv. ofangreindum lögum, gr. 2, er bannað að drepa slík fóstur. Hvala- og seladrápi verður að linna Við getum ekki flokkað okkur með siðmenntuðum þjóðum svo lengi sem við höldum áfram hvaladrápinu. Við verðum að losa okkur við þennan smánarblett og þvo blóðugar hendur okkar af þessu miskunnarlausa og tilgangslausa kvaladrápi. Það er ekki einu sinni neinn efnahagslegur grundvöllur fyrir þessum veiðum. Hvalur hf. situr á þúsundum tonna af óseldu hvalakjöti og IP-útgerð, sem stendur mest fyrir hrefnudrápinu, er rekin með milljóna tapi. Fyrir var búið að eyða og útrýma um 90% af hvalastofninum. Sama sagan er með blessaðan selinn. 1980 voru yfir 32.000 selir við landið. Nú eru þeir komnir í 7.000. Mörgum kópnum var drekkt í netum. Það er nóg komið af illu. Sláum nú botninn í þennan ljóta kafla.Höfundur er kaupsýslumaður.
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir Skoðun
Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun
Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar
Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar
Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar
Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar
Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir Skoðun
Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun