Innlent

Hafa ferjað Þjóðhátíðargesti til lands í allan dag

Atli Ísleifsson skrifar
Beðið eftir farinu.
Beðið eftir farinu. Óskar Pétur Friðriksson
Herjólfur og Akranes hafa flutt Þjóðhátíðargesti til Landeyjahafnar í allan dag. Herjólfur fór sína fyrstu ferð snemma í nótt. Akranes fór hins vegar sína fyrstu ferð klukkan sjö í morgun og sína síðustu klukkan rúmlega 18.

Eitthvað hefur einnig verið um flug frá Vestmannaeyjum og á Bakkaflugvöll auk ferða Arnarflugs til Reykjavíkur.

Herjólfur mun fara sína síðustu ferð klukkan 23 í kvöld og eiga þá allir að hafa komist upp á land sem hafi ætluð sér það á annað borð.

Veður hefur verið afar gott í dag og tók Óskar Pétur Friðriksson ljósmyndari púlsinn á Þjóðhátíðargestum á meðan það beið eftir að komast aftur til Landeyjahafnar.

Sjá má myndir Óskars Péturs að neðan.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×