Tryggjum hlut kvenna á framboðslistanum Árni Árnason skrifar 18. ágúst 2017 10:42 Hin svokallaða blandaða leið, sem Vörður - fulltrúaráð sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík - leggur fyrir fulltrúaráðsfund í næstu viku, hefur það að meginmarkmiði að tryggja hlut kvenna á lista flokksins fyrir komandi borgarstjórnarkosningar í Reykjavík. Í þeim prófkjörum sem haldin hafa verið undanfarið höfum við enga tryggingu haft fyrir því hversu margar konur gefa kost á sér, eða hvernig þær konur sem bjóða sig fram skila sér á listanum. Til vitnis um það má nefna dapurlegt dæmi úr Kraganum, í prófkjörinu fyrir síðustu alþingiskosningar, þar sem fjórir karlmenn röðuðu sér í efstu sæti listans en engin kona. Afleiðing þessarar óheppilegu niðurstöðu var sú að stórum hluta stjórnar Landssambands sjálfstæðiskvenna var svo misboðið að þær sögðu sig úr Sjálfstæðisflokknum. Með blönduðu leiðinni mun kjörnefnd tryggja að þessi sorgarsaga endurtaki sig ekki, enda mun nefndin sjá til þess að á listanum sé jafnt hlutfall kvenna og karla. Það sýndi sig árið 2002 þegar að svipaðri aðferð var beitt við röðun á lista að þar var hlutur kvenna veglegur. Það sætir því furðu að formaður Hvatar, félags sjálfstæðiskvenna í Reykjavík, sjái sig nú knúna til að fara fram á ritvöllinn, með grein í Fréttablaðinu í dag, og gagnrýna leiðina sem einmitt á að skila konum jöfnum hlut á við karla á framboðslistanum. Ég hvet þá sem vilja veg kvenna sem mestan á framboðslista Sjálfstæðisflokksins fyrir komandi borgarstjórnarkosningar til að styðja blönduðu leiðina. Sú leið snýst einmitt um það að leiðtoginn er kjörinn í opnu prófkjöri þar sem allir flokksbundnir sjálfstæðismenn hafa þátttökurétt. Að því loknu mun uppstillingarnefnd, sem einnig er kjörin af hátt í 2000 fulltrúaráðsmeðlimum í Reykjavík, raða upp á listann frambærilegum konum og körlum. Höfundur er stjórnarmaður í Verði, fulltrúaráði sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Vinnubrögð Carbfix eru ámælisverð Ólafur Sigurðsson Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason Skoðun Til hvers að læra iðnnám? Jakob Þór Möller Skoðun Gervigreind í daglegu lífi: 15 dæmi Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun (Ó)merkilegir íbúar Örn Smárason Skoðun ‘Vók’ er djók Alexandra Briem Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard Skoðun Öllum til hagsbóta að bæta hag nýrra Íslendinga Marta Wieczorek Skoðun Ólöglegir ópíóðar: Skaðaminnkandi þjónusta bráðnauðsynleg Ósk Sigurðardóttir Skoðun Raunveruleg úrræði óskast takk! Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Skoðun Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Vinnubrögð Carbfix eru ámælisverð Ólafur Sigurðsson skrifar Skoðun Öllum til hagsbóta að bæta hag nýrra Íslendinga Marta Wieczorek skrifar Skoðun Raunveruleg úrræði óskast takk! Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun (Ó)merkilegir íbúar Örn Smárason skrifar Skoðun Vangaveltur um ábyrgð og laun Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind í daglegu lífi: 15 dæmi Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Til hvers að læra iðnnám? Jakob Þór Möller skrifar Skoðun Komir þú á Grænlands grund Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Ólöglegir ópíóðar: Skaðaminnkandi þjónusta bráðnauðsynleg Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hlustum á náttúruna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Skattheimta sem markmið í sjálfu sér Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tæknin hjálpar lesblindum Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Tryggja þarf aðkomu sjómanna að fiskveiðiráðgjöfinni Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar Skoðun Skjólveggur af körlum og ungum mönnum Ólafur Elínarson skrifar Skoðun Menntamál eru ekki afgangsstærð Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun ‘Vók’ er djók Alexandra Briem skrifar Skoðun Er friður tálsýn eða verkefni? Inga Daníelsdóttir skrifar Skoðun Kattahald Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Framtíðin er rafmögnuð Jóhanna Hlín Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ekki biðja um undanþágur heldur krefjast réttar samkvæmt EES-samningnum Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í blokkinni Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Breiðholtið er frábært! Gerum betur í umfjöllun og orðræðu Kristín Dögg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Ég hataði rafíþróttir! Þorvaldur Daníelsson skrifar Skoðun Því miður hefur lítið breyst Áslaug Hulda Jónsdóttir skrifar Skoðun Versta sem Ísland gæti gert Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eru græn svæði í útrýmingarhættu í Reykjavík? Sigrún Ásta Einarsdóttir skrifar Skoðun Efla á forvarnir og setja börn í öndvegi með 5,7 milljarða niðurskurði Grímur Atlason skrifar Skoðun „...ég lærði líka að nota gagnrýna hugsun“ Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Sjá meira
Hin svokallaða blandaða leið, sem Vörður - fulltrúaráð sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík - leggur fyrir fulltrúaráðsfund í næstu viku, hefur það að meginmarkmiði að tryggja hlut kvenna á lista flokksins fyrir komandi borgarstjórnarkosningar í Reykjavík. Í þeim prófkjörum sem haldin hafa verið undanfarið höfum við enga tryggingu haft fyrir því hversu margar konur gefa kost á sér, eða hvernig þær konur sem bjóða sig fram skila sér á listanum. Til vitnis um það má nefna dapurlegt dæmi úr Kraganum, í prófkjörinu fyrir síðustu alþingiskosningar, þar sem fjórir karlmenn röðuðu sér í efstu sæti listans en engin kona. Afleiðing þessarar óheppilegu niðurstöðu var sú að stórum hluta stjórnar Landssambands sjálfstæðiskvenna var svo misboðið að þær sögðu sig úr Sjálfstæðisflokknum. Með blönduðu leiðinni mun kjörnefnd tryggja að þessi sorgarsaga endurtaki sig ekki, enda mun nefndin sjá til þess að á listanum sé jafnt hlutfall kvenna og karla. Það sýndi sig árið 2002 þegar að svipaðri aðferð var beitt við röðun á lista að þar var hlutur kvenna veglegur. Það sætir því furðu að formaður Hvatar, félags sjálfstæðiskvenna í Reykjavík, sjái sig nú knúna til að fara fram á ritvöllinn, með grein í Fréttablaðinu í dag, og gagnrýna leiðina sem einmitt á að skila konum jöfnum hlut á við karla á framboðslistanum. Ég hvet þá sem vilja veg kvenna sem mestan á framboðslista Sjálfstæðisflokksins fyrir komandi borgarstjórnarkosningar til að styðja blönduðu leiðina. Sú leið snýst einmitt um það að leiðtoginn er kjörinn í opnu prófkjöri þar sem allir flokksbundnir sjálfstæðismenn hafa þátttökurétt. Að því loknu mun uppstillingarnefnd, sem einnig er kjörin af hátt í 2000 fulltrúaráðsmeðlimum í Reykjavík, raða upp á listann frambærilegum konum og körlum. Höfundur er stjórnarmaður í Verði, fulltrúaráði sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík.
Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard Skoðun
Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar
Skoðun Ekki biðja um undanþágur heldur krefjast réttar samkvæmt EES-samningnum Erna Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Breiðholtið er frábært! Gerum betur í umfjöllun og orðræðu Kristín Dögg Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Efla á forvarnir og setja börn í öndvegi með 5,7 milljarða niðurskurði Grímur Atlason skrifar
Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard Skoðun