MAST: Krafðist of mikillar nákvæmni að skjóta hrossin í hausinn Stefán Ó. Jónsson skrifar 18. ágúst 2017 18:00 Eiganda hrossanna var falið að farga hræjunum. Vísir/Sveinn Ekki var hægt að aflífa hestana í Hörgársveit, sem Fréttablaðið fjallaði um í morgun og vakið hafa mikla athygli, með þeim aðferðum sem kveðið er á um í reglugerð um velferð hrossa „þar sem hún krefst mikillar nákvæmni,“ að sögn Matvælastofnunar.Í umfjöllun Fréttablaðsins í morgun kemur fram að Matvælastofnun (MAST) lét skjóta fjóra graðhesta á færi á Skriðulandi í Hörgársveit á fimmtudaginn í síðustu viku. Viku seinna hafði hræjunum ekki verið fargað og lágu þar eins og hráviði um landareignina en upphaf málsins má rekja til þess að á annan tug graðhesta var í fóðurlitlu hólfi á Skriðulandi.Segja hræin hafa verið flutt úr augsýnMAST segir það ekki rétt, í bréfi til fréttastofu, sem greint var frá í fréttinni að tveir graðhestanna hafi borist langa leið eftir að þeir voru skotnir. Stofnunin segir að hið rétta sé að hræin hafi verið flutt úr augsýn frá þjóðvegi og þeirra hesta sem átti eftir að aflífa.Í frétt Fréttablaðsins er jafnframt greint frá því að dýrin hafi verið aflífuð með bógskoti. Vísað er til 14. greinar reglugerðar um velferð hrossa þar sem segir að aflífa eigi hross með því að skjóta þau í ennið. „Heimilt er að aflífa hross með skoti í enni […] með skotvopni með lausu skoti. Einnig er heimilt að nota pinnabyssu með pinna sem gengur inn í heila.“MAST segir að graðhestarnir tveir, sem lágu langt frá gerðinu, hafa verið flutta þangað.Vísir/SveinnMatvælastofnun segir í skeyti sínu til fréttastofu að umrædd aflífun hrossanna hafi verið í fullu samræmi við lög og reglur um velferð dýra. Samkvæmt reglugerð um velferð hrossa sé skylt að aflífa alvarlega veik eða slösuð hross eins fljótt og auðið er, ef meðhöndlun er ekki möguleg. „Ekki var hægt að nota þær aðferðir sem kveðið er á um í reglugerð um velferð hrossa til að aflífa dýrin, þar sem hún krefst mikillar nákvæmni. Þarna var um mikið slasaða, ótamda graðhesta að ræða sem dýralæknir úrskurðaði að þyrfti að aflífa. Því var notuð sú aflífunaraðferð sem þótti best m.t.t. velferðar hrossanna, í samráði við eigendur þeirra. Matvælastofnun telur að rétt aðferð hafi verið valin við aflífun hrossanna í samræmi við löggjöf um velferð dýra.“ Þá segir stofnunin að eigandi hrossanna hafi ekki verið sviptur umráðum yfir þessum hrossum, eins og sagt var frá. Stofnunin ítrekar, rétt eins og kom fram í fréttinni, að það sé ekki hlutverk MAST að fjarlægja hræ af jörðum bænda heldur sé það alfarið á ábyrgð eigenda. Hrossunum hafi nú verið komið í hrægám sveitarfélagsins.Hér að neðan má sjá hvernig um var að litast í Skriðulandi í Hörgársveit. Tengdar fréttir Hrossin eins og hráviði einni viku síðar Fjórir graðhestar sem skotnir voru á færi að tilmælum Matvælastofnunar í síðustu viku liggja enn eins og hráviði um landareignina Skriðuland. 18. ágúst 2017 04:30 Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Erlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Innlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Fleiri fréttir Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Stuttu eldgosi lokið Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Sjá meira
Ekki var hægt að aflífa hestana í Hörgársveit, sem Fréttablaðið fjallaði um í morgun og vakið hafa mikla athygli, með þeim aðferðum sem kveðið er á um í reglugerð um velferð hrossa „þar sem hún krefst mikillar nákvæmni,“ að sögn Matvælastofnunar.Í umfjöllun Fréttablaðsins í morgun kemur fram að Matvælastofnun (MAST) lét skjóta fjóra graðhesta á færi á Skriðulandi í Hörgársveit á fimmtudaginn í síðustu viku. Viku seinna hafði hræjunum ekki verið fargað og lágu þar eins og hráviði um landareignina en upphaf málsins má rekja til þess að á annan tug graðhesta var í fóðurlitlu hólfi á Skriðulandi.Segja hræin hafa verið flutt úr augsýnMAST segir það ekki rétt, í bréfi til fréttastofu, sem greint var frá í fréttinni að tveir graðhestanna hafi borist langa leið eftir að þeir voru skotnir. Stofnunin segir að hið rétta sé að hræin hafi verið flutt úr augsýn frá þjóðvegi og þeirra hesta sem átti eftir að aflífa.Í frétt Fréttablaðsins er jafnframt greint frá því að dýrin hafi verið aflífuð með bógskoti. Vísað er til 14. greinar reglugerðar um velferð hrossa þar sem segir að aflífa eigi hross með því að skjóta þau í ennið. „Heimilt er að aflífa hross með skoti í enni […] með skotvopni með lausu skoti. Einnig er heimilt að nota pinnabyssu með pinna sem gengur inn í heila.“MAST segir að graðhestarnir tveir, sem lágu langt frá gerðinu, hafa verið flutta þangað.Vísir/SveinnMatvælastofnun segir í skeyti sínu til fréttastofu að umrædd aflífun hrossanna hafi verið í fullu samræmi við lög og reglur um velferð dýra. Samkvæmt reglugerð um velferð hrossa sé skylt að aflífa alvarlega veik eða slösuð hross eins fljótt og auðið er, ef meðhöndlun er ekki möguleg. „Ekki var hægt að nota þær aðferðir sem kveðið er á um í reglugerð um velferð hrossa til að aflífa dýrin, þar sem hún krefst mikillar nákvæmni. Þarna var um mikið slasaða, ótamda graðhesta að ræða sem dýralæknir úrskurðaði að þyrfti að aflífa. Því var notuð sú aflífunaraðferð sem þótti best m.t.t. velferðar hrossanna, í samráði við eigendur þeirra. Matvælastofnun telur að rétt aðferð hafi verið valin við aflífun hrossanna í samræmi við löggjöf um velferð dýra.“ Þá segir stofnunin að eigandi hrossanna hafi ekki verið sviptur umráðum yfir þessum hrossum, eins og sagt var frá. Stofnunin ítrekar, rétt eins og kom fram í fréttinni, að það sé ekki hlutverk MAST að fjarlægja hræ af jörðum bænda heldur sé það alfarið á ábyrgð eigenda. Hrossunum hafi nú verið komið í hrægám sveitarfélagsins.Hér að neðan má sjá hvernig um var að litast í Skriðulandi í Hörgársveit.
Tengdar fréttir Hrossin eins og hráviði einni viku síðar Fjórir graðhestar sem skotnir voru á færi að tilmælum Matvælastofnunar í síðustu viku liggja enn eins og hráviði um landareignina Skriðuland. 18. ágúst 2017 04:30 Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Erlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Innlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Fleiri fréttir Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Stuttu eldgosi lokið Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Sjá meira
Hrossin eins og hráviði einni viku síðar Fjórir graðhestar sem skotnir voru á færi að tilmælum Matvælastofnunar í síðustu viku liggja enn eins og hráviði um landareignina Skriðuland. 18. ágúst 2017 04:30