Telja nauðsynlegt að stöðva rekstur kísilverksmiðju Sameinaðs sílikons Kristín Ólafsdóttir skrifar 17. ágúst 2017 15:44 Miklir erfiðleikar hafa einkennt rekstur verksmiðju United Silicon vísir/anton brink Bæjarráð Reykjanesbæjar telur nauðsynlegt að rekstur kísilmálmverksmiðju Sameinaðs sílikons hf. í Helguvík verði stöðvaður hið fyrsta, að því er fram kemur í fréttatilkynningu frá bæjarráðinu. Bæjarstjóri segir ljóst að mengun frá verksmiðjunni sé ekki í samræmi við umhversmat eða aðrar forsendur fyrir verksmiðjunni. „Hluti íbúa Reykjanesbæjar hefur ítrekað orðið fyrir verulegum óþægindum og vanlíðan vegna þess og slíkt er með öllu ólíðandi,“ segir í bókun bæjarráðs Reykjanesbæjar. Þá kemur einnig fram að í samtölum við forsvarsmenn Sameinaðs sílikons hafi komið fram að nú liggi fyrir listi yfir atriði sem enn þarfnast lagfæringar og úrbóta. Þær úrbætur munu taka vikur eða jafnvel mánuði að hrinda í framkvæmd, segir í bókuninni. Vegna þess telur bæjarráð Reykjanesbæjar nauðsynlegt að rekstur verksmiðjunnar verði stöðvaður hið fyrsta. „Að óbreyttu má því búast við áframhaldandi mengun frá verksmiðjunni með tilheyrandi óþægindum fyrir íbúa. Í ljósi þessa telur bæjarráð Reykjanesbæjar nauðsynlegt að rekstur verksmiðjunnar verði stöðvaður hið fyrsta, á meðan unnið er að nauðsynlegum úrbótum, svo koma megi í veg fyrir áframhaldandi mengun,“ leggja bæjarfulltrúar Reykjanesbæjar til.Þolinmæðin á þrotum eftir níu mánuði Þá segir Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri Reykjanesbæjar, að íbúar á svæðinu séu komnir með nóg af menguninni. „Reykjanesbær og bæjarfulltrúar eru búnir að fá sig fullsadda af þeirri mengun og því ónæði sem bæjarbúar hafa orðið fyrir á undanförnum mánuðum. Það hefur komið skýrt fram í fjölmiðlum undanfarna mánuði að kísilverksmiðja Sameinaðs sílikons í Helguvík hefur gefið frá sér mengun sem ekki átti að vera og ekki var gert ráð fyrir í umhverfismati eða neinum þeim forsendum sem gefnar voru fyrir þessari verksmiðju,“ sagði Kjartan Már í samtali við fréttamann Bylgjunnar í dag. „Bæjaryfirvöld hafa sýnt þessu verkefni þolinmæði núna í níu mánuði en nú er þolinmæðin á þrotum og eftir umræður í bæjarráði í morgun var þessi bókun lögð fram.“ Í lok síðasta mánaðar urðu íbúar í nágrenni verksmiðju United Silicon í Helguvík, sem ætluðu að njóta góða veðursins einn morguninn, að flýja aftur inn í húsin sín vegna ólyktar frá verksmiðjunni. Kveikt hafði verið á brennsluofninum eftir tveggja vikna hlé vegna bilunar.Bókun bæjarráðs Reykjanesbæjar má lesa í heild sinni hér að neðan. Bæjarráð Reykjanesbæjar samþykkti samhljóða eftirfarandi bókun á fundi sínum í dag:Kísilmálmverksmiðja Sameinaðs sílikon hf. hefur nú verið starfrækt í 9 mánuði án þess að tekist hafi að stöðva mengun frá verksmiðjunni en mengun sem þessi gengur þvert á forsendur starfsleyfis verksmiðjunnar.Hluti íbúa Reykjanesbæjar hefur ítrekað orðið fyrir verulegum óþægindum og vanlíðan vegna þess og slíkt er með öllu ólíðandi. Í samtölum við forsvarsmenn fyrirtækisins hefur komið fram að nú liggi fyrir listi yfir atriði sem enn þarfnast lagfæringar og úrbóta sem taka mun vikur eða jafnvel mánuði að hrinda í framkvæmd.Að óbreyttu má því búast við áframhaldandi mengun frá verksmiðjunni með tilheyrandi óþægindum fyrir íbúa.Í ljósi þessa telur bæjarráð Reykjanesbæjar nauðsynlegt að rekstur verksmiðjunnar verði stöðvaður hið fyrsta, á meðan unnið er að nauðsynlegum úrbótum, svo koma megi í veg fyrir áframhaldandi mengun.“ Tengdar fréttir Sameinað Silicon fær heimild til nauðasamninga Ástæðan er erfiðleikar í rekstri kísilmálmverksmiðju fyrirtækisins í Helguvík, að því er fram kemur í fréttatilkynningu frá United Silicon. 14. ágúst 2017 17:28 Formaður bæjarráðs segir Reykjanesbæ lifa af án Sameinaðs Silicons „Þetta kemur á óvart,“ segir Friðjón Einarsson, formaður bæjarráðs í Reykjanesbæ. Hann gerir ráð fyrir því að bæjarráð fari yfir málið á fundi sínum á fimmtudaginn. 15. ágúst 2017 06:00 Kísilverið þarf að borga rúman milljarð Gerðardómur úrskurðaði á mánudag að United Silicon eigi að greiða ÍAV rúman einn millljarð króna vegna ógreiddra reikninga. 26. júlí 2017 06:00 Ráðherra andvígur undanþágu frá lögum fyrir kísilver á Bakka Kísilver PCC á Bakka fær að losa fjórfalt meira af ryki út í andrúmsloftið en ný lög leyfa fyrstu tvö rekstrarárin og 73 daga á ári framvegis, verði tillaga Umhverfisstofnunar staðfest. Umhverfisráðherra segir lögin eiga að gilda. 22. júlí 2017 07:00 Komast ekki í sólina úti á palli vegna stybbu Eftir tveggja vikna hlé var brennsluofninn í Helguvík gangsettur í nótt. 31. júlí 2017 10:53 Enn óljóst hvernig kísilverið mun borga Fimm dögum eftir að gerðardómur féll er enn ekki ljóst hvernig United Silicon mun greiða verktakafyrirtækinu ÍAV rúman milljarð króna vegna ógreiddra reikninga kísilversins í Helguvík. Samkvæmt gerðardómi þarf greiðsla að berast í lok næstu viku. 29. júlí 2017 07:00 Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Innlent Strætó rann á bíl og ruslaskýli Innlent Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Erlent Fleiri fréttir Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Sjá meira
Bæjarráð Reykjanesbæjar telur nauðsynlegt að rekstur kísilmálmverksmiðju Sameinaðs sílikons hf. í Helguvík verði stöðvaður hið fyrsta, að því er fram kemur í fréttatilkynningu frá bæjarráðinu. Bæjarstjóri segir ljóst að mengun frá verksmiðjunni sé ekki í samræmi við umhversmat eða aðrar forsendur fyrir verksmiðjunni. „Hluti íbúa Reykjanesbæjar hefur ítrekað orðið fyrir verulegum óþægindum og vanlíðan vegna þess og slíkt er með öllu ólíðandi,“ segir í bókun bæjarráðs Reykjanesbæjar. Þá kemur einnig fram að í samtölum við forsvarsmenn Sameinaðs sílikons hafi komið fram að nú liggi fyrir listi yfir atriði sem enn þarfnast lagfæringar og úrbóta. Þær úrbætur munu taka vikur eða jafnvel mánuði að hrinda í framkvæmd, segir í bókuninni. Vegna þess telur bæjarráð Reykjanesbæjar nauðsynlegt að rekstur verksmiðjunnar verði stöðvaður hið fyrsta. „Að óbreyttu má því búast við áframhaldandi mengun frá verksmiðjunni með tilheyrandi óþægindum fyrir íbúa. Í ljósi þessa telur bæjarráð Reykjanesbæjar nauðsynlegt að rekstur verksmiðjunnar verði stöðvaður hið fyrsta, á meðan unnið er að nauðsynlegum úrbótum, svo koma megi í veg fyrir áframhaldandi mengun,“ leggja bæjarfulltrúar Reykjanesbæjar til.Þolinmæðin á þrotum eftir níu mánuði Þá segir Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri Reykjanesbæjar, að íbúar á svæðinu séu komnir með nóg af menguninni. „Reykjanesbær og bæjarfulltrúar eru búnir að fá sig fullsadda af þeirri mengun og því ónæði sem bæjarbúar hafa orðið fyrir á undanförnum mánuðum. Það hefur komið skýrt fram í fjölmiðlum undanfarna mánuði að kísilverksmiðja Sameinaðs sílikons í Helguvík hefur gefið frá sér mengun sem ekki átti að vera og ekki var gert ráð fyrir í umhverfismati eða neinum þeim forsendum sem gefnar voru fyrir þessari verksmiðju,“ sagði Kjartan Már í samtali við fréttamann Bylgjunnar í dag. „Bæjaryfirvöld hafa sýnt þessu verkefni þolinmæði núna í níu mánuði en nú er þolinmæðin á þrotum og eftir umræður í bæjarráði í morgun var þessi bókun lögð fram.