Tryggjum hlut kvenna á framboðslistanum Árni Árnason skrifar 18. ágúst 2017 10:42 Hin svokallaða blandaða leið, sem Vörður - fulltrúaráð sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík - leggur fyrir fulltrúaráðsfund í næstu viku, hefur það að meginmarkmiði að tryggja hlut kvenna á lista flokksins fyrir komandi borgarstjórnarkosningar í Reykjavík. Í þeim prófkjörum sem haldin hafa verið undanfarið höfum við enga tryggingu haft fyrir því hversu margar konur gefa kost á sér, eða hvernig þær konur sem bjóða sig fram skila sér á listanum. Til vitnis um það má nefna dapurlegt dæmi úr Kraganum, í prófkjörinu fyrir síðustu alþingiskosningar, þar sem fjórir karlmenn röðuðu sér í efstu sæti listans en engin kona. Afleiðing þessarar óheppilegu niðurstöðu var sú að stórum hluta stjórnar Landssambands sjálfstæðiskvenna var svo misboðið að þær sögðu sig úr Sjálfstæðisflokknum. Með blönduðu leiðinni mun kjörnefnd tryggja að þessi sorgarsaga endurtaki sig ekki, enda mun nefndin sjá til þess að á listanum sé jafnt hlutfall kvenna og karla. Það sýndi sig árið 2002 þegar að svipaðri aðferð var beitt við röðun á lista að þar var hlutur kvenna veglegur. Það sætir því furðu að formaður Hvatar, félags sjálfstæðiskvenna í Reykjavík, sjái sig nú knúna til að fara fram á ritvöllinn, með grein í Fréttablaðinu í dag, og gagnrýna leiðina sem einmitt á að skila konum jöfnum hlut á við karla á framboðslistanum. Ég hvet þá sem vilja veg kvenna sem mestan á framboðslista Sjálfstæðisflokksins fyrir komandi borgarstjórnarkosningar til að styðja blönduðu leiðina. Sú leið snýst einmitt um það að leiðtoginn er kjörinn í opnu prófkjöri þar sem allir flokksbundnir sjálfstæðismenn hafa þátttökurétt. Að því loknu mun uppstillingarnefnd, sem einnig er kjörin af hátt í 2000 fulltrúaráðsmeðlimum í Reykjavík, raða upp á listann frambærilegum konum og körlum. Höfundur er stjórnarmaður í Verði, fulltrúaráði sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens Skoðun Mega bara íslenskir karlmenn nauðga konum á Íslandi? Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Nýbygging þýðir ekki gallalaus eign Annþór Kristján Karlsson Skoðun Af hverju hræðist fólk kynjafræði? Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson Skoðun Börn í skugga stríðs Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Gunnar Örn Vopnfjörð Þorsteinsson Skoðun Hvernig gerum við Grundarhverfi enn betra? Ævar Harðarson Skoðun Skoðun Skoðun Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens skrifar Skoðun Börn í skugga stríðs Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Gunnar Örn Vopnfjörð Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvernig gerum við Grundarhverfi enn betra? Ævar Harðarson skrifar Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Lausnin liggur fyrir – Landspítali þarf að stíga skrefið Sandra B. Franks skrifar Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson skrifar Skoðun Skjárinn og börnin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun „Er stjúpmamma þín vond eins og í Öskubusku?“ Hafdís Bára Ólafsdóttir skrifar Skoðun Af hverju er Framsóknarfólk hamingjusamast? Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Opið hús fyrir útvalda Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Af hverju hræðist fólk kynjafræði? Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Valdið og samvinnuhugsjónin Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun NPA breytti lífinu mínu Sveinbjörn Eggertsson skrifar Skoðun Hefur þú tilkynnt um ofbeldi gegn barni? Alfa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gildi kærleika og mannúðar Toshiki Toma skrifar Skoðun Hvernig tryggjum við samkeppnishæfni þjóðar? Jón Skafti Gestsson skrifar Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Flottu kjötauglýsingarnar í blöðunum... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Grafarvogsgremjan Þorlákur Axel Jónsson skrifar Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Sjá meira
Hin svokallaða blandaða leið, sem Vörður - fulltrúaráð sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík - leggur fyrir fulltrúaráðsfund í næstu viku, hefur það að meginmarkmiði að tryggja hlut kvenna á lista flokksins fyrir komandi borgarstjórnarkosningar í Reykjavík. Í þeim prófkjörum sem haldin hafa verið undanfarið höfum við enga tryggingu haft fyrir því hversu margar konur gefa kost á sér, eða hvernig þær konur sem bjóða sig fram skila sér á listanum. Til vitnis um það má nefna dapurlegt dæmi úr Kraganum, í prófkjörinu fyrir síðustu alþingiskosningar, þar sem fjórir karlmenn röðuðu sér í efstu sæti listans en engin kona. Afleiðing þessarar óheppilegu niðurstöðu var sú að stórum hluta stjórnar Landssambands sjálfstæðiskvenna var svo misboðið að þær sögðu sig úr Sjálfstæðisflokknum. Með blönduðu leiðinni mun kjörnefnd tryggja að þessi sorgarsaga endurtaki sig ekki, enda mun nefndin sjá til þess að á listanum sé jafnt hlutfall kvenna og karla. Það sýndi sig árið 2002 þegar að svipaðri aðferð var beitt við röðun á lista að þar var hlutur kvenna veglegur. Það sætir því furðu að formaður Hvatar, félags sjálfstæðiskvenna í Reykjavík, sjái sig nú knúna til að fara fram á ritvöllinn, með grein í Fréttablaðinu í dag, og gagnrýna leiðina sem einmitt á að skila konum jöfnum hlut á við karla á framboðslistanum. Ég hvet þá sem vilja veg kvenna sem mestan á framboðslista Sjálfstæðisflokksins fyrir komandi borgarstjórnarkosningar til að styðja blönduðu leiðina. Sú leið snýst einmitt um það að leiðtoginn er kjörinn í opnu prófkjöri þar sem allir flokksbundnir sjálfstæðismenn hafa þátttökurétt. Að því loknu mun uppstillingarnefnd, sem einnig er kjörin af hátt í 2000 fulltrúaráðsmeðlimum í Reykjavík, raða upp á listann frambærilegum konum og körlum. Höfundur er stjórnarmaður í Verði, fulltrúaráði sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík.
Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar