Móttaka flóttafólks á Íslandi; Eftirvænting eða örvænting? Árni Gunnarsson skrifar 8. ágúst 2017 06:00 Undanfarin ár hafa íslensk stjórnvöld boðið um 50 flóttamönnum til Íslands. Allt bendir til þess að í ár fái rúmlega 100 manns alþjóðlega vernd á Íslandi eftir hælisleit en í fyrra voru þeir 111. Meirihluti hælisleitenda sem hér fá stöðu sem flóttamenn hefur þannig komið á eigin vegum. Mikill munur er á móttöku þessara hópa. Kvótaflóttafólk fær margvíslegan stuðning fyrsta árið auk húsnæðis. Hið sama gildir ekki um flóttamenn sem koma sjálfir. Nýlega sömdu stjórnvöld við Rauða krossinn um stuðning við báða hópana, en enn er pottur brotinn. Eftir að hælisleitandi hefur fengið stöðu flóttamanns er honum vísað úr húsnæði sem Útlendingastofnun útvegaði. Tíminn til að standa á eigin fótum, finna vinnu og nýtt húsnæði fyrir sig og fjölskyldu sína er talinn í vikum. Eftir gleðina við að fá loksins leyfi til að búa hér eftir oft erfiða tíma tekur nöturlegt ástand við. Hér er húsaleiga efnalitlu fólki ofviða og ekkert húsaskjól að fá. Fjölskylda sem á sér engan samastað getur ekki leitað að atvinnu eða aðlagast nýju umhverfi. Afleiðingarnar eru beiskja og vonbrigði. Ástandið á húsnæðismarkaðnum kemur flatt upp á fólk og þrátt fyrir aðstoð við húsnæðisleit sem m.a. Rauði krossinn býður er árangurinn lítill og tiltrú nýrra íbúa á okkur hverfur. Örvænting er ekki góð tilfinning og vont þegar fyrsta upplifun nýrra íbúa er barátta við heimilisleysi. Orðspor okkar sem velmegunarþjóð og þjóð meðal þjóða er einnig í húfi. Líkt og aðrar þjóðir tökum við á móti fólki sem þarf að flýja heimaland sitt samkvæmt alþjóðlegum skuldbindingum. Þak yfir höfuðið er fyrsta skyldan sem þarf að uppfylla. Stefnuyfirlýsingar mega ekki vera orðin tóm, þá skapast væntingar sem bresta. Rauði krossinn hefur átt viðræður við stjórnvöld og vilji er til að finna ásættanlegar lausnir. Eftir um tvö ár verður vonandi komið betra jafnvægi framboðs og eftirspurnar, en fram að þeim tíma þarf að grípa til bráðabirgðaráðstafana. Skoða þarf allar leiðir því fólkið sem hingað leitar kemur með von í brjósti, tilbúið að hefja nýtt líf og gerast nýtir þjóðfélagsþegnar.Höfundur er formaður Rauða krossins í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Skoðun Mest lesið Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson Skoðun Áslaug Arna er leiðtoginn sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf Hafrún Kristjánsdóttir Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir Skoðun Halldór 22.02.2025 Halldór Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir Skoðun Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvort er meira í anda Sjálfstæðisflokksins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Áslaug Arna er leiðtoginn sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf Hafrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Aðgát skal höfð... Hildur Þöll Ágústsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sameinumst – stétt með stétt Sævar Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar Skoðun Á hlóðum Mennta- og barnamálaráðuneytisins Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Að verja friðinn Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 12 spor ríkisstjórnarinnar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Færni í nýsköpun krefst þjálfunar Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður áttar sig á gildi fullveldisins Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Töfrakista tækifæranna Hrefna Óskarsdóttir skrifar Skoðun Dómskerfið reynir að þegja alla gagnrýni á sig í hel Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsið er yndislegt þegar það hentar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Borgaralegt og hernaðarlegt Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunngildum Sólveig Anna Jónsdóttir skrifar Skoðun Samúð Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Allskonar núansar Lilja Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Íslensk framleiðsla á undanhaldi - hver græðir? Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Sjá meira
Undanfarin ár hafa íslensk stjórnvöld boðið um 50 flóttamönnum til Íslands. Allt bendir til þess að í ár fái rúmlega 100 manns alþjóðlega vernd á Íslandi eftir hælisleit en í fyrra voru þeir 111. Meirihluti hælisleitenda sem hér fá stöðu sem flóttamenn hefur þannig komið á eigin vegum. Mikill munur er á móttöku þessara hópa. Kvótaflóttafólk fær margvíslegan stuðning fyrsta árið auk húsnæðis. Hið sama gildir ekki um flóttamenn sem koma sjálfir. Nýlega sömdu stjórnvöld við Rauða krossinn um stuðning við báða hópana, en enn er pottur brotinn. Eftir að hælisleitandi hefur fengið stöðu flóttamanns er honum vísað úr húsnæði sem Útlendingastofnun útvegaði. Tíminn til að standa á eigin fótum, finna vinnu og nýtt húsnæði fyrir sig og fjölskyldu sína er talinn í vikum. Eftir gleðina við að fá loksins leyfi til að búa hér eftir oft erfiða tíma tekur nöturlegt ástand við. Hér er húsaleiga efnalitlu fólki ofviða og ekkert húsaskjól að fá. Fjölskylda sem á sér engan samastað getur ekki leitað að atvinnu eða aðlagast nýju umhverfi. Afleiðingarnar eru beiskja og vonbrigði. Ástandið á húsnæðismarkaðnum kemur flatt upp á fólk og þrátt fyrir aðstoð við húsnæðisleit sem m.a. Rauði krossinn býður er árangurinn lítill og tiltrú nýrra íbúa á okkur hverfur. Örvænting er ekki góð tilfinning og vont þegar fyrsta upplifun nýrra íbúa er barátta við heimilisleysi. Orðspor okkar sem velmegunarþjóð og þjóð meðal þjóða er einnig í húfi. Líkt og aðrar þjóðir tökum við á móti fólki sem þarf að flýja heimaland sitt samkvæmt alþjóðlegum skuldbindingum. Þak yfir höfuðið er fyrsta skyldan sem þarf að uppfylla. Stefnuyfirlýsingar mega ekki vera orðin tóm, þá skapast væntingar sem bresta. Rauði krossinn hefur átt viðræður við stjórnvöld og vilji er til að finna ásættanlegar lausnir. Eftir um tvö ár verður vonandi komið betra jafnvægi framboðs og eftirspurnar, en fram að þeim tíma þarf að grípa til bráðabirgðaráðstafana. Skoða þarf allar leiðir því fólkið sem hingað leitar kemur með von í brjósti, tilbúið að hefja nýtt líf og gerast nýtir þjóðfélagsþegnar.Höfundur er formaður Rauða krossins í Reykjavík.
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir Skoðun
Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun
Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar
Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar
Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar
Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar
Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir Skoðun
Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun