Gylfi hjálpar strax Everton að komast yfir Liverpool á þessum lista Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 16. ágúst 2017 20:45 Ian Rush, Gylfi Þór Sigurðsson og Tony Cottee. Vísir/Samsett/Getty Everton mun borga Swansea meira en 40 milljónir punda fyrir íslenska landsliðsmanninn Gylfa Þór Sigurðsson og hann verður því orðinn dýrasti leikmaður félagsins frá upphafi. Gylfi verður þó ekki aðeins dýrasti knattspyrnumaður Everton því hann verður einnig dýrasti knattspyrnumaður Bítlaborgarinnar frá upphafi. Liverpool Echo hefur þetta eftir hlaðvarpsmanninum Tony „Scotty“ Scott. Dýrasti leikmaður Bítlaborgarinnar fyrir kaupin á Gylfa var Christian Benteke sem Liverpool keypti frá Aston Villa á 41,85 milljónir punda. Everton mun á endanum borga meira en það fyrir íslenska landsliðsmanninn samkvæmt heimildum íþróttadeildar 365. Þetta verður því í fyrsta sinn frá árinu 1988 sem dýrasti leikmaður Everton kostar meira en dýrasti knattspyrnumaður nágrannanna í Liverpool. Liverpool hefur verið ofar allt frá því að félagið borgaði ítalska félaginu Juventus 2,7 milljónir punda fyrir Ian Rush í ágúst 1988. Dýrasti leikmaður Everton var þá Tony Cottee sem félagið hafi keypt á 2,2 milljónir punda frá West Ham United í byrjun ágúst 1988. Þegar Everton keypti Cottee var hann dýrasti leikmaður Bretlandseyja. Það tók Liverpool aðeins tvær vikur að bæta það met og dýrasti leikmaður í sögu Liverpool hefur síðan þá alltaf kostað meira en dýrasti leikmaður Everton eða þar til núna. Gylfi var því fljótur að hjálpa Everton að komast yfir Liverpool á þeim lista. Enski boltinn Tengdar fréttir „Ómögulegt að fylla skarð Gylfa“ Það er ómögulegt fyrir Swansea City að fylla skarð Gylfa Þórs Sigurðssonar. Þetta segir Ian Walsh, fyrrverandi leikmaður Swansea og velska landsliðsins. 16. ágúst 2017 07:17 Gylfi stóðst læknisskoðun hjá Everton Ronald Koeman, stjóri Everton, tilkynnti á blaðamannafundi í dag að Gylfi Þór hefði staðist læknisskoðun hjá félaginu í morgun. 16. ágúst 2017 13:15 Spilar í bláu allan ársins hring Gylfi Þór Sigurðsson er við það að ganga í raðir enska úrvalsdeildarfélagsins Everton, eftir að félagið komst að samkomulagi við Swansea um kaupverð. Hann fer í læknisskoðun hjá Everton í dag. 16. ágúst 2017 06:00 Breiðablik og FH fá 72 milljónir vegna sölu Gylfa Uppeldisbætur koma sér vel fyrir íslensku félögin hans Gylfa Þórs Sigurðssonar. 16. ágúst 2017 10:15 Gylfi hlaðinn lofi af blaðamanni Guardian Segir að Gylfi Þór Sigurðsson sé bæði peninganna og biðarinnar virði fyrir Everton. 16. ágúst 2017 16:15 Tottenham hagnast á sölu Gylfa Fá tíu prósenta hlut af söluverði Gylfa Þórs til Everton. 16. ágúst 2017 11:15 Mest lesið „Á meðan að pabbi er formaður mun ég ekki skipta um lið“ Körfubolti Rashford og 32 ára nýliði í fyrsta landsliðshópi Tuchels Enski boltinn Dorgu bað dómarann um að gefa United ekki víti Fótbolti Fimm skíðastökkvarar í bann eftir saumaskandalinn Sport „Kominn tími á konu í Formúlu 1“ Formúla 1 „Engin draumastaða“ Handbolti Svona líta öll átta liða úrslitin í Evrópu út Fótbolti Ánægður með fullkomna fyrirliðann en segir hann þurfa að treysta samherjunum Fótbolti Sir Alex er enn að vinna titla Enski boltinn Van Dijk boðnar átta milljónir á dag í laun Enski boltinn Fleiri fréttir Rashford og 32 ára nýliði í fyrsta landsliðshópi Tuchels Sir Alex er enn að vinna titla Óttaðist að ánetjast svefntöflum Van Dijk boðnar átta milljónir á dag í laun Yfirmaður Manchester United segir félagið taka áhættu Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann „Ef einhver segir að hann viti eitthvað þá er hann að ljúga“ Forseti PSG spjallaði við van Dijk eftir leik | Á leið til Parísar? Fyrirliði City í áfalli eftir að stjórinn var rekinn „Við tókum út alla lukkuna í síðustu viku“ Stefán Teitur lagði upp mark sem dugði næstum því til sigurs Vill vinna titla með Arsenal svo hann gleymist ekki Segir að framherjaleysið sé ekki aðal vandamál Arsenal Ratcliffe viðurkennir mistök með Ten Hag og Ashworth Segir að United hefði orðið gjaldþrota um jólin ef ekki hefði verið gripið inn í Svona mun nýr heimavöllur Man. Utd líta út Fyndnar eða sorglegar pælingar Liverpool stuðningsmanna? Hituðu upp fyrir Liverpool með því að ná Man. City að stigum Segir suma leikmenn Man Utd ekki nógu góða og suma með of góð laun Manchester City rak stjórann sinn fimm dögum fyrir bikarúrslitaleik Liverpool tilkynnir um risasamning við Adidas Stjórnarformaður BBC vill breytingar á Match of the Day Arteta gekk út úr viðtali Keane gagnrýndi Arsenal: „Hvað gerir annað sætið fyrir þig? Þú vilt vinna titla“ Umræðan væri önnur ef um Rashford væri að ræða en ekki Grealish Barnalegir og hefðu getað kastað leiknum frá sér „Þetta félag mun aldrei deyja“ „Opnuðum á möguleikann að tapa leiknum“ David Raya bjargaði stigi á Old Trafford Cucurella sendi Chelsea upp fyrir meistarana Sjá meira
Everton mun borga Swansea meira en 40 milljónir punda fyrir íslenska landsliðsmanninn Gylfa Þór Sigurðsson og hann verður því orðinn dýrasti leikmaður félagsins frá upphafi. Gylfi verður þó ekki aðeins dýrasti knattspyrnumaður Everton því hann verður einnig dýrasti knattspyrnumaður Bítlaborgarinnar frá upphafi. Liverpool Echo hefur þetta eftir hlaðvarpsmanninum Tony „Scotty“ Scott. Dýrasti leikmaður Bítlaborgarinnar fyrir kaupin á Gylfa var Christian Benteke sem Liverpool keypti frá Aston Villa á 41,85 milljónir punda. Everton mun á endanum borga meira en það fyrir íslenska landsliðsmanninn samkvæmt heimildum íþróttadeildar 365. Þetta verður því í fyrsta sinn frá árinu 1988 sem dýrasti leikmaður Everton kostar meira en dýrasti knattspyrnumaður nágrannanna í Liverpool. Liverpool hefur verið ofar allt frá því að félagið borgaði ítalska félaginu Juventus 2,7 milljónir punda fyrir Ian Rush í ágúst 1988. Dýrasti leikmaður Everton var þá Tony Cottee sem félagið hafi keypt á 2,2 milljónir punda frá West Ham United í byrjun ágúst 1988. Þegar Everton keypti Cottee var hann dýrasti leikmaður Bretlandseyja. Það tók Liverpool aðeins tvær vikur að bæta það met og dýrasti leikmaður í sögu Liverpool hefur síðan þá alltaf kostað meira en dýrasti leikmaður Everton eða þar til núna. Gylfi var því fljótur að hjálpa Everton að komast yfir Liverpool á þeim lista.
Enski boltinn Tengdar fréttir „Ómögulegt að fylla skarð Gylfa“ Það er ómögulegt fyrir Swansea City að fylla skarð Gylfa Þórs Sigurðssonar. Þetta segir Ian Walsh, fyrrverandi leikmaður Swansea og velska landsliðsins. 16. ágúst 2017 07:17 Gylfi stóðst læknisskoðun hjá Everton Ronald Koeman, stjóri Everton, tilkynnti á blaðamannafundi í dag að Gylfi Þór hefði staðist læknisskoðun hjá félaginu í morgun. 16. ágúst 2017 13:15 Spilar í bláu allan ársins hring Gylfi Þór Sigurðsson er við það að ganga í raðir enska úrvalsdeildarfélagsins Everton, eftir að félagið komst að samkomulagi við Swansea um kaupverð. Hann fer í læknisskoðun hjá Everton í dag. 16. ágúst 2017 06:00 Breiðablik og FH fá 72 milljónir vegna sölu Gylfa Uppeldisbætur koma sér vel fyrir íslensku félögin hans Gylfa Þórs Sigurðssonar. 16. ágúst 2017 10:15 Gylfi hlaðinn lofi af blaðamanni Guardian Segir að Gylfi Þór Sigurðsson sé bæði peninganna og biðarinnar virði fyrir Everton. 16. ágúst 2017 16:15 Tottenham hagnast á sölu Gylfa Fá tíu prósenta hlut af söluverði Gylfa Þórs til Everton. 16. ágúst 2017 11:15 Mest lesið „Á meðan að pabbi er formaður mun ég ekki skipta um lið“ Körfubolti Rashford og 32 ára nýliði í fyrsta landsliðshópi Tuchels Enski boltinn Dorgu bað dómarann um að gefa United ekki víti Fótbolti Fimm skíðastökkvarar í bann eftir saumaskandalinn Sport „Kominn tími á konu í Formúlu 1“ Formúla 1 „Engin draumastaða“ Handbolti Svona líta öll átta liða úrslitin í Evrópu út Fótbolti Ánægður með fullkomna fyrirliðann en segir hann þurfa að treysta samherjunum Fótbolti Sir Alex er enn að vinna titla Enski boltinn Van Dijk boðnar átta milljónir á dag í laun Enski boltinn Fleiri fréttir Rashford og 32 ára nýliði í fyrsta landsliðshópi Tuchels Sir Alex er enn að vinna titla Óttaðist að ánetjast svefntöflum Van Dijk boðnar átta milljónir á dag í laun Yfirmaður Manchester United segir félagið taka áhættu Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann „Ef einhver segir að hann viti eitthvað þá er hann að ljúga“ Forseti PSG spjallaði við van Dijk eftir leik | Á leið til Parísar? Fyrirliði City í áfalli eftir að stjórinn var rekinn „Við tókum út alla lukkuna í síðustu viku“ Stefán Teitur lagði upp mark sem dugði næstum því til sigurs Vill vinna titla með Arsenal svo hann gleymist ekki Segir að framherjaleysið sé ekki aðal vandamál Arsenal Ratcliffe viðurkennir mistök með Ten Hag og Ashworth Segir að United hefði orðið gjaldþrota um jólin ef ekki hefði verið gripið inn í Svona mun nýr heimavöllur Man. Utd líta út Fyndnar eða sorglegar pælingar Liverpool stuðningsmanna? Hituðu upp fyrir Liverpool með því að ná Man. City að stigum Segir suma leikmenn Man Utd ekki nógu góða og suma með of góð laun Manchester City rak stjórann sinn fimm dögum fyrir bikarúrslitaleik Liverpool tilkynnir um risasamning við Adidas Stjórnarformaður BBC vill breytingar á Match of the Day Arteta gekk út úr viðtali Keane gagnrýndi Arsenal: „Hvað gerir annað sætið fyrir þig? Þú vilt vinna titla“ Umræðan væri önnur ef um Rashford væri að ræða en ekki Grealish Barnalegir og hefðu getað kastað leiknum frá sér „Þetta félag mun aldrei deyja“ „Opnuðum á möguleikann að tapa leiknum“ David Raya bjargaði stigi á Old Trafford Cucurella sendi Chelsea upp fyrir meistarana Sjá meira
„Ómögulegt að fylla skarð Gylfa“ Það er ómögulegt fyrir Swansea City að fylla skarð Gylfa Þórs Sigurðssonar. Þetta segir Ian Walsh, fyrrverandi leikmaður Swansea og velska landsliðsins. 16. ágúst 2017 07:17
Gylfi stóðst læknisskoðun hjá Everton Ronald Koeman, stjóri Everton, tilkynnti á blaðamannafundi í dag að Gylfi Þór hefði staðist læknisskoðun hjá félaginu í morgun. 16. ágúst 2017 13:15
Spilar í bláu allan ársins hring Gylfi Þór Sigurðsson er við það að ganga í raðir enska úrvalsdeildarfélagsins Everton, eftir að félagið komst að samkomulagi við Swansea um kaupverð. Hann fer í læknisskoðun hjá Everton í dag. 16. ágúst 2017 06:00
Breiðablik og FH fá 72 milljónir vegna sölu Gylfa Uppeldisbætur koma sér vel fyrir íslensku félögin hans Gylfa Þórs Sigurðssonar. 16. ágúst 2017 10:15
Gylfi hlaðinn lofi af blaðamanni Guardian Segir að Gylfi Þór Sigurðsson sé bæði peninganna og biðarinnar virði fyrir Everton. 16. ágúst 2017 16:15
Tottenham hagnast á sölu Gylfa Fá tíu prósenta hlut af söluverði Gylfa Þórs til Everton. 16. ágúst 2017 11:15