Everton og Swansea búin að semja um kaupverð: Gylfi í læknisskoðun í fyrramálið Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 15. ágúst 2017 19:22 Gylfi Þór Sigurðsson. vísir/getty Everton og Swansea hafa gengið frá samkomulagi um kaupverð á Gylfa Þór Sigurðssyni. Hann gengst undir læknisskoðun hjá Everton í fyrramálið. Þetta herma heimildir Vísis. Gylfi hefur verið undir smásjá Everton síðustu vikur og mánuði en Swansea hefur nú þegar hafnað tveimur tilboðum frá Everton í íslenska landsliðsmanninn. Aðilar hafa hins vegar rætt saman í vikunni og komust að samkomulagi um kaupverð í kvöld. Samkvæmt heimildum Vísis nemur kaupverðið rúmum 40 milljónum punda. Everton greiðir langstærstan hluta kaupverðsins strax en afganginn þegar Gylfi uppfyllir ákveðin samningsatriði. Ljóst er að Gylfi verður með þessu langdýrasti íslenski knattspyrnumaður sögunnar. Hann er 27 ára og á að baki 50 leiki með íslenska landsliðinu og hefur skorað í þeim fimmtán mörk. Gylfi Þór er lykilmaður í íslenska landsliðinu sem fór í 8-liða úrslit á EM í Frakklandi og er á toppi síns riðils í undankeppni HM 2018 ásamt Króatíu. Everton ætlar sér stóra hluti á leiktíðinni en liðið hefur styrkt leikmannahóp sinn mikið í sumar, þrátt fyrir að hafa selt framherjann Romelu Lukaku til Manchester United. Wayne Rooney sneri aftur til Everton, uppeldisfélagsins, og félagið festi einnig kaup á Davy Klaassen, Michael Keane, Sandro Ramirez og Henry Onyekuru. Everton vann um helgina Stoke, 1-0, í fyrstu umferð nýs tímabils í ensku úrvalsdeildinni. Wayne Rooney skoraði sigurmark liðsins. Gylfi hóf atvinnumannaferilinn hjá Reading en hefur einnig leikið með Hoffenheim og Tottenham, auk þess sem hann á láni hjá Shrewsbury og Crewe snemma á ferlinum. Enski boltinn Tengdar fréttir Rooney hetjan í heimkomunni | Nýliðar Huddersfield byrja með látum | Sjáðu mörkin Wayne Rooney skoraði eina mark leiksins í 1-0 sigri Everton á Stoke City á Goodison Park í dag en þetta er fyrsta mark hans fyrir uppeldisfélagið í 4837 daga. Þá byrjuðu nýliðar Huddersfield með látum og unnu 3-0 sigur á Crystal Palace á útivelli. 12. ágúst 2017 16:00 Gylfi sagður vera kominn með annan fótinn til Everton Everton og Swansea eru sögð vera svo gott sem búin að ná samkomulagi um kaupverðið á Gylfa Þór Sigurðssyni. 15. ágúst 2017 11:21 Gylfi spilar ekki með Swansea um helgina | Clement býst við því að hann fari Paul Clement, knattspyrnustjóri Swansea City, hefur nú gefið það út opinberlega að íslenski landsliðsmaðurinn Gylfi Þór Sigurðsson verði ekki í leikmannahóp liðsins í fyrstu umferð ensku úrvalsdeildarinnar um helgina. 10. ágúst 2017 13:00 Ronald Koeman um Gylfa: Við erum ekki að flýta okkur Bæði knattspyrnustjóri Swansea City, Paul Clement, og knattspyrnustjóri Everton, Ronald Koeman, tjáðu sig í dag um stöðuna á viðræðum Everton og Swansea um kaup á íslenska landsliðsmanninum Gylfa Þór Sigurðssyni. 10. ágúst 2017 13:26 Clement: Félagið í limbói út af Gylfa Segir að staðan sem upp sé komin sé pirrandi. 11. ágúst 2017 07:30 Clement segir félögin nálægt samkomulagi um kaupverðið á Gylfa Paul Clement, knattspyrnustjóri Swansea, var spurður um framtíð Gylfa Þórs Sigurðssonar, leikmanns Swansea, eftir 0-0 jafntefli gegn Southampton í fyrstu umferð ensku úrvalsdeildarinnar. 