Enski boltinn

Sjáið leikmenn West Ham reyna að tala og skilja íslensku | Myndband

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Winston Reid, Aaron Cresswell og James Collins.
Winston Reid, Aaron Cresswell og James Collins. Mynd/Twitter-síða West Ham
Leikmenn West Ham eru þessa stundina að spila við Manchester City á Laugardalsvellinum í Ofurleiknum svokallaða en þetta er síðasti undirbúningsleikur liðanna fyrir ensku úrvalsdeildina.

Ísland hefur að sjálfsögðu komið mikið við sögu á samfélagsmiðlum félaganna tveggja i aðdraganda leiksins og á Twitter-síðu West Ham má sjá myndband þar sem þrír leikmenn liðsins spreyta sig á íslenskunni.

Leikmennirnir, sem allir spila í vörn liðsins, eru þeir Winston Reid, Aaron Cresswell og James Collins.

Orðin sem þeir félagar reyna að segja og þýða eru „Varamaður“, „Eintrjáningur“, „Stoðsending“, „Strauja“ og „Innkast“.

Þeir gátu tvö orð af fimm en það má sjá hvaða orð í myndbandinu hér fyrir neðan.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×