Sjómenn vilja láta mála Hjörleif á vegginn Stefán Ó. Jónsson skrifar 16. ágúst 2017 18:02 Valmundur Valmundsson, formaður Sjómannasambands Íslands, „er ekki sáttur“ við að myndin af sjómanninum á austurvegg Sjávarútvegshússins við Skúlagötu 4 sé horfinn. Honum finnist það í stuttu máli „fáránlegt“ og með „hreinum ólíkindum“ að myndin sem honum hafi þótt mikil prýði sé horfin á braut. Um fátt annað sé rætt á kaffistofum sjómanna en um kollega þeirra á veggnum og hvað skuli koma í hans stað. Mikið hefur verið rætt og ritað um hvarf sjómannsins sem málaður var á vegginn í tengslum við Iceland Airwaves-tónlistarhátíðina árið 2015.Þegar Fréttablaðið reyndi að leita skýringa á hvarfi sjómannsins var fátt um svör. Enginn vildi axla ábyrgð, ráðuneytið benti á borgina og borgin benti á húseigendur. Þá sagðist Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, sjávarútvegs- og landsbúnaðarráðherra, alls ekki vera hress með að málað hefði verið yfir sjómanninn. Í ljós hefur komið að einn maður öðrum fremur rak á eftir því að verkið yrði fjarlægt, fyrrverandi ráðherrann Hjörleifur Guttormsson sem býr á Vatnsstíg, skammt frá Sjávarútvegshúsinu. Í tölvupóstsamskiptum sínum við hina ýmsu embættismenn rak hann á eftir því að staðið yrði við fyrirheit þess efnis að myndin yrði einungis á veggnum til eins árs - eins og upphaflega hafi staðið til. Myndin fékk þó að lifa í tæp tvö ár og var málað yfir hana í sumar.Myndin af sjómanninum fór ekki framhjá neinum sem ók eftir Sæbraut í austurátt. Vísir/VilhelmÍ samtali við Vísi í dag sagðist Hjörleifur þó ekki vera „aðili þessa máls.“ Valmundur segir í samtali við Reykjavík sídegis að honum hafi þótt einkar viðeigandi að mynd af sjómanni prýddi þetta hús. Það sé sannarlega hús sjávarútvegarins enda hýsi það meðal annars Hafrannsóknarstofnun og sjávarútvegsráðuneytið. Hann segir mikinn sjónarsviptir af sjómanninum og segist Valmundur hafa orðið „hálf klumsa“ þegar hann sá fréttir þess efnis að hann væri á bak og burt. Ekkert samráð var haft við Sjómannasambandið eða það látið vita að til stæði að fjarlægja verkið. „Myndin fannst mér alltaf til prýði og ég var alltaf stoltur þegar ég horfði á þessa mynd, að einhver skuli muna eftir íslenska sjómanninum,“ segir Valmundur. Hann segir að á fundum sínum í dag sé fátt annað rætt en hvað skuli koma á vegginn í stað sjómannsins. „Sumir vilja láta mála Hjörleif á vegginn,“ segir Valmundur, jafnvel í sjóstakk, en hann segist nú ekki sammála því. Honum þætti bót í máli að sjómaðurinn, eða einhver önnur falleg mynd af íslenska sjómanninum, kæmi á vegginn. „Það bara veitir ekki af því að minna á hann því þeim fáu sem eru eftir eigum við mikið að þakka,“ segir Valmundur en spjall hans við Reykjavík Sídegis má heyra hér að ofan. Tengdar fréttir Sjómaðurinn fór „mikið fyrir brjóstið“ á nágrannanum Hjörleifi Hjörleifur Guttormsson rak ítrekað á eftir því að myndin af sjómanninum á Sjávarútvegshúsinu yrði fjarlægð. 