Hvalirnir eru oft fólskulega pyntaðir til dauða Ole Anton Bieltvedt skrifar 9. ágúst 2017 06:00 Ýmsir virðast halda, að öll sjávardýr séu einföld dýr, eins og fiskar. Selir, höfrungar, hrefnur og hvalir meðtaldir. Þetta er auðvitað hin mesta firra; Öll eru þessi dýr háþróuð spendýr, í grundvallaratriðum sköpuð eins og við, mennirnir, og önnur landspendýr. Með háþróað skyn, greind og breitt tilfinningalíf. Meiðsli, áverkar og limlestingar valda þeim kvölum, nákvæmlega eins og okkur. Hvalir eru fílar úthafanna og selir hundar sjávarins. Á þýzku heitir selur „Seehund“. Skilningsleysi margra á eðli og stöðu sjávarspendýra – jafnvel hið vænsta fólk hefur litlar eða engar tilfinningu fyrir lífi, velferð og afkomu þeirra – opnar dyrnar fyrir á stundum hrikalegu dýraníði kaldrifjaðra veiðimanna. Dráp með sprengjuskutli Gera menn sér grein fyrir, hvað gerist hér? Veiðiskip eltir hrefnu eða hval, sem auðvitað reynir að forða sér. En dýrin geta ekki kafað endalaust og verða að koma upp til að draga andann. Sjaldnast er sléttur sjór. Oft rigning og slæmt skyggni. Hvalabyssan er ekki nákvæmt drápstól. Hvalurinn er á ferð, og oftast sést aðeins á bak hans eða sporð í örstutta stund. Skyttan tekur í gikkinn og sprengjuskutullinn borar sig inn í síðu eða bak hvalsins og springur þar. Tætir hold og líffæri dýrsins, oft án þess að drepa strax. Klær skutulsins spennast út og læsast í innyflum og holdi dýrsins. Hrikaleg átök hefjast, ef dýrið lifir skotið af. Það reynir að forða sér, gagntekið af heiftarlegum sársauka og kvölum, en veiðimenn setja spilið í gang til að „fanga bráðina“. Í skýrslu um dráp á 50 langreyðum frá 2014 kemur fram, að 8 dýranna háðu dauðastríð í allt að 15 óendanlegar kvalamínútur! Varð að skjóta þau með sprengjuskutli nr. 2 til að drepa þau endanlega. Skelfilegar aðfarir og ömurleg helganga! Brot á lögum nr. 55/2013 Í mínum huga eru þessar villimannlegu drápsaðfarir ekki aðeins skömm fyrir þá, sem að þeim standa, heldur einnig greinilegt brot á lögum um dýravelferð nr. 55/2013. Þar segir undir 21. gr.: „Aflífun:Dýr skulu aflífuð með skjótum og sársaukalausum hætti?…“ Er illskiljanlegt, að ekki skuli hafa reynt á þessa lagagrein við þessar veiðar hingað til. Verður nú úr þessu fálæti og afskiptaleysi stjórnvalda bætt. Verða hlutaðeigandi aðilar kærðir næstu daga. Í raun eru hvalveiðar smánarblettur á þeim þjóðum, sem þær stunda. Er illt, að við erum meðal þeirra. Hvað með landspendýrin? Hvernig fyndist fólki ef veiðimenn eltu uppi gíraffa eða nashyrninga á skutulstrukkum, skytu þá með sprengjuskutli í síðu eða bak og drægju þá svo hálfdauða og hálflifandi um holt og hæðir, mínútum saman. Eða, fíladráp með svipuðum hætti, þar sem verið væri að murka líftóruna úr dýrinu langtímunum saman. Gæti einhver hugsað sér, að verið væri að sarga líftóruna úr kind eða kálffullri kú mínútum saman!? Hrefnukýrnar, sem nú er verið að drepa á Faxaflóa, eru margar þungaðar, með nær fullgenginn kálf í kviðnum. Skv. ofangreindum lögum, gr. 2, er bannað að drepa slík fóstur. Hvala- og seladrápi verður að linna Við getum ekki flokkað okkur með siðmenntuðum þjóðum svo lengi sem við höldum áfram hvaladrápinu. Við verðum að losa okkur við þennan smánarblett og þvo blóðugar hendur okkar af þessu miskunnarlausa og tilgangslausa kvaladrápi. Það er ekki einu sinni neinn efnahagslegur grundvöllur fyrir þessum veiðum. Hvalur hf. situr á þúsundum tonna af óseldu hvalakjöti og IP-útgerð, sem stendur mest fyrir hrefnudrápinu, er rekin með milljóna tapi. Fyrir var búið að eyða og útrýma um 90% af hvalastofninum. Sama sagan er með blessaðan selinn. 1980 voru yfir 32.000 selir við landið. Nú eru þeir komnir í 7.000. Mörgum kópnum var drekkt í netum. Það er nóg komið af illu. Sláum nú botninn í þennan ljóta kafla.Höfundur er kaupsýslumaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ole Anton Bieltvedt Skoðun Mest lesið Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir Skoðun Halldór 18.01.2025 Halldór Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson skrifar Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Vinnum í lausnum Edda Sif Pind Aradóttir skrifar Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Frelsi til sölu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar Skoðun Leikskólakerfið á krossgötum: Gæði eða hraði? Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir skrifar Skoðun Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“ Rajan Parrikar skrifar Skoðun Dýr eiga skilið samúð og umhyggju Anna Berg Samúelsdóttir skrifar Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna skrifar Skoðun Gervigreind og markþjálfun: Samvinna eða samkeppni? Ásta Guðrún Guðbrandsdóttir skrifar Skoðun Bjarni Ben í þátíð Guðmundur Einarsson skrifar Skoðun Ísland og stórveldin Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ósvífin olíugjöld kynda undir verðbólgu Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Eru skattar og gjöld verðmætasköpun? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Hvað er græni veggurinn að reyna að segja okkur? Bjarki Gunnar Halldórsson skrifar Skoðun Sorg barna - Sektarkennd og samviskubit Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hvers vegna hafa Svíar ekki tekið upp evruna? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Górillur í postulínsbúð – Nýfrjálshyggjuklíkan tekur völdin Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Leikskólakerfið: Samfélagsgildi fram yfir hagnað Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hagræðing í ríkisrekstri: Heilræði fyrir nýja ríkisstjórn Ómar H. Kristmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Ögn um Vigdísarþætti Hallgrímur Helgi Helgason skrifar Sjá meira
Ýmsir virðast halda, að öll sjávardýr séu einföld dýr, eins og fiskar. Selir, höfrungar, hrefnur og hvalir meðtaldir. Þetta er auðvitað hin mesta firra; Öll eru þessi dýr háþróuð spendýr, í grundvallaratriðum sköpuð eins og við, mennirnir, og önnur landspendýr. Með háþróað skyn, greind og breitt tilfinningalíf. Meiðsli, áverkar og limlestingar valda þeim kvölum, nákvæmlega eins og okkur. Hvalir eru fílar úthafanna og selir hundar sjávarins. Á þýzku heitir selur „Seehund“. Skilningsleysi margra á eðli og stöðu sjávarspendýra – jafnvel hið vænsta fólk hefur litlar eða engar tilfinningu fyrir lífi, velferð og afkomu þeirra – opnar dyrnar fyrir á stundum hrikalegu dýraníði kaldrifjaðra veiðimanna. Dráp með sprengjuskutli Gera menn sér grein fyrir, hvað gerist hér? Veiðiskip eltir hrefnu eða hval, sem auðvitað reynir að forða sér. En dýrin geta ekki kafað endalaust og verða að koma upp til að draga andann. Sjaldnast er sléttur sjór. Oft rigning og slæmt skyggni. Hvalabyssan er ekki nákvæmt drápstól. Hvalurinn er á ferð, og oftast sést aðeins á bak hans eða sporð í örstutta stund. Skyttan tekur í gikkinn og sprengjuskutullinn borar sig inn í síðu eða bak hvalsins og springur þar. Tætir hold og líffæri dýrsins, oft án þess að drepa strax. Klær skutulsins spennast út og læsast í innyflum og holdi dýrsins. Hrikaleg átök hefjast, ef dýrið lifir skotið af. Það reynir að forða sér, gagntekið af heiftarlegum sársauka og kvölum, en veiðimenn setja spilið í gang til að „fanga bráðina“. Í skýrslu um dráp á 50 langreyðum frá 2014 kemur fram, að 8 dýranna háðu dauðastríð í allt að 15 óendanlegar kvalamínútur! Varð að skjóta þau með sprengjuskutli nr. 2 til að drepa þau endanlega. Skelfilegar aðfarir og ömurleg helganga! Brot á lögum nr. 55/2013 Í mínum huga eru þessar villimannlegu drápsaðfarir ekki aðeins skömm fyrir þá, sem að þeim standa, heldur einnig greinilegt brot á lögum um dýravelferð nr. 55/2013. Þar segir undir 21. gr.: „Aflífun:Dýr skulu aflífuð með skjótum og sársaukalausum hætti?…“ Er illskiljanlegt, að ekki skuli hafa reynt á þessa lagagrein við þessar veiðar hingað til. Verður nú úr þessu fálæti og afskiptaleysi stjórnvalda bætt. Verða hlutaðeigandi aðilar kærðir næstu daga. Í raun eru hvalveiðar smánarblettur á þeim þjóðum, sem þær stunda. Er illt, að við erum meðal þeirra. Hvað með landspendýrin? Hvernig fyndist fólki ef veiðimenn eltu uppi gíraffa eða nashyrninga á skutulstrukkum, skytu þá með sprengjuskutli í síðu eða bak og drægju þá svo hálfdauða og hálflifandi um holt og hæðir, mínútum saman. Eða, fíladráp með svipuðum hætti, þar sem verið væri að murka líftóruna úr dýrinu langtímunum saman. Gæti einhver hugsað sér, að verið væri að sarga líftóruna úr kind eða kálffullri kú mínútum saman!? Hrefnukýrnar, sem nú er verið að drepa á Faxaflóa, eru margar þungaðar, með nær fullgenginn kálf í kviðnum. Skv. ofangreindum lögum, gr. 2, er bannað að drepa slík fóstur. Hvala- og seladrápi verður að linna Við getum ekki flokkað okkur með siðmenntuðum þjóðum svo lengi sem við höldum áfram hvaladrápinu. Við verðum að losa okkur við þennan smánarblett og þvo blóðugar hendur okkar af þessu miskunnarlausa og tilgangslausa kvaladrápi. Það er ekki einu sinni neinn efnahagslegur grundvöllur fyrir þessum veiðum. Hvalur hf. situr á þúsundum tonna af óseldu hvalakjöti og IP-útgerð, sem stendur mest fyrir hrefnudrápinu, er rekin með milljóna tapi. Fyrir var búið að eyða og útrýma um 90% af hvalastofninum. Sama sagan er með blessaðan selinn. 1980 voru yfir 32.000 selir við landið. Nú eru þeir komnir í 7.000. Mörgum kópnum var drekkt í netum. Það er nóg komið af illu. Sláum nú botninn í þennan ljóta kafla.Höfundur er kaupsýslumaður.
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar
Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun