Innlent

Fleiri bjóða gjaldfrjáls námsgögn

Aðalheiður Ámundadóttir skrifar
Nokkur sveitarfélög hafa ákveðið að taka þátt í sameiginlegu útboði.
Nokkur sveitarfélög hafa ákveðið að taka þátt í sameiginlegu útboði. Vísir/Getty
Sveitarstjórnir Ríkiskaup stendur að sameiginlegu örútboði fyrir sveitarfélög sem hyggjast bjóða grunnskólanemendum gjaldfrjáls námsgögn á komandi skólaári. Nokkur sveitarfélög hafa ákveðið að taka þátt; Blönduós, Garður, Hafnarfjörður, Hornafjörður og Mosfellsbær. Þetta kemur fram á vef Ríkiskaupa.

Fyrir liggur að Reykjanesbær, Ísafjarðarkaupstaður og Sandgerðisbær hafa náð hagkvæmum samningum í kjölfar örútboða og munu bjóða nemendum gjaldfrjáls námsgögn í haust.

Akureyri, Borgarbyggð og Snæfellsbær verja nú þegar fé til námsgagna fyrir grunnskólabörn, málið er til skoðunar í Kópavogi og á fundi bæjarráðs Garðabæjar í gær var ákveðið að greiða fyrir námsgögn að upphæð 5.000 kr. fyrir hvern nemanda í grunnskólum bæjarins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×