Með um 30 þúsund fylgjendur á Instagram: Íslenskt sveitalíf heillar Þórhildur Þorkelsdóttir skrifar 7. ágúst 2017 20:16 Pálína Axelsdóttir Njarðvík er fædd og uppalin í sveit, nánar til tekið á bænum Eystra-Geldingarholti. Instagram/farmlifeiceland Næstum 30 þúsund manns frá öllum heimshornum fylgjast með daglegu lífi á sveitabænum Eystra-Geldingaholti í Skeiða- og Gnúpverjahreppi í gegnum Instagram-síðuna Farm Life Iceland, sem ungur bóndi heldur úti. Hún segir vinsældir síðunnar hafa komið sér verulega á óvart. Pálína Axelsdóttir Njarðvík er fædd og uppalin í sveit, nánar til tekið á bænum Eystra-Geldingarholti. Hún er nú búsett í Reykjavík en nýtir hvert tækifæri til að fara í sveitina og sinna bústörfum með fjölskyldu sinni. Fyrir tveimur árum stofnaði hún Instagramreikning þar sem hún deilir myndum og myndböndum af íslensku sveitalífi. „Þetta eru ekki einhverjar glansmyndir. Bara lífið í sveitinni á Íslandi sem er náttúrulega – ef þú býrð í Sjanghæ, Hong Kong, New York eða einhverjum öðrum af stórborgum heimsins – þá er íslenskt sveitalíf mjög framandi. Þetta er eitthvað sem fólk þekkir ekki. Það veit ekki að kindur geta verið spakar, eru með persónuleika og þetta eru ekki bara einhver húsdýr. Þetta eru persónur.“ Viðbrögðin hafa ekki látið á sér standa, og er Pálína nú með rúmlega 28 þúsund fylgjendur á Instagram. Flestir sem fylgjast með eru útlendingar, frá öllum heimshornum. „Það eru mjög margir sem eru búnir að spyrja mig hvort þeir geti komið og verið sjálfboðaliðar og hjálpað okkur og komið í heimsókn. Fólk kemur í heimsókn sem er að ferðast um Ísland, kíkir við ef ég er heima, fær að hitta kind, fær að klappa kind. Það segist hafa séð milljón kindur en þær hlaupi allar í burtu. Svo koma þeir og hitta mínar kindur og þær vilja bara tala við fólkið. Fólkið finnst það frábær upplifun.“ Sjá má innslagið að neðan. Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Fleiri fréttir Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Sjá meira
Næstum 30 þúsund manns frá öllum heimshornum fylgjast með daglegu lífi á sveitabænum Eystra-Geldingaholti í Skeiða- og Gnúpverjahreppi í gegnum Instagram-síðuna Farm Life Iceland, sem ungur bóndi heldur úti. Hún segir vinsældir síðunnar hafa komið sér verulega á óvart. Pálína Axelsdóttir Njarðvík er fædd og uppalin í sveit, nánar til tekið á bænum Eystra-Geldingarholti. Hún er nú búsett í Reykjavík en nýtir hvert tækifæri til að fara í sveitina og sinna bústörfum með fjölskyldu sinni. Fyrir tveimur árum stofnaði hún Instagramreikning þar sem hún deilir myndum og myndböndum af íslensku sveitalífi. „Þetta eru ekki einhverjar glansmyndir. Bara lífið í sveitinni á Íslandi sem er náttúrulega – ef þú býrð í Sjanghæ, Hong Kong, New York eða einhverjum öðrum af stórborgum heimsins – þá er íslenskt sveitalíf mjög framandi. Þetta er eitthvað sem fólk þekkir ekki. Það veit ekki að kindur geta verið spakar, eru með persónuleika og þetta eru ekki bara einhver húsdýr. Þetta eru persónur.“ Viðbrögðin hafa ekki látið á sér standa, og er Pálína nú með rúmlega 28 þúsund fylgjendur á Instagram. Flestir sem fylgjast með eru útlendingar, frá öllum heimshornum. „Það eru mjög margir sem eru búnir að spyrja mig hvort þeir geti komið og verið sjálfboðaliðar og hjálpað okkur og komið í heimsókn. Fólk kemur í heimsókn sem er að ferðast um Ísland, kíkir við ef ég er heima, fær að hitta kind, fær að klappa kind. Það segist hafa séð milljón kindur en þær hlaupi allar í burtu. Svo koma þeir og hitta mínar kindur og þær vilja bara tala við fólkið. Fólkið finnst það frábær upplifun.“ Sjá má innslagið að neðan.
Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Fleiri fréttir Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Sjá meira