Æsingsóráðsheilkenni talið ein ástæða andlátsins Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 3. ágúst 2017 18:36 Æsingsóráðsheilkenni er talið vera það sem dró Arnar Jónsson Aspar til dauða þegar hópur manna veittist að honum við heimili hans í Mosfellsdal í júní, samkvæmt krufningsskýrslu réttarmeinafræðings. Rannsókn lögreglu vegna málsins er lokið og mun héraðssaksóknari í framhaldinu ákveða hvort grunaður aðili í málinu verði sóttur til saka. Samkvæmt heimildum fréttastofu er talið að orsakir andlátsins séu tvær. Önnur þeirra hefur verið birt opinberlega á vef Hæstaréttar en þar segir að andlátið sé rakið til nokkurra samverkandi þátta og að þvinguð frambeygð staða og hálstak sem kærði hafi haldið brotaþola í sé talið hafa leitt til mikillar minnkunar á öndunargetu sem hafi leitt til köfnunar. Hæstiréttur birti ekki hina ástæðuna, en í krufningsskýrslu réttarmeinafræðings, sem fréttastofa hefur undir höndum, segir að Arnar hafi greinst með svokallað æsingsóráðsheilkenni. Heilkennið kemur almennt fram við handtökur en það var talsvert til umfjöllunar árið 2007 þegar Jón Helgason lést í kjölfar handtöku árinu áður. Niðurstöður rannsóknar leiddu í ljós að dánarorsökin hafi verið æsingsóráðsheilkenni og var málið látið niður falla. Sigurður Örn Hektorsson, yfirlæknir á fíknideild Landspítalans, segir að um sé að ræða afar sjaldgæft heilkenni. Rétt er að taka fram að Sigurður er ekki sá sem skilaði krufningsskýrslu heldur erlendur réttarmeinafræðingur. „Þetta er talið í dag vera eins konar sjúkdómsástand sem kemur fram undir þeim kringumstæðum að viðkomandi aðili er að veita viðnám eða mótspyrnu, streitast á móti, er í mjög æstu hugarástandi og berst um á hæl og hnakka. Þegar reynt er að leggja hömlur á viðkomandi með böndum eða handjárnum þá magnast ástandið og viðkomandi er gjarnan með hita og óráð og í ruglástandi. Síðan getur þetta magnast upp og þá veldur þetta á endanum öndunarstoppi, hjartastoppi og getur dregið fólk til dauða, en það gerir það ekki alltaf,“ segir Sigurður. Aðspurður segir hann heilkennið það sjaldgæft að fáar rannsóknir séu til staðar. Því sé ekki vitað hvort það geti greinst hjá hverjum sem er, eða hvort undirliggjandi sjúkdómar eða annað valdi því. „Þetta eru svo sjaldgæf tilvik og það er erfitt að átta sig á því hverjar orsakirnar eru og hætturnar. En það sem við sjáum fyrst og fremst í dag er að þetta tengist mikilli neyslu og langvarandi neyslu á örvandi efnum.“ Grímur Grímsson, yfirmaður miðlægrar rannsóknardeildar lögreglu sagðist ekki geta tjáð sig efnislega um málið. Hann staðfesti þó að margir samverkandi þættir hafi valdið dauðanum. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur lokið rannsókn sinni og sent málið til héraðssaksóknara, sem tekur svo ákvörðun um hvort ákæra verði gefin út í málinu. Ekki fengust upplýsingar um hvort greiningin á heilkenninu gæti leitt til þess að farið verði fram á vægari refsingu í málinu – verði ákæra gefin út. Stórfelld líkamsárás í Mosfellsdal Tengdar fréttir Snapchat-upptökur af árásinni í Mosfellsdal Hálstak er talinn aðalþátturinn í því sem leiddi Arnar Jónsson Aspar til dauða, samkvæmt bráðabirgðaniðurstöðum krufningar. 27. júní 2017 18:28 Úrskurðaðir í gæsluvarðhald á grundvelli almannahagsmuna Þeir Jón Trausti Lúthersson og Sveinn Gestur Tryggvason voru í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag úrskurðaðir í gæsluvarðhald til 21. júlí á grundvelli almannahagsmuna. 23. júní 2017 14:30 Rannsókn lögreglu á manndrápsmáli í Mosfellsdal lýkur fljótlega Rannsókn lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu á manndrápi í Mosfellsdal miðar vel og í raun er mjög lítið eftir í rannsókninni að sögn Ævars Pálma Pálmasonar, lögreglufulltrúa. 12. júlí 2017 20:58 Jón Trausti Lúthersson farinn úr landi Jón Trausti var látinn laus úr gæsluvarðhaldi í vikunni. Lögregla veit ekki til þess að aðrir tengdir málinu séu farnir úr landi. 30. júní 2017 15:39 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent „Ég ætla ekki að vera föst á þessum Klausturbar“ Innlent Sigmundi vísað úr VMA eftir að hann krotaði á varning annarra flokka Innlent Fleiri fréttir Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Sjá meira
