Enski boltinn

Kompany: Ísland er eins og Manchester, bara kaldara

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
„Við getum verið mjög ánægðir. Við pressuðum vel eins og við höfum gert á undirbúningstímabilinu. Svo gerðum við nógu vel í færunum og ef ekki hefði verið fyrir markvörðinn þeirra [Joe Hart] hefðum við getað skorað fleiri mörk. En heilt yfir var þetta góð frammistaða,“ sagði Vincent Kompany, fyrirliði Manchester City, í samtali við Eirík Stefán Ásgeirsson eftir öruggan 3-0 sigur á West Ham í Ofurleiknum á Laugardalsvelli í dag.

City hefur litið vel út á undirbúningstímabilinu og virðist til alls líklegt í vetur.

„Já, þetta er góð tilfinning. Það betra að líða stundum vel en aldrei. En þetta gefur okkur ekki neitt. Við hlökkum til að láta þetta telja gegn Brighton um næstu helgi. Ef við spilum svona verður þetta gott tímabil,“ sagði Kompany sem er ánægður með nýju leikmennina í liði City.

„Þú getur strax séð að þeir munu leggja sitt að mörkum. Að sjálfsögðu þarftu alltaf tíma til að komast inn í hlutina en ég get ekki séð að það muni taka of langan tíma.“

Kompany ánægður með leikinn í dag og upplifunina að spila á Íslandi.

„Þetta var frábær tilfinning. Þetta er einn af stöðunum sem þú horfir á korti og veltir fyrir þér hvað sé þarna. En þetta var frábær tilfinning. Þetta er eins og Manchester, bara kaldara,“ sagði Kompany að lokum.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×