Bíó og sjónvarp

Birtu næsta þátt Game of Thrones óvart á netinu

Samúel Karl Ólason skrifar
Vísir/HBO
Sjötti þáttur sjöundu þáttaraðar Game of Thrones, sá næsti, er í dreifingu á netinu. Svo virðist sem að starfsmenn HBO á Spáni hafi fyrir mistök sett þáttinn á netið í um klukkustund. Á þeim tíma var honum stolið og er hann í dreifingu.

Þar að auki er verið að birta myndir og myndbönd úr þættinum á samfélagsmiðlum.

Samkvæmt frétt Mashable hafa myndbönd og myndir verið birtar á Reddit, Youtube og víðar.

Vilji fólk forðast spennuspilla fyrir sunnudaginn er vert að fara varlega á internetinu á næstu dögum.

Lögregla handtók í gær fjóra menn í Indlandi sem grunaðir eru um að hafa lekið fjórða þættinum á netið fyrr í mánuðinum. Þrír mannanna vinna hjá fyrirtæki sem vinnur þáttinn fyrir stafræna dreifingu í Indlandi. Sá fjórði var fyrrverandi starfsmaður fyrirtækisins.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.