Undir trénu valin til þátttöku á Toronto kvikmyndahátíðinni Stefán Árni Pálsson skrifar 15. ágúst 2017 16:30 Edda Björgvinsdóttir fer með eitt af aðalhlutverkunum. Undir trénu, nýjasta kvikmynd Hafsteins Gunnars Sigurðssonar, hefur verið valin til þátttöku á Toronto kvikmyndahátíðinni í Kanada. Myndin mun taka þátt í Contemporary World Cinema hluta hátíðarinnar. Hátíðin fer fram frá 7. til 17. september. Nýverið var tilkynnt um heimsfrumsýningu á Undir trénu í Orrizonti keppni kvikmyndahátíðarinnar í Feneyjum, sem fer fram frá 30. ágúst – 9. september. „Þetta eru frábærar fréttir og gerir þetta að enn meiri draumabyrjun fyrir myndina, að vera á þessum tveimur stærstu kvikmyndahátíðum haustsins, Feneyjum og Toronto,“ segir Grímar Jónsson, framleiðandi. „Hátíðirnar eru mjög ólíkar, í Feneyjum er mikið um fjölmiðla og glamúr og þar eiga fyrstu dómarnir eftir að birtast, en Toronto er stærri og og virkar meira eins og sölu- og markaðshátíð ásamt því að vera lykillinn að Norður-Ameríku.“ Hann segir að þessi byrjun gefi frábær fyrirheit um það sem koma skal. „Við finnum nú þegar fyrir mjög miklum áhuga frá fleiri kvikmyndahátíðum þannig að það verður mjög spennandi að sjá hvernig spilast úr haustinu. Burt séð frá þessum góðu fréttum erum við líka afskaplega spennt að frumsýna myndina hérna heima þann 6. september næstkomandi. Íslenski markaðurinn er mikilvægastur fyrir okkur sem að myndinni standa.“ Myndin verður frumsýnd hérlendis þann 6. september. Undir trénu fjallar um Agnesi sem grípur Atla við að horfa á gamalt kynlífsmyndband, hendir honum út og meinar honum að umgangast 4 ára dóttur þeirra. Atli flytur inn á foreldra sína sem eiga í deilu við fólkið í næsta húsi. Stórt og fagurt tré sem stendur í garði foreldranna skyggir á garð nágrannanna, sem eru orðnir langþreyttir á að fá ekki sól á pallinn. Á sama tíma og Atli berst fyrir umgengni við dóttur sína verður deilan um tréð sífellt harðari. Eignaspjöll eru framin og gæludýr hverfa á dularfullan hátt þegar sögusagnir um mann með keðjusög fara á kreik. Hafsteinn Gunnar Sigurðsson (Á annan veg, París norðursins) leikstýrir myndinni og skrifar handritið ásamt Huldari Breiðfjörð. Framleiðendur myndarinnar eru Grímar Jónsson, Sindri Páll Kjartansson og Þórir Snær Sigurjónsson fyrir hönd Netop Films á Íslandi og erlendir meðframleiðendur koma frá Danmörku, Póllandi og Þýskalandi. Mest lesið Héldu að hún væri rokkstjarna eða gift ríkum gaur Tíska og hönnun Helena krýnd Ungfrú Ísland Lífið Spegill, spegill, herm þú mér, hve léleg endurgerðin er Gagnrýni Vel yfir milljón á fermetrann og baðkar í eldhúsinu Lífið „Ég vissi að ég væri ekki fara að skila honum“ Makamál Stuðlabandið höfundar og flytjendur Þjóðhátíðarlagsins: „Við megum ekki fokka þessu upp“ Lífið Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Lífið Rauf þögnina og minntist Kilmer með stundarþögn Lífið Bað strax um verkjalyf eftir nefaðgerðina Lífið Ása Steinars og Leó greina frá kyninu Lífið Fleiri fréttir Vel yfir milljón á fermetrann og baðkar í eldhúsinu Stuðlabandið höfundar og flytjendur Þjóðhátíðarlagsins: „Við megum ekki fokka þessu upp“ Bað strax um verkjalyf eftir nefaðgerðina Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Tæplega ein og hálf milljón eggja ofan í landsmenn Rauf þögnina og minntist Kilmer með stundarþögn Verk á íslensku vinsæl í Grikklandi Ása Steinars og Leó greina frá kyninu Helena krýnd Ungfrú Ísland Óhefðbundin leið til að halda upp á sextugsafmælið Mafían, CIA eða Fidel Castro? Ný skjöl um morðið kynda undir samsæriskenningar Drógu úr almennri neyslu um 1,1 milljón á mánuði Halla Hrund og Kristján selja íbúðina í Fossvogi Keppast um titilinn Ungfrú Ísland í beinni útsendingu í kvöld Arnhildur og Alfreð selja íbúð með „nágranna úr gulli“ Öskraði úr sársauka í næstum klukkutíma Átján ára í bullandi bisness og anna vart eftirspurn Þorsteinn og Hulda selja í Hlíðunum Vilja vera einn af vorboðunum Katrín Tanja minnist Theo: „Hann kenndi mér hvernig á að elska“ Fincher leikstýrir Pitt í framhaldi á Tarantino-mynd Giskaði sig í eina milljón Fólk þurfi alltaf að sætta sig við eitthvað sem því líkar illa við í fari makans Þórdís Lóa brast í söng í pontu Innsigluðu ástina með sérhönnuðu húðflúri Helgi Björns og Siggi Hall skemmtu sér konunglega Val Kilmer er látinn „Fróunarklefinn“, versti leikstjóri heims og Teslu-skömmin Vill kynlíf en ekki samband „Var ekkert búin að reikna saman þessi laun“ Sjá meira
