Kostar tugi milljóna að verja listaverk Skálholtsdómkirkju Kristján Már Unnarsson skrifar 4. ágúst 2017 21:30 Halldór Reynisson, starfandi Skálholtsrektor. Stöð 2/Sigurjón Ólason. Skálholtsdómkirkja stendur frammi fyrir tugmilljóna viðgerðum á steindum gluggum kirkjunnar og altaristöflunni, listaverkum þeirra Gerðar Helgadóttur og Nínu Tryggvadóttur. Skálholtsrektor segir það verkefni þjóðarinnar að bjarga þessum gersemum. Fjallað var um málið í frétt Stöðvar 2, sem sjá má hér. Skálholtsdómkirkja er eitt svipmesta hús landsins og listaverk út af fyrir sig. En innandyra eru einnig gersemar. Þar ber einna hæst verk tveggja íslenskra listakvenna, sem eru steindir gluggar Gerðar Helgadóttur og altaristaflan, mósaíkmynd Nínu Tryggvadóttur. Í Skálholtsdómkirkju. Altaristaflan og steindu gluggarnir þarfnast nú kostnaðarsamra viðgerða.Stöð 2/Sigurjón Ólason.Bæði verkin þarfnast nú viðgerða, sér í lagi gluggarnir. Þegar staðið er þétt upp við steindu gluggana sést betur það sem er að gerast. Glerið er að bólgna út. Skálholtsmenn segja að það megi ekki gerast að þessi listaverk skaðist varanlega. „Öll aðgerðin, það er talið að hún kosti einhverja tugi milljóna, kannski 30 til 50 milljónir, - bara gluggarnir,” segir Halldór Reynisson, starfandi Skálholtsrektor, og segir að taka þurfi hvern einasta glugga úr kirkjunni og senda til Þýskalands í viðgerð.Ef vel er gáð má sjá á þessari mynd hvernig glerið er farið að bólgna út.Stöð 2/Sigurjón Ólason.„Það má ekki dragast mikið úr þessu því við höfum séð hvernig þeim fer aftur, gluggunum, bókstaflega, með hverju misserinu,” segir Halldór. „Svo höfum við náttúrlega altaristöfluna eftir Nínu Tryggvadóttur, sem er líka eitt stórfenglegasta listaverk, - vil ég meina, - tuttugustu aldarinnar. Og þar hafa komið fram skemmdir, samt ekki eins miklar,” segir Halldór.Listakonurnar Gerður Helgadóttir og Nína Tryggvadóttir létust báðar fyrir aldur fram. Altaristaflan, mósaíkmyndin, var sett upp eftir lát Nínu.Stöð 2/Sigurjón Ólason.Kirkjan þarf fleiri í lið með sér og til að standa straum af viðgerðarkostnaði hefur nú verið stofnaður Verndarsjóður Skálholtsdómkirkju. „Þessi list hér í Skálholti er auðvitað eign allrar þjóðarinnar. Þetta er ekki eitthvað prívatmál þjóðkirkjunnar. Skálholt er staður allra Íslendinga og hluti af okkar sameiginlega menningararfi, hvar í flokk sem við skipum okkur. Þessvegna er þetta auðvitað verkefni okkar allra að varðveita þessi listaverk og halda reisn þeirra á lofti,” segir Skálholtsrektor.Skálholt er hluti af sameiginlegum menningararfi þjóðarinnar, segir starfandi Skálholtsrektor.Stöð 2/Sigurjón Ólason.Þess má geta að núna um helgina lýkur hinum árlegu Sumartónleikum í Skálholti, með Helguhelgi, sem tileinkuð er minningu Helgu Ingólfsdóttur, semballeikara og stofnanda Sumartónleikanna, sem hefði orðið sjötíu og fimm ára á þessu ári. Hér má sjá dagskrána. Tengdar fréttir Vivaldi rokkaður í Skálholtskirkju Sumartónleikarnir í Skálholti standa nú sem hæst en þeir eru orðnir ein virtasta tónlistarhátíð Norðurlandanna á sviði barokktónlistar og kirkjan þykir einstaklega hljómfögur. 28. júlí 2017 20:45 Mest lesið Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Ekki lægri meðalhiti frá árinu 1997 Veður Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Erlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Kosningafundur með formönnum flokkanna Fjárhagsáætlun borgarinnar kynnt og Kanar ganga að kjörborðinu Aukin hætta á skriðuföllum vegna rigningar Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Bein útsending: Kynna fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Umboðsmaður barna segir verkföll kennara mismuna börnum Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Sjá meira
