Aldo Viðar Bae dæmdur í eins árs fangelsi Kristín Ólafsdóttir skrifar 4. ágúst 2017 13:01 Aldo Viðar Bae, sem áður hét Halldór Viðar Sanne, er sakaður um að hafa haft fé af fjölda fólks. Aldo Viðar Bae, sem áður hét Halldór Viðar Sanne, hefur verið dæmdur í eins árs fangelsi fyrir fjársvik, tilraun til fjársvika og fjárdrátt. Þá var hann dæmdur til að greiða öllum bótakrefjendum, hverjum fyrir sig, 150 þúsund krónur í málskostnað. Honum var einnig gert að greiða samtals 3,6 milljónir króna í skaðabætur. Aldo, áður Halldór, neitaði sök við þingfestingu málsins í Héraðsdómi Reykjaness í byrjun júlí. Hann hafði þá verið í gæsluvarðhaldi samfleytt frá 28. mars síðastliðnum. Þegar hann kom aftur fyrir dóminn 2. ágúst játaði hann þó brot sín skýlaust og tekið var tillit til þess við sakfellinguna. Í ákærunni yfir Aldo kemur fram að hann hafi ítrekað gerst milliliður fyrir fólk í leit að húsnæði til leigu. Hafði Aldo tekið íbúðir á leigu og framleigt þær öðrum, stolið undan leigugreiðslum þeirra og greitt aðeins fyrsta mánuðinn til réttra eigenda. „Með vísan til alls þess sem að framan er rakið, skýlausrar játningar ákærða og umfangs brotanna er refsing ákærða ákveðin fangelsi í tólf mánuði. Skal gæsluvarðhald sem ákærði hefur sætt frá 28. mars sl., koma til frádráttar refsingunni að fullri dagatölu,“ segir í dómnum yfir Aldo. Þá er ákærða gert að greiða allan sakarkostnað verjanda síns. Honum er einnig gert að greiða öllum bótakrefjendum, hverjum fyrir sig, 150 þúsund krónur í málskostnað. Ákærði greiðir einnig þrjár bótakröfur sem nema samtals 3,6 milljónir króna. Þá kemur fram að hann hafi nú þegar endurgreitt einhverjar kröfur ákæruliðanna. Fyrst var greint frá umræddum svikum Aldos í Fréttablaðinu í mars en þá sagði Bergljót Snorradóttir farir sínar ekki sléttar eftir viðskipti við hann. Hún kvaðst hafa greitt honum leigu fyrirfram fyrir einbýlishús í Njarðvík sem Aldo átti ekki heldur var sjálfur með í leigu. Í kjölfarið var rætt við fleira folk sem taldi sig hlunnfarið af viðskiptum við Aldo. Tengdar fréttir Alræmdur svikari kominn á stjá: Reyndi að leigja hús sem hann á ekki Halldór Viðar Sanne, dæmdur svikari, hefur verið kærður fyrir að hafa fé af konu um fyrirframgreidda leigu húsnæðis sem hann átti ekki. Halldór sér eftir því sem hann gerði en segir ásakanirnar bull og vitleysu. 18. mars 2017 07:00 Halldór Viðar Sanne neitaði sök Hann er ákærður fyrir fjársvik, tilraun til fjársvika og fjárdrátts. 8. júlí 2017 09:15 Halldór Viðar Sanne sætir áframhaldandi gæsluvarðhaldi Hæstiréttur hefur úrskurðað Halldór Viðar Sanne, dæmdan fjársvikari, í áframhaldandi gæsluvarðhald til 30. maí næstkomandi. Lögregla rannsakar nú umfangsmikil fjársvik Halldórs en fjölmargir aðilar hafa lagt fram kæru á hendur honum. 6. maí 2017 10:32 Alræmdur svindlari í gæsluvarðhald: Fjöldi örvæntingarfullra leigjenda í sárum Halldór Sanne var í fyrradag færður fyrir dómstóla og dæmdur í viku gæsluvarðhald á grundvelli rannsóknarhagsmuna. Hann er talinn hafa svikið út milljónir með því að framleigja íbúðir sem hann á ekki. 29. mars 2017 23:15 Halldór Sanne telur sig hafðan fyrir rangri sök Halldór Viðar Sanne, dæmdur fjársvikari, segist beittur órétti og röngum sakargiftum. Hann situr í gæsluvarðhaldi grunaður um milljónasvik með því að hafa fé af fólki á leigumarkaði. 31. mars 2017 06:00 Svindlari nýtir sér erfiðan leigumarkað Tveir viðmælendur Fréttablaðsins saka Halldór Sanne um að hafa milljónir af þeim með svikum á leigumarkaði. 22. mars 2017 06:00 Brotahrina sem þurfi að stöðva Hæstiréttur hefur staðfest að Aldo Viðar Bae, sem áður hét Halldór Viðar Sanne, skuli sæta gæsluvarðhaldi næstu fjórar vikurnar, eða til 15. ágúst næstkomandi, vegna meintra fjársvika og fjárdráttar. 20. júlí 2017 18:03 Halldór Viðar Sanne ákærður fyrir fjársvik Gefin hefur verið út ákæra á hendur Halldóri Viðar Sanne fyrir fjársvik, tilraun til fjársvika og fjárdrátts en hann hefur verið í gæsluvarðhaldi samfleytt frá 28. mars síðastliðnum. 28. júní 2017 12:40 Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbriðgum“ Innlent Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Erlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard Erlent Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Erlent Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Innlent Fleiri fréttir Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbriðgum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Sjá meira
Aldo Viðar Bae, sem áður hét Halldór Viðar Sanne, hefur verið dæmdur í eins árs fangelsi fyrir fjársvik, tilraun til fjársvika og fjárdrátt. Þá var hann dæmdur til að greiða öllum bótakrefjendum, hverjum fyrir sig, 150 þúsund krónur í málskostnað. Honum var einnig gert að greiða samtals 3,6 milljónir króna í skaðabætur. Aldo, áður Halldór, neitaði sök við þingfestingu málsins í Héraðsdómi Reykjaness í byrjun júlí. Hann hafði þá verið í gæsluvarðhaldi samfleytt frá 28. mars síðastliðnum. Þegar hann kom aftur fyrir dóminn 2. ágúst játaði hann þó brot sín skýlaust og tekið var tillit til þess við sakfellinguna. Í ákærunni yfir Aldo kemur fram að hann hafi ítrekað gerst milliliður fyrir fólk í leit að húsnæði til leigu. Hafði Aldo tekið íbúðir á leigu og framleigt þær öðrum, stolið undan leigugreiðslum þeirra og greitt aðeins fyrsta mánuðinn til réttra eigenda. „Með vísan til alls þess sem að framan er rakið, skýlausrar játningar ákærða og umfangs brotanna er refsing ákærða ákveðin fangelsi í tólf mánuði. Skal gæsluvarðhald sem ákærði hefur sætt frá 28. mars sl., koma til frádráttar refsingunni að fullri dagatölu,“ segir í dómnum yfir Aldo. Þá er ákærða gert að greiða allan sakarkostnað verjanda síns. Honum er einnig gert að greiða öllum bótakrefjendum, hverjum fyrir sig, 150 þúsund krónur í málskostnað. Ákærði greiðir einnig þrjár bótakröfur sem nema samtals 3,6 milljónir króna. Þá kemur fram að hann hafi nú þegar endurgreitt einhverjar kröfur ákæruliðanna. Fyrst var greint frá umræddum svikum Aldos í Fréttablaðinu í mars en þá sagði Bergljót Snorradóttir farir sínar ekki sléttar eftir viðskipti við hann. Hún kvaðst hafa greitt honum leigu fyrirfram fyrir einbýlishús í Njarðvík sem Aldo átti ekki heldur var sjálfur með í leigu. Í kjölfarið var rætt við fleira folk sem taldi sig hlunnfarið af viðskiptum við Aldo.
Tengdar fréttir Alræmdur svikari kominn á stjá: Reyndi að leigja hús sem hann á ekki Halldór Viðar Sanne, dæmdur svikari, hefur verið kærður fyrir að hafa fé af konu um fyrirframgreidda leigu húsnæðis sem hann átti ekki. Halldór sér eftir því sem hann gerði en segir ásakanirnar bull og vitleysu. 18. mars 2017 07:00 Halldór Viðar Sanne neitaði sök Hann er ákærður fyrir fjársvik, tilraun til fjársvika og fjárdrátts. 8. júlí 2017 09:15 Halldór Viðar Sanne sætir áframhaldandi gæsluvarðhaldi Hæstiréttur hefur úrskurðað Halldór Viðar Sanne, dæmdan fjársvikari, í áframhaldandi gæsluvarðhald til 30. maí næstkomandi. Lögregla rannsakar nú umfangsmikil fjársvik Halldórs en fjölmargir aðilar hafa lagt fram kæru á hendur honum. 6. maí 2017 10:32 Alræmdur svindlari í gæsluvarðhald: Fjöldi örvæntingarfullra leigjenda í sárum Halldór Sanne var í fyrradag færður fyrir dómstóla og dæmdur í viku gæsluvarðhald á grundvelli rannsóknarhagsmuna. Hann er talinn hafa svikið út milljónir með því að framleigja íbúðir sem hann á ekki. 29. mars 2017 23:15 Halldór Sanne telur sig hafðan fyrir rangri sök Halldór Viðar Sanne, dæmdur fjársvikari, segist beittur órétti og röngum sakargiftum. Hann situr í gæsluvarðhaldi grunaður um milljónasvik með því að hafa fé af fólki á leigumarkaði. 31. mars 2017 06:00 Svindlari nýtir sér erfiðan leigumarkað Tveir viðmælendur Fréttablaðsins saka Halldór Sanne um að hafa milljónir af þeim með svikum á leigumarkaði. 22. mars 2017 06:00 Brotahrina sem þurfi að stöðva Hæstiréttur hefur staðfest að Aldo Viðar Bae, sem áður hét Halldór Viðar Sanne, skuli sæta gæsluvarðhaldi næstu fjórar vikurnar, eða til 15. ágúst næstkomandi, vegna meintra fjársvika og fjárdráttar. 20. júlí 2017 18:03 Halldór Viðar Sanne ákærður fyrir fjársvik Gefin hefur verið út ákæra á hendur Halldóri Viðar Sanne fyrir fjársvik, tilraun til fjársvika og fjárdrátts en hann hefur verið í gæsluvarðhaldi samfleytt frá 28. mars síðastliðnum. 28. júní 2017 12:40 Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbriðgum“ Innlent Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Erlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard Erlent Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Erlent Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Innlent Fleiri fréttir Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbriðgum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Sjá meira
Alræmdur svikari kominn á stjá: Reyndi að leigja hús sem hann á ekki Halldór Viðar Sanne, dæmdur svikari, hefur verið kærður fyrir að hafa fé af konu um fyrirframgreidda leigu húsnæðis sem hann átti ekki. Halldór sér eftir því sem hann gerði en segir ásakanirnar bull og vitleysu. 18. mars 2017 07:00
Halldór Viðar Sanne neitaði sök Hann er ákærður fyrir fjársvik, tilraun til fjársvika og fjárdrátts. 8. júlí 2017 09:15
Halldór Viðar Sanne sætir áframhaldandi gæsluvarðhaldi Hæstiréttur hefur úrskurðað Halldór Viðar Sanne, dæmdan fjársvikari, í áframhaldandi gæsluvarðhald til 30. maí næstkomandi. Lögregla rannsakar nú umfangsmikil fjársvik Halldórs en fjölmargir aðilar hafa lagt fram kæru á hendur honum. 6. maí 2017 10:32
Alræmdur svindlari í gæsluvarðhald: Fjöldi örvæntingarfullra leigjenda í sárum Halldór Sanne var í fyrradag færður fyrir dómstóla og dæmdur í viku gæsluvarðhald á grundvelli rannsóknarhagsmuna. Hann er talinn hafa svikið út milljónir með því að framleigja íbúðir sem hann á ekki. 29. mars 2017 23:15
Halldór Sanne telur sig hafðan fyrir rangri sök Halldór Viðar Sanne, dæmdur fjársvikari, segist beittur órétti og röngum sakargiftum. Hann situr í gæsluvarðhaldi grunaður um milljónasvik með því að hafa fé af fólki á leigumarkaði. 31. mars 2017 06:00
Svindlari nýtir sér erfiðan leigumarkað Tveir viðmælendur Fréttablaðsins saka Halldór Sanne um að hafa milljónir af þeim með svikum á leigumarkaði. 22. mars 2017 06:00
Brotahrina sem þurfi að stöðva Hæstiréttur hefur staðfest að Aldo Viðar Bae, sem áður hét Halldór Viðar Sanne, skuli sæta gæsluvarðhaldi næstu fjórar vikurnar, eða til 15. ágúst næstkomandi, vegna meintra fjársvika og fjárdráttar. 20. júlí 2017 18:03
Halldór Viðar Sanne ákærður fyrir fjársvik Gefin hefur verið út ákæra á hendur Halldóri Viðar Sanne fyrir fjársvik, tilraun til fjársvika og fjárdrátts en hann hefur verið í gæsluvarðhaldi samfleytt frá 28. mars síðastliðnum. 28. júní 2017 12:40