Undir trénu, nýjasta kvikmynd Hafsteins Gunnars Sigurðssonar, hefur verið valin til þátttöku á Toronto kvikmyndahátíðinni í Kanada. Myndin mun taka þátt í Contemporary World Cinema hluta hátíðarinnar. Hátíðin fer fram frá 7. til 17. september. Nýverið var tilkynnt um heimsfrumsýningu á Undir trénu í Orrizonti keppni kvikmyndahátíðarinnar í Feneyjum, sem fer fram frá 30. ágúst – 9. september. „Þetta eru frábærar fréttir og gerir þetta að enn meiri draumabyrjun fyrir myndina, að vera á þessum tveimur stærstu kvikmyndahátíðum haustsins, Feneyjum og Toronto,“ segir Grímar Jónsson, framleiðandi. „Hátíðirnar eru mjög ólíkar, í Feneyjum er mikið um fjölmiðla og glamúr og þar eiga fyrstu dómarnir eftir að birtast, en Toronto er stærri og og virkar meira eins og sölu- og markaðshátíð ásamt því að vera lykillinn að Norður-Ameríku.“ Hann segir að þessi byrjun gefi frábær fyrirheit um það sem koma skal. „Við finnum nú þegar fyrir mjög miklum áhuga frá fleiri kvikmyndahátíðum þannig að það verður mjög spennandi að sjá hvernig spilast úr haustinu. Burt séð frá þessum góðu fréttum erum við líka afskaplega spennt að frumsýna myndina hérna heima þann 6. september næstkomandi. Íslenski markaðurinn er mikilvægastur fyrir okkur sem að myndinni standa.“ Myndin verður frumsýnd hérlendis þann 6. september. Undir trénu fjallar um Agnesi sem grípur Atla við að horfa á gamalt kynlífsmyndband, hendir honum út og meinar honum að umgangast 4 ára dóttur þeirra. Atli flytur inn á foreldra sína sem eiga í deilu við fólkið í næsta húsi. Stórt og fagurt tré sem stendur í garði foreldranna skyggir á garð nágrannanna, sem eru orðnir langþreyttir á að fá ekki sól á pallinn. Á sama tíma og Atli berst fyrir umgengni við dóttur sína verður deilan um tréð sífellt harðari. Eignaspjöll eru framin og gæludýr hverfa á dularfullan hátt þegar sögusagnir um mann með keðjusög fara á kreik. Hafsteinn Gunnar Sigurðsson (Á annan veg, París norðursins) leikstýrir myndinni og skrifar handritið ásamt Huldari Breiðfjörð. Framleiðendur myndarinnar eru Grímar Jónsson, Sindri Páll Kjartansson og Þórir Snær Sigurjónsson fyrir hönd Netop Films á Íslandi og erlendir meðframleiðendur koma frá Danmörku, Póllandi og Þýskalandi.
Mest lesið Héldu að hún væri rokkstjarna eða gift ríkum gaur Tíska og hönnun Helena krýnd Ungfrú Ísland Lífið Spegill, spegill, herm þú mér, hve léleg endurgerðin er Gagnrýni Vel yfir milljón á fermetrann og baðkar í eldhúsinu Lífið „Ég vissi að ég væri ekki fara að skila honum“ Makamál Stuðlabandið höfundar og flytjendur Þjóðhátíðarlagsins: „Við megum ekki fokka þessu upp“ Lífið Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Lífið Rauf þögnina og minntist Kilmer með stundarþögn Lífið Bað strax um verkjalyf eftir nefaðgerðina Lífið Ása Steinars og Leó greina frá kyninu Lífið Fleiri fréttir Vel yfir milljón á fermetrann og baðkar í eldhúsinu Stuðlabandið höfundar og flytjendur Þjóðhátíðarlagsins: „Við megum ekki fokka þessu upp“ Bað strax um verkjalyf eftir nefaðgerðina Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Tæplega ein og hálf milljón eggja ofan í landsmenn Rauf þögnina og minntist Kilmer með stundarþögn Verk á íslensku vinsæl í Grikklandi Ása Steinars og Leó greina frá kyninu Helena krýnd Ungfrú Ísland Óhefðbundin leið til að halda upp á sextugsafmælið Mafían, CIA eða Fidel Castro? Ný skjöl um morðið kynda undir samsæriskenningar Drógu úr almennri neyslu um 1,1 milljón á mánuði Halla Hrund og Kristján selja íbúðina í Fossvogi Keppast um titilinn Ungfrú Ísland í beinni útsendingu í kvöld Arnhildur og Alfreð selja íbúð með „nágranna úr gulli“ Öskraði úr sársauka í næstum klukkutíma Átján ára í bullandi bisness og anna vart eftirspurn Þorsteinn og Hulda selja í Hlíðunum Vilja vera einn af vorboðunum Katrín Tanja minnist Theo: „Hann kenndi mér hvernig á að elska“ Fincher leikstýrir Pitt í framhaldi á Tarantino-mynd Giskaði sig í eina milljón Fólk þurfi alltaf að sætta sig við eitthvað sem því líkar illa við í fari makans Þórdís Lóa brast í söng í pontu Innsigluðu ástina með sérhönnuðu húðflúri Helgi Björns og Siggi Hall skemmtu sér konunglega Val Kilmer er látinn „Fróunarklefinn“, versti leikstjóri heims og Teslu-skömmin Vill kynlíf en ekki samband „Var ekkert búin að reikna saman þessi laun“ Sjá meira