Skálholtsdómkirkja stendur frammi fyrir tugmilljóna viðgerðum á steindum gluggum kirkjunnar og altaristöflunni, listaverkum þeirra Gerðar Helgadóttur og Nínu Tryggvadóttur. Skálholtsrektor segir það verkefni þjóðarinnar að bjarga þessum gersemum. Fjallað var um málið í frétt Stöðvar 2, sem sjá má hér. Skálholtsdómkirkja er eitt svipmesta hús landsins og listaverk út af fyrir sig. En innandyra eru einnig gersemar. Þar ber einna hæst verk tveggja íslenskra listakvenna, sem eru steindir gluggar Gerðar Helgadóttur og altaristaflan, mósaíkmynd Nínu Tryggvadóttur. Í Skálholtsdómkirkju. Altaristaflan og steindu gluggarnir þarfnast nú kostnaðarsamra viðgerða.Stöð 2/Sigurjón Ólason.Bæði verkin þarfnast nú viðgerða, sér í lagi gluggarnir. Þegar staðið er þétt upp við steindu gluggana sést betur það sem er að gerast. Glerið er að bólgna út. Skálholtsmenn segja að það megi ekki gerast að þessi listaverk skaðist varanlega. „Öll aðgerðin, það er talið að hún kosti einhverja tugi milljóna, kannski 30 til 50 milljónir, - bara gluggarnir,” segir Halldór Reynisson, starfandi Skálholtsrektor, og segir að taka þurfi hvern einasta glugga úr kirkjunni og senda til Þýskalands í viðgerð.Ef vel er gáð má sjá á þessari mynd hvernig glerið er farið að bólgna út.Stöð 2/Sigurjón Ólason.„Það má ekki dragast mikið úr þessu því við höfum séð hvernig þeim fer aftur, gluggunum, bókstaflega, með hverju misserinu,” segir Halldór. „Svo höfum við náttúrlega altaristöfluna eftir Nínu Tryggvadóttur, sem er líka eitt stórfenglegasta listaverk, - vil ég meina, - tuttugustu aldarinnar. Og þar hafa komið fram skemmdir, samt ekki eins miklar,” segir Halldór.Listakonurnar Gerður Helgadóttir og Nína Tryggvadóttir létust báðar fyrir aldur fram. Altaristaflan, mósaíkmyndin, var sett upp eftir lát Nínu.Stöð 2/Sigurjón Ólason.Kirkjan þarf fleiri í lið með sér og til að standa straum af viðgerðarkostnaði hefur nú verið stofnaður Verndarsjóður Skálholtsdómkirkju. „Þessi list hér í Skálholti er auðvitað eign allrar þjóðarinnar. Þetta er ekki eitthvað prívatmál þjóðkirkjunnar. Skálholt er staður allra Íslendinga og hluti af okkar sameiginlega menningararfi, hvar í flokk sem við skipum okkur. Þessvegna er þetta auðvitað verkefni okkar allra að varðveita þessi listaverk og halda reisn þeirra á lofti,” segir Skálholtsrektor.Skálholt er hluti af sameiginlegum menningararfi þjóðarinnar, segir starfandi Skálholtsrektor.Stöð 2/Sigurjón Ólason.Þess má geta að núna um helgina lýkur hinum árlegu Sumartónleikum í Skálholti, með Helguhelgi, sem tileinkuð er minningu Helgu Ingólfsdóttur, semballeikara og stofnanda Sumartónleikanna, sem hefði orðið sjötíu og fimm ára á þessu ári. Hér má sjá dagskrána.
Tengdar fréttir Vivaldi rokkaður í Skálholtskirkju Sumartónleikarnir í Skálholti standa nú sem hæst en þeir eru orðnir ein virtasta tónlistarhátíð Norðurlandanna á sviði barokktónlistar og kirkjan þykir einstaklega hljómfögur. 28. júlí 2017 20:45 Mest lesið Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Ekki lægri meðalhiti frá árinu 1997 Veður Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Erlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Kosningafundur með formönnum flokkanna Fjárhagsáætlun borgarinnar kynnt og Kanar ganga að kjörborðinu Aukin hætta á skriðuföllum vegna rigningar Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Bein útsending: Kynna fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Umboðsmaður barna segir verkföll kennara mismuna börnum Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Sjá meira
Vivaldi rokkaður í Skálholtskirkju Sumartónleikarnir í Skálholti standa nú sem hæst en þeir eru orðnir ein virtasta tónlistarhátíð Norðurlandanna á sviði barokktónlistar og kirkjan þykir einstaklega hljómfögur. 28. júlí 2017 20:45