Áhrif Costco, bein og óbein Guðjón Sigurbjartsson skrifar 17. ágúst 2017 06:00 Nú, rúmum tveimur mánuðum eftir opnun Costco, eru gríðarleg áhrif þegar komin í ljós. Ekkert lát er á straumi neytenda í verslunina sem sýnir hversu mikils virði framboð ódýrari og fjölbreyttari vöru er fyrir okkur. Sem er von því verðlag hér á landi er talsvert hærra en í nágrannalöndunum, sérstaklega matvælaverð og vextir af lánum, sem kemur niður á lífskjörum okkar því að við höfum minna til skiptanna þegar við erum búin að sinna grunnþörfunum fyrir mat og húsaskjól.Óbeinu áhrifin verða meiri Costco selur á rúmu kostnaðarverði og lætur nægja hagnaðinn af sölu aðgangskorta. Ein af bábiljum Bændasamtakanna, vegna skorts á betri rökum, er þessi: „Tilgangslaust er að fella niður tolla af matvælum því Hagar og aðrir smásalar myndu stinga mismuninum í vasann.“ Með tilkomu Costco getur enginn efast um að niðurfelling tolla skili sér til neytenda. Nýlega féllu rök Bændasamtakanna um mikla smithættu af ferskum innfluttum kjötvörum þannig að nú stendur fátt í vegi fyrir því að íslenskir neytendur fái aðgang að úrvali af hagstæðum, fjölbreyttum og hollum matvælum hvaðanæva. Samkvæmt úttekt okkar Þórólfs Matthíassonar, prófessors í hagfræði, árið 2016, lækkar verð matvæla um 35% við niðurfellingu matartollanna auk þess sem fjölbreytni og gæði vaxa að sjálfsögðu. Slík lækkun sparar okkur, hverju og einu, um 100.000 krónur á ári. Fyrir fjögurra manna fjölskyldu gerir það um 400.000 krónur á ári en í rauninni getur fólk sótt sér meiri ávinning með því að flytja hluta af neyslunni yfir í ódýrari vörur. Þetta kemur öllum vel hvar sem þeir búa á landinu, sérstaklega fátækum barnafjölskyldum, en samkvæmt UN líða um 6.100 börn á landinu efnalegan skort.Fyrir landsbyggðina skiptir lækkun kostnaðar við Íslandsferð miklu Lækkun matarverðs skiptir líka gríðarlega miklu máli fyrir stærstu atvinnugrein þjóðarinnar, ferðaþjónustu. Sums staðar á landinu er farið að bera á fækkun ferðamanna vegna þess hversu dýrt er að sækja landið heim. Þau landsvæði sem lengst eru frá SV-horninu lenda verst í þessu því ferðamenn stytta ferðir sínar og fara síður í lengri ferðir innanlands, til að spara útgjöld. Helstu kostnaðarliðir við Íslandsferð eru fargjöld, matur og gisting. Lágt gengi krónunnar dró um tíma úr sárasta ofurkostnaðinum en til framtíðar litið þarf að taka á háum grunnkostnaði. Löggjafinn getur lækkað alla ofangreinda kostnaðarliði með nokkrum pennastrikum. Sem fyrr greinir má lækka mat um að minnsta kosti 35% með niðurfellingu matartolla. Lækka má áfengisgjöld eftir þörfum með einfaldri ákvörðun. Háir vextir eru undirliggjandi ástæða hás gistikostnaðar og fleiri kostnaðarliða. Hægt er að lækka þá með upptöku stórs gjaldmiðils, væntanlega evru. Það tekur tíma en í millitíðinni má heimila fólki og fyrirtækjum lántöku í erlendri mynt með gengisvörnum sem geta verið mun ódýrari en vaxtamunurinn. Með þessu tryggjum við vöxt og viðgang ferðaþjónustunnar og bætum framlegð hennar og launagreiðslugetu. Góður viðgangur ferðaþjónustunnar, mikilvægasta byggðaaðgerð sem völ er á Störf sem nú eru talin tengjast landbúnaði eru um 10.000 en störf tengd ferðaþjónustu eru 20.000 til 30.000 eftir árstímum. Störfum sem tengjast landbúnaði fækkar en þeim sem tengjast ferðaþjónustu fjölgar. Við niðurfellingu matartolla fækkar störfum ef til vill um 500 eða svo, aðallega í svína- og kjúklinga-greinunum, en einnig í mjólk, eggjum og kindakjöti. Mikil þörf er fyrir þær vinnufúsu hendur sem losna og nota má ávinninginn af breytingunum, sem verður gríðarlegur til að auðvelda þær. Góður viðgangur ferðaþjónustu er mun mikilvægari en landbúnaður í núverandi mynd, líka fyrir landsbyggðina. Það er því gríðarlega mikilvægt að gera ferðaþjónustunni kleift að vaxa, líka í dreifbýli. Niðurfelling matartolla er því trúlega stærsta byggðaaðgerð sem völ er á. Með tilkomu Costco þarf ekki lengur að efast um að lækkunin gangi til neytenda og bæti þeirra hag. Ávinningurinn kemur líka fram í eflingu ferðaþjónustu um allt land sem getur tekið við hluta af óhagkvæmum heimskautalandbúnaði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Skoðun Mest lesið Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir Skoðun Halldór 18.01.2025 Halldór Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson skrifar Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Vinnum í lausnum Edda Sif Pind Aradóttir skrifar Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Frelsi til sölu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar Skoðun Leikskólakerfið á krossgötum: Gæði eða hraði? Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir skrifar Skoðun Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“ Rajan Parrikar skrifar Skoðun Dýr eiga skilið samúð og umhyggju Anna Berg Samúelsdóttir skrifar Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna skrifar Skoðun Gervigreind og markþjálfun: Samvinna eða samkeppni? Ásta Guðrún Guðbrandsdóttir skrifar Skoðun Bjarni Ben í þátíð Guðmundur Einarsson skrifar Skoðun Ísland og stórveldin Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ósvífin olíugjöld kynda undir verðbólgu Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Eru skattar og gjöld verðmætasköpun? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Hvað er græni veggurinn að reyna að segja okkur? Bjarki Gunnar Halldórsson skrifar Skoðun Sorg barna - Sektarkennd og samviskubit Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hvers vegna hafa Svíar ekki tekið upp evruna? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Górillur í postulínsbúð – Nýfrjálshyggjuklíkan tekur völdin Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Leikskólakerfið: Samfélagsgildi fram yfir hagnað Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hagræðing í ríkisrekstri: Heilræði fyrir nýja ríkisstjórn Ómar H. Kristmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Ögn um Vigdísarþætti Hallgrímur Helgi Helgason skrifar Sjá meira
Nú, rúmum tveimur mánuðum eftir opnun Costco, eru gríðarleg áhrif þegar komin í ljós. Ekkert lát er á straumi neytenda í verslunina sem sýnir hversu mikils virði framboð ódýrari og fjölbreyttari vöru er fyrir okkur. Sem er von því verðlag hér á landi er talsvert hærra en í nágrannalöndunum, sérstaklega matvælaverð og vextir af lánum, sem kemur niður á lífskjörum okkar því að við höfum minna til skiptanna þegar við erum búin að sinna grunnþörfunum fyrir mat og húsaskjól.Óbeinu áhrifin verða meiri Costco selur á rúmu kostnaðarverði og lætur nægja hagnaðinn af sölu aðgangskorta. Ein af bábiljum Bændasamtakanna, vegna skorts á betri rökum, er þessi: „Tilgangslaust er að fella niður tolla af matvælum því Hagar og aðrir smásalar myndu stinga mismuninum í vasann.