15. ágúst 2017 23:22 Hjörleifur Guttormsson um sjómanninn sem hvarf: „Ég er enginn aðili þessa máls“ Hjörleifur Guttormsson, fyrrverandi ráðherra og íbúi við Vatnsstíg í Reykjavík, telur að skipulagslög hafi verið brotin þegar mynd af sjómanni var máluð á hlið Sjávarútvegshússins árið 2015. 16. ágúst 2017 12:30 Sjómannsins saknað en enginn vill axla ábyrgð á hvarfi hans Allir sakna verksins af sjómanninum; sjávarútvegsáðuneytið, Reykjavíkurborg og húseigendur. Enginn vill axla ábyrgð á afdrifum verksins. 15. ágúst 2017 06:00 Mest lesið Alþjóðastarf þingmanna álitið sem „fyllerís- og fríferðir“ Innlent Sigurði Inga heitt í hamsi þegar hann flutti eldræðu um útlendinga Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Skorinn með hníf á skemmtistað í miðbænum Innlent „Staðan er bara sú að það verður slys hérna“ Innlent Tíu mánaða strákur fær byltingarkennt lyf fyrstur Íslendinga Innlent Kallar eftir umboði þjóðarinnar til breytinga Innlent Amma lýsir blóðugum niðurgangi og örvæntingu foreldra Innlent Telur „verulegar líkur“ á að sýknu Alberts verði snúið Innlent Enginn í steininn fyrir heiðursofbeldi Innlent Fleiri fréttir Nauðgaði sofandi konu í jólateiti Ekkert sem gefi til kynna að Framsókn standi fyrir mannúð Kallar eftir umboði þjóðarinnar til breytinga Skorinn með hníf á skemmtistað í miðbænum Alþjóðastarf þingmanna álitið sem „fyllerís- og fríferðir“ Sigurði Inga heitt í hamsi þegar hann flutti eldræðu um útlendinga „Staðan er bara sú að það verður slys hérna“ Afstaða ríkisins hleypi illu blóði og hörku í viðræðurnar Framboðslisti Ábyrgrar framtíðar í Reykjavík norður Fagnar 400 nýjum störfum við Hvammsvirkjun Tíu mánaða strákur fær byltingarkennt lyf fyrstur Íslendinga Þau verða fulltrúar Íslands á COP29 í Aserbaídsjan Veröldin hrundi þegar sonurinn greindist Enginn í steininn fyrir heiðursofbeldi Amma lýsir blóðugum niðurgangi og örvæntingu foreldra Verkfall í MR samþykkt í annarri tilraun Mörg börn sem beita ofbeldi hafa orðið fyrir því sjálf Ríkið telur ólöglega boðað til verkfalls lækna Þverárfjallsvegur lokaður vegna eldsvoða í bíl Telur „verulegar líkur“ á að sýknu Alberts verði snúið Íslendingar þurfa ekki vegabréfsáritun til Kína næsta árið Steinþór hafi verið að berjast fyrir lífi sínu Dómi í máli Alberts áfrýjað „Sjáum fram á að geta rekið sveitarfélagið eitthvað fram eftir næsta ári“ Borgin lúffar fyrir aðdáendum áramótabrenna Rétt meðhöndlun hakksins hefði komið í veg fyrir veikindi Áfram í gæsluvarðhaldi vegna rannsóknar á andláti móður hans Hörður Ellert lætur reyna á dóm fyrir að nauðga stjúpdóttur sinni Grindavík á barmi gjaldþrots og læknar á leið í verkfall Vill vita hvort RÚV hafi einhvern tíma beðist afsökunar Sjá meira
