Kannað hvort fleiri hótel við Mývatn fari í umhverfismat Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 17. ágúst 2017 06:00 Fosshótel Mývatn starfar á grundvelli bráðabirgðaleyfis sem rennur út 1. september. Mynd/Hilda Kristjánsdóttir Skipulagsstofnun skoðar nú hvort fleiri hótel á verndarsvæði Mývatns þurfi að fara í umhverfismat. Fosshótel Mývatn starfar nú á grundvelli bráðabirgðaleyfis heilbrigðisnefndar Norðurlandssvæðis eystra, sem gildir til 15. september en langtímaleyfi til hótelsins var afturkallað í kjölfar niðurstöðu úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála. Vegna úrskurðarins þarf Skipulagsstofnun að taka nýja ákvörðun um hvort hótelið þurfi að fara í umhverfismat. Þeirrar ákvörðunar er að vænta eftir um það bil mánuð, að sögn Ásdísar Hlakkar Theodórsdóttur forstjóra Skipulagsstofnunar. Þá er í athugun hjá stofnuninni hvort önnur hótel á verndarsvæðinu skuli einnig fara í umhverfismat en stofnunin aflar nú upplýsinga hjá öðrum hótelum á svæðinu, einkum um fráveitumál. „Það var ekki gert á sínum tíma, sem helgast líka af því að löggjöfin hefur breyst frá því þau voru byggð,“ segir Ásdís og bætir við: „En hins vegar höfum við fengið fyrirspurnir vegna annarra hótela á verndarsvæðinu og við erum að afla upplýsinga um hvort það krefjist einhverrar skoðunar.“Ásdís Hlökk Theodórsdóttir, forstjóri Skipulagsstofnunar.„Við höfum gert fjölda athugasemda við fjölgun gistirýma á þessu svæði enda er þetta galin þróun,“ segir Guðmundur Ingi Guðbrandsson, formaður Landverndar, og bætir við „þetta gerist ekki af sjálfu sér, heldur með vilja sveitarstjórnar og Umhverfisstofnunar og enginn virðist ætla að grípa hér í taumana.“ Þótt Fosshótel Mývatn hafi aðeins verið opið í sex vikur er saga verkefnisins orðin nokkuð löng. Framkvæmdir við byggingu þess hófust vorið 2016 en voru stöðvaðar að kröfu Umhverfisstofnunar í október sama ár þar sem leyfis stofnunarinnar hafði ekki verið aflað og Skipulagsstofnun hafði ekki tekið ákvörðun um hvort framkvæmdin þyrfti umhverfismat. Ákvörðun Skipulagsstofnunar lá fyrir mánuði síðar og Umhverfisstofnun veitti leyfi fyrir framkvæmdinni í kjölfarið og framkvæmdir fóru aftur á fullt skrið. Hótelið var svo opnað 1. júlí síðastliðinn. Sex dögum eftir opnunina kvað Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála upp úrskurð sem ógilti ákvörðun Skipulagsstofnunar og stofnunin þarf því að taka nýja ákvörðun um hvort hótelið þurfi í umhverfismat. Aðspurður segir Davíð Torfi Ólafsson, framkvæmdastjóri Íslandshótela, ansi skrítið að reka hótel undir þessum kringumstæðum. „Við fengum upphaflega langtímaleyfi frá heilbrigðisnefndinni sem gilti til 2022 en það var afturkallað þegar úrskurðurinn kom núna í sumar og nú erum við bara á þessu bráðabirgðaleyfi á meðan við bíðum eftir ákvörðun Skipulagsstofnunar.“ Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Það var reitt hátt til höggs“ Innlent Segist vita hver vó Geirfinn Innlent Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Erlent Vita ekki hvað fór úrskeiðis Innlent Viðurkenndi árás á hinn látna en segist ekki bera ábyrgð á áverkum Innlent Airbus-þota Icelandair flaug í fyrsta sinn í dag Innlent Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Festist undir þili milli klósettbása en slapp með sært stolt Innlent Ógildu lögin gætu bakað ríkinu skaðabótaskyldu Innlent Fleiri fréttir Fundu heitt vatn á Kjalarnesi og Geldingarnesi Sá hvítt eftir árás með járnkarli Brugðist við vaxtalækkun: „Ævintýralegur halli“ og „verðbólga í frjálsu falli“ Samþykktu að strætó stoppi við Egilsstaðaflugvöll Viðurkenndi árás á hinn látna en segist ekki bera ábyrgð á áverkum Festist undir þili milli klósettbása en slapp með sært stolt „Það var reitt hátt til höggs“ Skallaði lögreglumann sem hugðist hafa af honum afskipti Airbus-þota Icelandair flaug í fyrsta sinn í dag Segist vita hver vó Geirfinn Miðflokksmenn séu mestu vælukjóarnir Ógildu lögin gætu bakað ríkinu skaðabótaskyldu Fern ný jarðgöng undirbúin meðan Fjarðarheiðin bíður Vita ekki hvað fór úrskeiðis Lykildagar fram undan: „Það er mjög erfitt ástand á heimilinu“ Hinsegin fólk í Bandaríkjunum horfir til Íslands „Klassískt dæmi“ um sérhagsmunagæslu Framsóknar og Sjálfstæðisflokks Sérhagsmunagæsla, lykildagar og bókaormar í beinni Málglaðasti þingmaðurinn talaði í þrjá og hálfan sólarhring Bein útsending: Kosningafundur Flugmálafélags Íslands Eftirlitið skipar afurðastöðvum að stöðva aðgerðir tafarlaust Ólíklegt að gjósi í nóvember Óheppilegt að setja Jón í ráðuneytið Sautján mál urðu að lögum og tvær þingsályktanir samþykktar Auka öryggið á Bland.is vegna svikahrappa Minnisblað þvert á niðurstöðu dómsins Ekið á sex kindur viku eftir að ekið var á sjö Kosningafundur um jafnréttismál Lögfræðingar Alþingis vöruðu við breytingum á búvörulögum Lögfræðingar þingsins lögðu til að nýtt frumvarp yrði lagt fram Sjá meira
Skipulagsstofnun skoðar nú hvort fleiri hótel á verndarsvæði Mývatns þurfi að fara í umhverfismat. Fosshótel Mývatn starfar nú á grundvelli bráðabirgðaleyfis heilbrigðisnefndar Norðurlandssvæðis eystra, sem gildir til 15. september en langtímaleyfi til hótelsins var afturkallað í kjölfar niðurstöðu úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála. Vegna úrskurðarins þarf Skipulagsstofnun að taka nýja ákvörðun um hvort hótelið þurfi að fara í umhverfismat. Þeirrar ákvörðunar er að vænta eftir um það bil mánuð, að sögn Ásdísar Hlakkar Theodórsdóttur forstjóra Skipulagsstofnunar. Þá er í athugun hjá stofnuninni hvort önnur hótel á verndarsvæðinu skuli einnig fara í umhverfismat en stofnunin aflar nú upplýsinga hjá öðrum hótelum á svæðinu, einkum um fráveitumál. „Það var ekki gert á sínum tíma, sem helgast líka af því að löggjöfin hefur breyst frá því þau voru byggð,“ segir Ásdís og bætir við: „En hins vegar höfum við fengið fyrirspurnir vegna annarra hótela á verndarsvæðinu og við erum að afla upplýsinga um hvort það krefjist einhverrar skoðunar.“Ásdís Hlökk Theodórsdóttir, forstjóri Skipulagsstofnunar.„Við höfum gert fjölda athugasemda við fjölgun gistirýma á þessu svæði enda er þetta galin þróun,“ segir Guðmundur Ingi Guðbrandsson, formaður Landverndar, og bætir við „þetta gerist ekki af sjálfu sér, heldur með vilja sveitarstjórnar og Umhverfisstofnunar og enginn virðist ætla að grípa hér í taumana.“ Þótt Fosshótel Mývatn hafi aðeins verið opið í sex vikur er saga verkefnisins orðin nokkuð löng. Framkvæmdir við byggingu þess hófust vorið 2016 en voru stöðvaðar að kröfu Umhverfisstofnunar í október sama ár þar sem leyfis stofnunarinnar hafði ekki verið aflað og Skipulagsstofnun hafði ekki tekið ákvörðun um hvort framkvæmdin þyrfti umhverfismat. Ákvörðun Skipulagsstofnunar lá fyrir mánuði síðar og Umhverfisstofnun veitti leyfi fyrir framkvæmdinni í kjölfarið og framkvæmdir fóru aftur á fullt skrið. Hótelið var svo opnað 1. júlí síðastliðinn. Sex dögum eftir opnunina kvað Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála upp úrskurð sem ógilti ákvörðun Skipulagsstofnunar og stofnunin þarf því að taka nýja ákvörðun um hvort hótelið þurfi í umhverfismat. Aðspurður segir Davíð Torfi Ólafsson, framkvæmdastjóri Íslandshótela, ansi skrítið að reka hótel undir þessum kringumstæðum. „Við fengum upphaflega langtímaleyfi frá heilbrigðisnefndinni sem gilti til 2022 en það var afturkallað þegar úrskurðurinn kom núna í sumar og nú erum við bara á þessu bráðabirgðaleyfi á meðan við bíðum eftir ákvörðun Skipulagsstofnunar.“
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Það var reitt hátt til höggs“ Innlent Segist vita hver vó Geirfinn Innlent Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Erlent Vita ekki hvað fór úrskeiðis Innlent Viðurkenndi árás á hinn látna en segist ekki bera ábyrgð á áverkum Innlent Airbus-þota Icelandair flaug í fyrsta sinn í dag Innlent Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Festist undir þili milli klósettbása en slapp með sært stolt Innlent Ógildu lögin gætu bakað ríkinu skaðabótaskyldu Innlent Fleiri fréttir Fundu heitt vatn á Kjalarnesi og Geldingarnesi Sá hvítt eftir árás með járnkarli Brugðist við vaxtalækkun: „Ævintýralegur halli“ og „verðbólga í frjálsu falli“ Samþykktu að strætó stoppi við Egilsstaðaflugvöll Viðurkenndi árás á hinn látna en segist ekki bera ábyrgð á áverkum Festist undir þili milli klósettbása en slapp með sært stolt „Það var reitt hátt til höggs“ Skallaði lögreglumann sem hugðist hafa af honum afskipti Airbus-þota Icelandair flaug í fyrsta sinn í dag Segist vita hver vó Geirfinn Miðflokksmenn séu mestu vælukjóarnir Ógildu lögin gætu bakað ríkinu skaðabótaskyldu Fern ný jarðgöng undirbúin meðan Fjarðarheiðin bíður Vita ekki hvað fór úrskeiðis Lykildagar fram undan: „Það er mjög erfitt ástand á heimilinu“ Hinsegin fólk í Bandaríkjunum horfir til Íslands „Klassískt dæmi“ um sérhagsmunagæslu Framsóknar og Sjálfstæðisflokks Sérhagsmunagæsla, lykildagar og bókaormar í beinni Málglaðasti þingmaðurinn talaði í þrjá og hálfan sólarhring Bein útsending: Kosningafundur Flugmálafélags Íslands Eftirlitið skipar afurðastöðvum að stöðva aðgerðir tafarlaust Ólíklegt að gjósi í nóvember Óheppilegt að setja Jón í ráðuneytið Sautján mál urðu að lögum og tvær þingsályktanir samþykktar Auka öryggið á Bland.is vegna svikahrappa Minnisblað þvert á niðurstöðu dómsins Ekið á sex kindur viku eftir að ekið var á sjö Kosningafundur um jafnréttismál Lögfræðingar Alþingis vöruðu við breytingum á búvörulögum Lögfræðingar þingsins lögðu til að nýtt frumvarp yrði lagt fram Sjá meira