“ Í lok síðasta mánaðar urðu íbúar í nágrenni verksmiðju United Silicon í Helguvík, sem ætluðu að njóta góða veðursins einn morguninn, að flýja aftur inn í húsin sín vegna ólyktar frá verksmiðjunni. Kveikt hafði verið á brennsluofninum eftir tveggja vikna hlé vegna bilunar.Bókun bæjarráðs Reykjanesbæjar má lesa í heild sinni hér að neðan. Bæjarráð Reykjanesbæjar samþykkti samhljóða eftirfarandi bókun á fundi sínum í dag:Kísilmálmverksmiðja Sameinaðs sílikon hf. hefur nú verið starfrækt í 9 mánuði án þess að tekist hafi að stöðva mengun frá verksmiðjunni en mengun sem þessi gengur þvert á forsendur starfsleyfis verksmiðjunnar.Hluti íbúa Reykjanesbæjar hefur ítrekað orðið fyrir verulegum óþægindum og vanlíðan vegna þess og slíkt er með öllu ólíðandi. Í samtölum við forsvarsmenn fyrirtækisins hefur komið fram að nú liggi fyrir listi yfir atriði sem enn þarfnast lagfæringar og úrbóta sem taka mun vikur eða jafnvel mánuði að hrinda í framkvæmd.Að óbreyttu má því búast við áframhaldandi mengun frá verksmiðjunni með tilheyrandi óþægindum fyrir íbúa.Í ljósi þessa telur bæjarráð Reykjanesbæjar nauðsynlegt að rekstur verksmiðjunnar verði stöðvaður hið fyrsta, á meðan unnið er að nauðsynlegum úrbótum, svo koma megi í veg fyrir áframhaldandi mengun.“
Tengdar fréttir Sameinað Silicon fær heimild til nauðasamninga Ástæðan er erfiðleikar í rekstri kísilmálmverksmiðju fyrirtækisins í Helguvík, að því er fram kemur í fréttatilkynningu frá United Silicon. 14. ágúst 2017 17:28 Formaður bæjarráðs segir Reykjanesbæ lifa af án Sameinaðs Silicons „Þetta kemur á óvart,“ segir Friðjón Einarsson, formaður bæjarráðs í Reykjanesbæ. Hann gerir ráð fyrir því að bæjarráð fari yfir málið á fundi sínum á fimmtudaginn. 15. ágúst 2017 06:00 Kísilverið þarf að borga rúman milljarð Gerðardómur úrskurðaði á mánudag að United Silicon eigi að greiða ÍAV rúman einn millljarð króna vegna ógreiddra reikninga. 26. júlí 2017 06:00 Ráðherra andvígur undanþágu frá lögum fyrir kísilver á Bakka Kísilver PCC á Bakka fær að losa fjórfalt meira af ryki út í andrúmsloftið en ný lög leyfa fyrstu tvö rekstrarárin og 73 daga á ári framvegis, verði tillaga Umhverfisstofnunar staðfest. Umhverfisráðherra segir lögin eiga að gilda. 22. júlí 2017 07:00 Komast ekki í sólina úti á palli vegna stybbu Eftir tveggja vikna hlé var brennsluofninn í Helguvík gangsettur í nótt. 31. júlí 2017 10:53 Enn óljóst hvernig kísilverið mun borga Fimm dögum eftir að gerðardómur féll er enn ekki ljóst hvernig United Silicon mun greiða verktakafyrirtækinu ÍAV rúman milljarð króna vegna ógreiddra reikninga kísilversins í Helguvík. Samkvæmt gerðardómi þarf greiðsla að berast í lok næstu viku. 29. júlí 2017 07:00 Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Innlent Strætó rann á bíl og ruslaskýli Innlent Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Erlent Fleiri fréttir Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Sjá meira
Sameinað Silicon fær heimild til nauðasamninga Ástæðan er erfiðleikar í rekstri kísilmálmverksmiðju fyrirtækisins í Helguvík, að því er fram kemur í fréttatilkynningu frá United Silicon. 14. ágúst 2017 17:28
Formaður bæjarráðs segir Reykjanesbæ lifa af án Sameinaðs Silicons „Þetta kemur á óvart,“ segir Friðjón Einarsson, formaður bæjarráðs í Reykjanesbæ. Hann gerir ráð fyrir því að bæjarráð fari yfir málið á fundi sínum á fimmtudaginn. 15. ágúst 2017 06:00
Kísilverið þarf að borga rúman milljarð Gerðardómur úrskurðaði á mánudag að United Silicon eigi að greiða ÍAV rúman einn millljarð króna vegna ógreiddra reikninga. 26. júlí 2017 06:00
Ráðherra andvígur undanþágu frá lögum fyrir kísilver á Bakka Kísilver PCC á Bakka fær að losa fjórfalt meira af ryki út í andrúmsloftið en ný lög leyfa fyrstu tvö rekstrarárin og 73 daga á ári framvegis, verði tillaga Umhverfisstofnunar staðfest. Umhverfisráðherra segir lögin eiga að gilda. 22. júlí 2017 07:00
Komast ekki í sólina úti á palli vegna stybbu Eftir tveggja vikna hlé var brennsluofninn í Helguvík gangsettur í nótt. 31. júlí 2017 10:53
Enn óljóst hvernig kísilverið mun borga Fimm dögum eftir að gerðardómur féll er enn ekki ljóst hvernig United Silicon mun greiða verktakafyrirtækinu ÍAV rúman milljarð króna vegna ógreiddra reikninga kísilversins í Helguvík. Samkvæmt gerðardómi þarf greiðsla að berast í lok næstu viku. 29. júlí 2017 07:00