12. ágúst 2017 17:15 Mest lesið „Á meðan að pabbi er formaður mun ég ekki skipta um lið“ Körfubolti Rashford og 32 ára nýliði í fyrsta landsliðshópi Tuchels Enski boltinn Gjammandi áhorfandinn biður McIlroy afsökunar Golf Dorgu bað dómarann um að gefa United ekki víti Fótbolti „Kominn tími á konu í Formúlu 1“ Formúla 1 Ánægður með fullkomna fyrirliðann en segir hann þurfa að treysta samherjunum Fótbolti Róbert aðstoðar Ágúst á Hlíðarenda Handbolti Fimm skíðastökkvarar í bann eftir saumaskandalinn Sport Svona líta öll átta liða úrslitin í Evrópu út Fótbolti Heimir leitar sátta: Vill bjór og spjall með Duff og Bradley Fótbolti Fleiri fréttir Rashford og 32 ára nýliði í fyrsta landsliðshópi Tuchels Sir Alex er enn að vinna titla Óttaðist að ánetjast svefntöflum Van Dijk boðnar átta milljónir á dag í laun Yfirmaður Manchester United segir félagið taka áhættu Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann „Ef einhver segir að hann viti eitthvað þá er hann að ljúga“ Forseti PSG spjallaði við van Dijk eftir leik | Á leið til Parísar? Fyrirliði City í áfalli eftir að stjórinn var rekinn „Við tókum út alla lukkuna í síðustu viku“ Stefán Teitur lagði upp mark sem dugði næstum því til sigurs Vill vinna titla með Arsenal svo hann gleymist ekki Segir að framherjaleysið sé ekki aðal vandamál Arsenal Ratcliffe viðurkennir mistök með Ten Hag og Ashworth Segir að United hefði orðið gjaldþrota um jólin ef ekki hefði verið gripið inn í Svona mun nýr heimavöllur Man. Utd líta út Fyndnar eða sorglegar pælingar Liverpool stuðningsmanna? Hituðu upp fyrir Liverpool með því að ná Man. City að stigum Segir suma leikmenn Man Utd ekki nógu góða og suma með of góð laun Manchester City rak stjórann sinn fimm dögum fyrir bikarúrslitaleik Liverpool tilkynnir um risasamning við Adidas Stjórnarformaður BBC vill breytingar á Match of the Day Arteta gekk út úr viðtali Keane gagnrýndi Arsenal: „Hvað gerir annað sætið fyrir þig? Þú vilt vinna titla“ Umræðan væri önnur ef um Rashford væri að ræða en ekki Grealish Barnalegir og hefðu getað kastað leiknum frá sér „Þetta félag mun aldrei deyja“ „Opnuðum á möguleikann að tapa leiknum“ David Raya bjargaði stigi á Old Trafford Cucurella sendi Chelsea upp fyrir meistarana Sjá meira
Everton og Swansea hafa gengið frá samkomulagi um kaupverð á Gylfa Þór Sigurðssyni. Hann gengst undir læknisskoðun hjá Everton í fyrramálið. Þetta herma heimildir Vísis. Gylfi hefur verið undir smásjá Everton síðustu vikur og mánuði en Swansea hefur nú þegar hafnað tveimur tilboðum frá Everton í íslenska landsliðsmanninn. Aðilar hafa hins vegar rætt saman í vikunni og komust að samkomulagi um kaupverð í kvöld. Samkvæmt heimildum Vísis nemur kaupverðið rúmum 40 milljónum punda. Everton greiðir langstærstan hluta kaupverðsins strax en afganginn þegar Gylfi uppfyllir ákveðin samningsatriði. Ljóst er að Gylfi verður með þessu langdýrasti íslenski knattspyrnumaður sögunnar. Hann er 27 ára og á að baki 50 leiki með íslenska landsliðinu og hefur skorað í þeim fimmtán mörk. Gylfi Þór er lykilmaður í íslenska landsliðinu sem fór í 8-liða úrslit á EM í Frakklandi og er á toppi síns riðils í undankeppni HM 2018 ásamt Króatíu. Everton ætlar sér stóra hluti á leiktíðinni en liðið hefur styrkt leikmannahóp sinn mikið í sumar, þrátt fyrir að hafa selt framherjann Romelu Lukaku til Manchester United. Wayne Rooney sneri aftur til Everton, uppeldisfélagsins, og félagið festi einnig kaup á Davy Klaassen, Michael Keane, Sandro Ramirez og Henry Onyekuru. Everton vann um helgina Stoke, 1-0, í fyrstu umferð nýs tímabils í ensku úrvalsdeildinni. Wayne Rooney skoraði sigurmark liðsins. Gylfi hóf atvinnumannaferilinn hjá Reading en hefur einnig leikið með Hoffenheim og Tottenham, auk þess sem hann á láni hjá Shrewsbury og Crewe snemma á ferlinum.
Enski boltinn Tengdar fréttir Rooney hetjan í heimkomunni | Nýliðar Huddersfield byrja með látum | Sjáðu mörkin Wayne Rooney skoraði eina mark leiksins í 1-0 sigri Everton á Stoke City á Goodison Park í dag en þetta er fyrsta mark hans fyrir uppeldisfélagið í 4837 daga. Þá byrjuðu nýliðar Huddersfield með látum og unnu 3-0 sigur á Crystal Palace á útivelli. 12. ágúst 2017 16:00 Gylfi sagður vera kominn með annan fótinn til Everton Everton og Swansea eru sögð vera svo gott sem búin að ná samkomulagi um kaupverðið á Gylfa Þór Sigurðssyni. 15. ágúst 2017 11:21 Gylfi spilar ekki með Swansea um helgina | Clement býst við því að hann fari Paul Clement, knattspyrnustjóri Swansea City, hefur nú gefið það út opinberlega að íslenski landsliðsmaðurinn Gylfi Þór Sigurðsson verði ekki í leikmannahóp liðsins í fyrstu umferð ensku úrvalsdeildarinnar um helgina. 10. ágúst 2017 13:00 Ronald Koeman um Gylfa: Við erum ekki að flýta okkur Bæði knattspyrnustjóri Swansea City, Paul Clement, og knattspyrnustjóri Everton, Ronald Koeman, tjáðu sig í dag um stöðuna á viðræðum Everton og Swansea um kaup á íslenska landsliðsmanninum Gylfa Þór Sigurðssyni. 10. ágúst 2017 13:26 Clement: Félagið í limbói út af Gylfa Segir að staðan sem upp sé komin sé pirrandi. 11. ágúst 2017 07:30 Clement segir félögin nálægt samkomulagi um kaupverðið á Gylfa Paul Clement, knattspyrnustjóri Swansea, var spurður um framtíð Gylfa Þórs Sigurðssonar, leikmanns Swansea, eftir 0-0 jafntefli gegn Southampton í fyrstu umferð ensku úrvalsdeildarinnar. 12. ágúst 2017 17:15 Mest lesið „Á meðan að pabbi er formaður mun ég ekki skipta um lið“ Körfubolti Rashford og 32 ára nýliði í fyrsta landsliðshópi Tuchels Enski boltinn Gjammandi áhorfandinn biður McIlroy afsökunar Golf Dorgu bað dómarann um að gefa United ekki víti Fótbolti „Kominn tími á konu í Formúlu 1“ Formúla 1 Ánægður með fullkomna fyrirliðann en segir hann þurfa að treysta samherjunum Fótbolti Róbert aðstoðar Ágúst á Hlíðarenda Handbolti Fimm skíðastökkvarar í bann eftir saumaskandalinn Sport Svona líta öll átta liða úrslitin í Evrópu út Fótbolti Heimir leitar sátta: Vill bjór og spjall með Duff og Bradley Fótbolti Fleiri fréttir Rashford og 32 ára nýliði í fyrsta landsliðshópi Tuchels Sir Alex er enn að vinna titla Óttaðist að ánetjast svefntöflum Van Dijk boðnar átta milljónir á dag í laun Yfirmaður Manchester United segir félagið taka áhættu Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann „Ef einhver segir að hann viti eitthvað þá er hann að ljúga“ Forseti PSG spjallaði við van Dijk eftir leik | Á leið til Parísar? Fyrirliði City í áfalli eftir að stjórinn var rekinn „Við tókum út alla lukkuna í síðustu viku“ Stefán Teitur lagði upp mark sem dugði næstum því til sigurs Vill vinna titla með Arsenal svo hann gleymist ekki Segir að framherjaleysið sé ekki aðal vandamál Arsenal Ratcliffe viðurkennir mistök með Ten Hag og Ashworth Segir að United hefði orðið gjaldþrota um jólin ef ekki hefði verið gripið inn í Svona mun nýr heimavöllur Man. Utd líta út Fyndnar eða sorglegar pælingar Liverpool stuðningsmanna? Hituðu upp fyrir Liverpool með því að ná Man. City að stigum Segir suma leikmenn Man Utd ekki nógu góða og suma með of góð laun Manchester City rak stjórann sinn fimm dögum fyrir bikarúrslitaleik Liverpool tilkynnir um risasamning við Adidas Stjórnarformaður BBC vill breytingar á Match of the Day Arteta gekk út úr viðtali Keane gagnrýndi Arsenal: „Hvað gerir annað sætið fyrir þig? Þú vilt vinna titla“ Umræðan væri önnur ef um Rashford væri að ræða en ekki Grealish Barnalegir og hefðu getað kastað leiknum frá sér „Þetta félag mun aldrei deyja“ „Opnuðum á möguleikann að tapa leiknum“ David Raya bjargaði stigi á Old Trafford Cucurella sendi Chelsea upp fyrir meistarana Sjá meira
Rooney hetjan í heimkomunni | Nýliðar Huddersfield byrja með látum | Sjáðu mörkin Wayne Rooney skoraði eina mark leiksins í 1-0 sigri Everton á Stoke City á Goodison Park í dag en þetta er fyrsta mark hans fyrir uppeldisfélagið í 4837 daga. Þá byrjuðu nýliðar Huddersfield með látum og unnu 3-0 sigur á Crystal Palace á útivelli. 12. ágúst 2017 16:00
Gylfi sagður vera kominn með annan fótinn til Everton Everton og Swansea eru sögð vera svo gott sem búin að ná samkomulagi um kaupverðið á Gylfa Þór Sigurðssyni. 15. ágúst 2017 11:21
Gylfi spilar ekki með Swansea um helgina | Clement býst við því að hann fari Paul Clement, knattspyrnustjóri Swansea City, hefur nú gefið það út opinberlega að íslenski landsliðsmaðurinn Gylfi Þór Sigurðsson verði ekki í leikmannahóp liðsins í fyrstu umferð ensku úrvalsdeildarinnar um helgina. 10. ágúst 2017 13:00
Ronald Koeman um Gylfa: Við erum ekki að flýta okkur Bæði knattspyrnustjóri Swansea City, Paul Clement, og knattspyrnustjóri Everton, Ronald Koeman, tjáðu sig í dag um stöðuna á viðræðum Everton og Swansea um kaup á íslenska landsliðsmanninum Gylfa Þór Sigurðssyni. 10. ágúst 2017 13:26
Clement: Félagið í limbói út af Gylfa Segir að staðan sem upp sé komin sé pirrandi. 11. ágúst 2017 07:30
Clement segir félögin nálægt samkomulagi um kaupverðið á Gylfa Paul Clement, knattspyrnustjóri Swansea, var spurður um framtíð Gylfa Þórs Sigurðssonar, leikmanns Swansea, eftir 0-0 jafntefli gegn Southampton í fyrstu umferð ensku úrvalsdeildarinnar. 12. ágúst 2017 17:15