Innlent

Eldur kom upp í fjölbýlishúsi í Njarðvík

Kjartan Kjartansson skrifar
Fjölbýlishúsið stendur við Tjarnarbraut í Reykjanesbæ.
Fjölbýlishúsið stendur við Tjarnarbraut í Reykjanesbæ.
Engan sakaði þegar eldur kom upp í íbúð í fjölbýlishúsi við Tjarnarbraut í Njarðvík rétt fyrir kl. 22 í kvöld. Að sögn lögreglu á Suðurnesjum var búið að slökkva eldinn þegar lögreglu- og slökkviliðsmenn komu á staðinn.

Eigandi íbúðarinnar hafði tæmt úr tveimur slökkvitækjum þegar lögreglumenn komu á staðinn. Svo virðist sem að eldurinn hafi kviknað út frá rafmangsinnstungu, samkvæmt upplýsingum lögreglunnar á Suðurnesjum.

Hjá Brunavörnum Suðurnesja fengust þær upplýsingar að allt tiltækt lið hefði farið á vettvang.

 

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×