Valmundur Valmundsson, formaður Sjómannasambands Íslands, „er ekki sáttur“ við að myndin af sjómanninum á austurvegg Sjávarútvegshússins við Skúlagötu 4 sé horfinn. Honum finnist það í stuttu máli „fáránlegt“ og með „hreinum ólíkindum“ að myndin sem honum hafi þótt mikil prýði sé horfin á braut. Um fátt annað sé rætt á kaffistofum sjómanna en um kollega þeirra á veggnum og hvað skuli koma í hans stað. Mikið hefur verið rætt og ritað um hvarf sjómannsins sem málaður var á vegginn í tengslum við Iceland Airwaves-tónlistarhátíðina árið 2015.Þegar Fréttablaðið reyndi að leita skýringa á hvarfi sjómannsins var fátt um svör. Enginn vildi axla ábyrgð, ráðuneytið benti á borgina og borgin benti á húseigendur. Þá sagðist Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, sjávarútvegs- og landsbúnaðarráðherra, alls ekki vera hress með að málað hefði verið yfir sjómanninn. Í ljós hefur komið að einn maður öðrum fremur rak á eftir því að verkið yrði fjarlægt, fyrrverandi ráðherrann Hjörleifur Guttormsson sem býr á Vatnsstíg, skammt frá Sjávarútvegshúsinu. Í tölvupóstsamskiptum sínum við hina ýmsu embættismenn rak hann á eftir því að staðið yrði við fyrirheit þess efnis að myndin yrði einungis á veggnum til eins árs - eins og upphaflega hafi staðið til. Myndin fékk þó að lifa í tæp tvö ár og var málað yfir hana í sumar.Myndin af sjómanninum fór ekki framhjá neinum sem ók eftir Sæbraut í austurátt. Vísir/VilhelmÍ samtali við Vísi í dag sagðist Hjörleifur þó ekki vera „aðili þessa máls.“ Valmundur segir í samtali við Reykjavík sídegis að honum hafi þótt einkar viðeigandi að mynd af sjómanni prýddi þetta hús. Það sé sannarlega hús sjávarútvegarins enda hýsi það meðal annars Hafrannsóknarstofnun og sjávarútvegsráðuneytið. Hann segir mikinn sjónarsviptir af sjómanninum og segist Valmundur hafa orðið „hálf klumsa“ þegar hann sá fréttir þess efnis að hann væri á bak og burt. Ekkert samráð var haft við Sjómannasambandið eða það látið vita að til stæði að fjarlægja verkið. „Myndin fannst mér alltaf til prýði og ég var alltaf stoltur þegar ég horfði á þessa mynd, að einhver skuli muna eftir íslenska sjómanninum,“ segir Valmundur. Hann segir að á fundum sínum í dag sé fátt annað rætt en hvað skuli koma á vegginn í stað sjómannsins. „Sumir vilja láta mála Hjörleif á vegginn,“ segir Valmundur, jafnvel í sjóstakk, en hann segist nú ekki sammála því. Honum þætti bót í máli að sjómaðurinn, eða einhver önnur falleg mynd af íslenska sjómanninum, kæmi á vegginn. „Það bara veitir ekki af því að minna á hann því þeim fáu sem eru eftir eigum við mikið að þakka,“ segir Valmundur en spjall hans við Reykjavík Sídegis má heyra hér að ofan.
Tengdar fréttir Sjómaðurinn fór „mikið fyrir brjóstið“ á nágrannanum Hjörleifi Hjörleifur Guttormsson rak ítrekað á eftir því að myndin af sjómanninum á Sjávarútvegshúsinu yrði fjarlægð. 15. ágúst 2017 23:22 Hjörleifur Guttormsson um sjómanninn sem hvarf: „Ég er enginn aðili þessa máls“ Hjörleifur Guttormsson, fyrrverandi ráðherra og íbúi við Vatnsstíg í Reykjavík, telur að skipulagslög hafi verið brotin þegar mynd af sjómanni var máluð á hlið Sjávarútvegshússins árið 2015. 16. ágúst 2017 12:30 Sjómannsins saknað en enginn vill axla ábyrgð á hvarfi hans Allir sakna verksins af sjómanninum; sjávarútvegsáðuneytið, Reykjavíkurborg og húseigendur. Enginn vill axla ábyrgð á afdrifum verksins. 15. ágúst 2017 06:00 Mest lesið Alþjóðastarf þingmanna álitið sem „fyllerís- og fríferðir“ Innlent Sigurði Inga heitt í hamsi þegar hann flutti eldræðu um útlendinga Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Skorinn með hníf á skemmtistað í miðbænum Innlent „Staðan er bara sú að það verður slys hérna“ Innlent Tíu mánaða strákur fær byltingarkennt lyf fyrstur Íslendinga Innlent Kallar eftir umboði þjóðarinnar til breytinga Innlent Amma lýsir blóðugum niðurgangi og örvæntingu foreldra Innlent Telur „verulegar líkur“ á að sýknu Alberts verði snúið Innlent Enginn í steininn fyrir heiðursofbeldi Innlent Fleiri fréttir Nauðgaði sofandi konu í jólateiti Ekkert sem gefi til kynna að Framsókn standi fyrir mannúð Kallar eftir umboði þjóðarinnar til breytinga Skorinn með hníf á skemmtistað í miðbænum Alþjóðastarf þingmanna álitið sem „fyllerís- og fríferðir“ Sigurði Inga heitt í hamsi þegar hann flutti eldræðu um útlendinga „Staðan er bara sú að það verður slys hérna“ Afstaða ríkisins hleypi illu blóði og hörku í viðræðurnar Framboðslisti Ábyrgrar framtíðar í Reykjavík norður Fagnar 400 nýjum störfum við Hvammsvirkjun Tíu mánaða strákur fær byltingarkennt lyf fyrstur Íslendinga Þau verða fulltrúar Íslands á COP29 í Aserbaídsjan Veröldin hrundi þegar sonurinn greindist Enginn í steininn fyrir heiðursofbeldi Amma lýsir blóðugum niðurgangi og örvæntingu foreldra Verkfall í MR samþykkt í annarri tilraun Mörg börn sem beita ofbeldi hafa orðið fyrir því sjálf Ríkið telur ólöglega boðað til verkfalls lækna Þverárfjallsvegur lokaður vegna eldsvoða í bíl Telur „verulegar líkur“ á að sýknu Alberts verði snúið Íslendingar þurfa ekki vegabréfsáritun til Kína næsta árið Steinþór hafi verið að berjast fyrir lífi sínu Dómi í máli Alberts áfrýjað „Sjáum fram á að geta rekið sveitarfélagið eitthvað fram eftir næsta ári“ Borgin lúffar fyrir aðdáendum áramótabrenna Rétt meðhöndlun hakksins hefði komið í veg fyrir veikindi Áfram í gæsluvarðhaldi vegna rannsóknar á andláti móður hans Hörður Ellert lætur reyna á dóm fyrir að nauðga stjúpdóttur sinni Grindavík á barmi gjaldþrots og læknar á leið í verkfall Vill vita hvort RÚV hafi einhvern tíma beðist afsökunar Sjá meira
Sjómaðurinn fór „mikið fyrir brjóstið“ á nágrannanum Hjörleifi Hjörleifur Guttormsson rak ítrekað á eftir því að myndin af sjómanninum á Sjávarútvegshúsinu yrði fjarlægð. 15. ágúst 2017 23:22
Hjörleifur Guttormsson um sjómanninn sem hvarf: „Ég er enginn aðili þessa máls“ Hjörleifur Guttormsson, fyrrverandi ráðherra og íbúi við Vatnsstíg í Reykjavík, telur að skipulagslög hafi verið brotin þegar mynd af sjómanni var máluð á hlið Sjávarútvegshússins árið 2015. 16. ágúst 2017 12:30
Sjómannsins saknað en enginn vill axla ábyrgð á hvarfi hans Allir sakna verksins af sjómanninum; sjávarútvegsáðuneytið, Reykjavíkurborg og húseigendur. Enginn vill axla ábyrgð á afdrifum verksins. 15. ágúst 2017 06:00