Fótbolti

Dagný átti þátt í marki í þriðja sigri Portland í röð

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Dagný í leiknum gegn Sviss á EM í Hollandi.
Dagný í leiknum gegn Sviss á EM í Hollandi. vísir/getty
Dagný Brynjarsdóttir var í byrjunarliði Portland Thorns sem vann 2-1 sigur á Houston Dash á heimavelli í bandarísku kvennadeildinni í fótbolta í gær. Þetta var þriðji sigur Portland í röð.

Portland er í 3. sæti deildarinnar með 28 stig, tveimur stigum á eftir toppliði North Carolina Courage.

Dagný fiskaði aukaspyrnuna sem fyrra mark Portland kom upp úr. Emily Sonnett skoraði þá af stuttu færi eftir skalla Tyler Lussi.

Carli Lloyd, fyrirliði bandaríska landsliðsins, sem braut á Dagnýju í aðdraganda fyrsta marks leiksins, jafnaði metin á 33. mínútu þegar hún skoraði úr vítaspyrnu.

Sex mínútum síðar skoraði Lussi sigurmark Portland. Þetta var hennar fyrsta deildarmark fyrir Portland.

Fleiri urðu mörkin ekki og Portland fagnaði 2-1 sigri.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×