Æsingsóráðsheilkenni er talið vera það sem dró Arnar Jónsson Aspar til dauða þegar hópur manna veittist að honum við heimili hans í Mosfellsdal í júní, samkvæmt krufningsskýrslu réttarmeinafræðings. Rannsókn lögreglu vegna málsins er lokið og mun héraðssaksóknari í framhaldinu ákveða hvort grunaður aðili í málinu verði sóttur til saka. Samkvæmt heimildum fréttastofu er talið að orsakir andlátsins séu tvær. Önnur þeirra hefur verið birt opinberlega á vef Hæstaréttar en þar segir að andlátið sé rakið til nokkurra samverkandi þátta og að þvinguð frambeygð staða og hálstak sem kærði hafi haldið brotaþola í sé talið hafa leitt til mikillar minnkunar á öndunargetu sem hafi leitt til köfnunar. Hæstiréttur birti ekki hina ástæðuna, en í krufningsskýrslu réttarmeinafræðings, sem fréttastofa hefur undir höndum, segir að Arnar hafi greinst með svokallað æsingsóráðsheilkenni. Heilkennið kemur almennt fram við handtökur en það var talsvert til umfjöllunar árið 2007 þegar Jón Helgason lést í kjölfar handtöku árinu áður. Niðurstöður rannsóknar leiddu í ljós að dánarorsökin hafi verið æsingsóráðsheilkenni og var málið látið niður falla. Sigurður Örn Hektorsson, yfirlæknir á fíknideild Landspítalans, segir að um sé að ræða afar sjaldgæft heilkenni. Rétt er að taka fram að Sigurður er ekki sá sem skilaði krufningsskýrslu heldur erlendur réttarmeinafræðingur. „Þetta er talið í dag vera eins konar sjúkdómsástand sem kemur fram undir þeim kringumstæðum að viðkomandi aðili er að veita viðnám eða mótspyrnu, streitast á móti, er í mjög æstu hugarástandi og berst um á hæl og hnakka. Þegar reynt er að leggja hömlur á viðkomandi með böndum eða handjárnum þá magnast ástandið og viðkomandi er gjarnan með hita og óráð og í ruglástandi. Síðan getur þetta magnast upp og þá veldur þetta á endanum öndunarstoppi, hjartastoppi og getur dregið fólk til dauða, en það gerir það ekki alltaf,“ segir Sigurður. Aðspurður segir hann heilkennið það sjaldgæft að fáar rannsóknir séu til staðar. Því sé ekki vitað hvort það geti greinst hjá hverjum sem er, eða hvort undirliggjandi sjúkdómar eða annað valdi því. „Þetta eru svo sjaldgæf tilvik og það er erfitt að átta sig á því hverjar orsakirnar eru og hætturnar. En það sem við sjáum fyrst og fremst í dag er að þetta tengist mikilli neyslu og langvarandi neyslu á örvandi efnum.“ Grímur Grímsson, yfirmaður miðlægrar rannsóknardeildar lögreglu sagðist ekki geta tjáð sig efnislega um málið. Hann staðfesti þó að margir samverkandi þættir hafi valdið dauðanum. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur lokið rannsókn sinni og sent málið til héraðssaksóknara, sem tekur svo ákvörðun um hvort ákæra verði gefin út í málinu. Ekki fengust upplýsingar um hvort greiningin á heilkenninu gæti leitt til þess að farið verði fram á vægari refsingu í málinu – verði ákæra gefin út.
Stórfelld líkamsárás í Mosfellsdal Tengdar fréttir Snapchat-upptökur af árásinni í Mosfellsdal Hálstak er talinn aðalþátturinn í því sem leiddi Arnar Jónsson Aspar til dauða, samkvæmt bráðabirgðaniðurstöðum krufningar. 27. júní 2017 18:28 Úrskurðaðir í gæsluvarðhald á grundvelli almannahagsmuna Þeir Jón Trausti Lúthersson og Sveinn Gestur Tryggvason voru í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag úrskurðaðir í gæsluvarðhald til 21. júlí á grundvelli almannahagsmuna. 23. júní 2017 14:30 Rannsókn lögreglu á manndrápsmáli í Mosfellsdal lýkur fljótlega Rannsókn lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu á manndrápi í Mosfellsdal miðar vel og í raun er mjög lítið eftir í rannsókninni að sögn Ævars Pálma Pálmasonar, lögreglufulltrúa. 12. júlí 2017 20:58 Jón Trausti Lúthersson farinn úr landi Jón Trausti var látinn laus úr gæsluvarðhaldi í vikunni. Lögregla veit ekki til þess að aðrir tengdir málinu séu farnir úr landi. 30. júní 2017 15:39 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent „Ég ætla ekki að vera föst á þessum Klausturbar“ Innlent Sigmundi vísað úr VMA eftir að hann krotaði á varning annarra flokka Innlent Fleiri fréttir Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Sjá meira
Snapchat-upptökur af árásinni í Mosfellsdal Hálstak er talinn aðalþátturinn í því sem leiddi Arnar Jónsson Aspar til dauða, samkvæmt bráðabirgðaniðurstöðum krufningar. 27. júní 2017 18:28
Úrskurðaðir í gæsluvarðhald á grundvelli almannahagsmuna Þeir Jón Trausti Lúthersson og Sveinn Gestur Tryggvason voru í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag úrskurðaðir í gæsluvarðhald til 21. júlí á grundvelli almannahagsmuna. 23. júní 2017 14:30
Rannsókn lögreglu á manndrápsmáli í Mosfellsdal lýkur fljótlega Rannsókn lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu á manndrápi í Mosfellsdal miðar vel og í raun er mjög lítið eftir í rannsókninni að sögn Ævars Pálma Pálmasonar, lögreglufulltrúa. 12. júlí 2017 20:58
Jón Trausti Lúthersson farinn úr landi Jón Trausti var látinn laus úr gæsluvarðhaldi í vikunni. Lögregla veit ekki til þess að aðrir tengdir málinu séu farnir úr landi. 30. júní 2017 15:39