“ Með tilkomu Costco getur enginn efast um að niðurfelling tolla skili sér til neytenda. Nýlega féllu rök Bændasamtakanna um mikla smithættu af ferskum innfluttum kjötvörum þannig að nú stendur fátt í vegi fyrir því að íslenskir neytendur fái aðgang að úrvali af hagstæðum, fjölbreyttum og hollum matvælum hvaðanæva. Samkvæmt úttekt okkar Þórólfs Matthíassonar, prófessors í hagfræði, árið 2016, lækkar verð matvæla um 35% við niðurfellingu matartollanna auk þess sem fjölbreytni og gæði vaxa að sjálfsögðu. Slík lækkun sparar okkur, hverju og einu, um 100.000 krónur á ári. Fyrir fjögurra manna fjölskyldu gerir það um 400.000 krónur á ári en í rauninni getur fólk sótt sér meiri ávinning með því að flytja hluta af neyslunni yfir í ódýrari vörur. Þetta kemur öllum vel hvar sem þeir búa á landinu, sérstaklega fátækum barnafjölskyldum, en samkvæmt UN líða um 6.100 börn á landinu efnalegan skort.Fyrir landsbyggðina skiptir lækkun kostnaðar við Íslandsferð miklu Lækkun matarverðs skiptir líka gríðarlega miklu máli fyrir stærstu atvinnugrein þjóðarinnar, ferðaþjónustu. Sums staðar á landinu er farið að bera á fækkun ferðamanna vegna þess hversu dýrt er að sækja landið heim. Þau landsvæði sem lengst eru frá SV-horninu lenda verst í þessu því ferðamenn stytta ferðir sínar og fara síður í lengri ferðir innanlands, til að spara útgjöld. Helstu kostnaðarliðir við Íslandsferð eru fargjöld, matur og gisting. Lágt gengi krónunnar dró um tíma úr sárasta ofurkostnaðinum en til framtíðar litið þarf að taka á háum grunnkostnaði. Löggjafinn getur lækkað alla ofangreinda kostnaðarliði með nokkrum pennastrikum. Sem fyrr greinir má lækka mat um að minnsta kosti 35% með niðurfellingu matartolla. Lækka má áfengisgjöld eftir þörfum með einfaldri ákvörðun. Háir vextir eru undirliggjandi ástæða hás gistikostnaðar og fleiri kostnaðarliða. Hægt er að lækka þá með upptöku stórs gjaldmiðils, væntanlega evru. Það tekur tíma en í millitíðinni má heimila fólki og fyrirtækjum lántöku í erlendri mynt með gengisvörnum sem geta verið mun ódýrari en vaxtamunurinn. Með þessu tryggjum við vöxt og viðgang ferðaþjónustunnar og bætum framlegð hennar og launagreiðslugetu. Góður viðgangur ferðaþjónustunnar, mikilvægasta byggðaaðgerð sem völ er á Störf sem nú eru talin tengjast landbúnaði eru um 10.000 en störf tengd ferðaþjónustu eru 20.000 til 30.000 eftir árstímum. Störfum sem tengjast landbúnaði fækkar en þeim sem tengjast ferðaþjónustu fjölgar. Við niðurfellingu matartolla fækkar störfum ef til vill um 500 eða svo, aðallega í svína- og kjúklinga-greinunum, en einnig í mjólk, eggjum og kindakjöti. Mikil þörf er fyrir þær vinnufúsu hendur sem losna og nota má ávinninginn af breytingunum, sem verður gríðarlegur til að auðvelda þær. Góður viðgangur ferðaþjónustu er mun mikilvægari en landbúnaður í núverandi mynd, líka fyrir landsbyggðina. Það er því gríðarlega mikilvægt að gera ferðaþjónustunni kleift að vaxa, líka í dreifbýli. Niðurfelling matartolla er því trúlega stærsta byggðaaðgerð sem völ er á. Með tilkomu Costco þarf ekki lengur að efast um að lækkunin gangi til neytenda og bæti þeirra hag. Ávinningurinn kemur líka fram í eflingu ferðaþjónustu um allt land sem getur tekið við hluta af óhagkvæmum heimskautalandbúnaði.
Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar
Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun