Með um 30 þúsund fylgjendur á Instagram: Íslenskt sveitalíf heillar Þórhildur Þorkelsdóttir skrifar 7. ágúst 2017 20:16 Pálína Axelsdóttir Njarðvík er fædd og uppalin í sveit, nánar til tekið á bænum Eystra-Geldingarholti. Instagram/farmlifeiceland Næstum 30 þúsund manns frá öllum heimshornum fylgjast með daglegu lífi á sveitabænum Eystra-Geldingaholti í Skeiða- og Gnúpverjahreppi í gegnum Instagram-síðuna Farm Life Iceland, sem ungur bóndi heldur úti. Hún segir vinsældir síðunnar hafa komið sér verulega á óvart. Pálína Axelsdóttir Njarðvík er fædd og uppalin í sveit, nánar til tekið á bænum Eystra-Geldingarholti. Hún er nú búsett í Reykjavík en nýtir hvert tækifæri til að fara í sveitina og sinna bústörfum með fjölskyldu sinni. Fyrir tveimur árum stofnaði hún Instagramreikning þar sem hún deilir myndum og myndböndum af íslensku sveitalífi. „Þetta eru ekki einhverjar glansmyndir. Bara lífið í sveitinni á Íslandi sem er náttúrulega – ef þú býrð í Sjanghæ, Hong Kong, New York eða einhverjum öðrum af stórborgum heimsins – þá er íslenskt sveitalíf mjög framandi. Þetta er eitthvað sem fólk þekkir ekki. Það veit ekki að kindur geta verið spakar, eru með persónuleika og þetta eru ekki bara einhver húsdýr. Þetta eru persónur.“ Viðbrögðin hafa ekki látið á sér standa, og er Pálína nú með rúmlega 28 þúsund fylgjendur á Instagram. Flestir sem fylgjast með eru útlendingar, frá öllum heimshornum. „Það eru mjög margir sem eru búnir að spyrja mig hvort þeir geti komið og verið sjálfboðaliðar og hjálpað okkur og komið í heimsókn. Fólk kemur í heimsókn sem er að ferðast um Ísland, kíkir við ef ég er heima, fær að hitta kind, fær að klappa kind. Það segist hafa séð milljón kindur en þær hlaupi allar í burtu. Svo koma þeir og hitta mínar kindur og þær vilja bara tala við fólkið. Fólkið finnst það frábær upplifun.“ Sjá má innslagið að neðan. Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Alls kyns jól um allan heim Erlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Fleiri fréttir Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Sjá meira
Næstum 30 þúsund manns frá öllum heimshornum fylgjast með daglegu lífi á sveitabænum Eystra-Geldingaholti í Skeiða- og Gnúpverjahreppi í gegnum Instagram-síðuna Farm Life Iceland, sem ungur bóndi heldur úti. Hún segir vinsældir síðunnar hafa komið sér verulega á óvart. Pálína Axelsdóttir Njarðvík er fædd og uppalin í sveit, nánar til tekið á bænum Eystra-Geldingarholti. Hún er nú búsett í Reykjavík en nýtir hvert tækifæri til að fara í sveitina og sinna bústörfum með fjölskyldu sinni. Fyrir tveimur árum stofnaði hún Instagramreikning þar sem hún deilir myndum og myndböndum af íslensku sveitalífi. „Þetta eru ekki einhverjar glansmyndir. Bara lífið í sveitinni á Íslandi sem er náttúrulega – ef þú býrð í Sjanghæ, Hong Kong, New York eða einhverjum öðrum af stórborgum heimsins – þá er íslenskt sveitalíf mjög framandi. Þetta er eitthvað sem fólk þekkir ekki. Það veit ekki að kindur geta verið spakar, eru með persónuleika og þetta eru ekki bara einhver húsdýr. Þetta eru persónur.“ Viðbrögðin hafa ekki látið á sér standa, og er Pálína nú með rúmlega 28 þúsund fylgjendur á Instagram. Flestir sem fylgjast með eru útlendingar, frá öllum heimshornum. „Það eru mjög margir sem eru búnir að spyrja mig hvort þeir geti komið og verið sjálfboðaliðar og hjálpað okkur og komið í heimsókn. Fólk kemur í heimsókn sem er að ferðast um Ísland, kíkir við ef ég er heima, fær að hitta kind, fær að klappa kind. Það segist hafa séð milljón kindur en þær hlaupi allar í burtu. Svo koma þeir og hitta mínar kindur og þær vilja bara tala við fólkið. Fólkið finnst það frábær upplifun.“ Sjá má innslagið að neðan.
Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Alls kyns jól um allan heim Erlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Fleiri fréttir Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Sjá meira