Enski boltinn

Noble: Synd að geta ekki verið lengur hérna

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Mark Noble, fyrirliði West Ham, var ekkert alltof leiður yfir tapinu fyrir Manchester City í Ofurleiknum á Laugardalsvelli í dag. En hvað getur West Ham tekið út úr leiknum?

„Líkamlega þáttinn. Leikurinn var spilaður á úrvalsdeildarhraða,“ sagði Noble í samtali við Eirík Stefán Ásgeirsson eftir leikinn í dag.

„Úrslitin á undirbúningstímabilinu skipta í raun engu. Svo lengi sem strákarnir eru í góðu standi erum við ánægðir.“

City hafði mikla yfirburði í leiknum í dag en þrátt fyrir það var Noble mátulega sáttur við frammistöðu West Ham.

„Chicharito [Javier Hernández] spilaði seinni hálfleikinn og leit vel út. Manchester City er eitt besta lið heims og þú veist að þú verður ekki mikið með boltann,“ sagði Noble sem hlakkar til fyrsta leiks í ensku úrvalsdeildinni sem er gegn Manchester United sunnudaginn 13. ágúst.

„Við erum í góðu formi og erum spenntir fyrir fyrsta leik,“ sagði Noble sem var ánægður með að spila á Íslandi.

„Við elskuðum það og það var synd að við gátum ekki verið hérna lengur og séð landið. Núna förum við bara til fjölskyldna okkar og svo aftur út á æfingasvæðið.“


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×