Formaður Félags framhaldsskólakennara gagnrýnir hugmyndir um einkarekna skóla og árangurstengd laun Erna Agnes Sigurgeirsdóttir skrifar 15. ágúst 2017 15:55 Guðríður er alls ekki sammála Áslaugu Örnu og lét það í ljós í nýjum skoðanapistli á Vísi. Guðríður Arnardóttir, formaður Félags framhaldsskólakennara, gagnrýnir hugmyndir Áslaugar Örnu um að fjölga einkareknum skólum til að draga úr kennaraskorti. Segir hún að sama krónan verði notuð til að reka skóla í opinberum rekstri sem og í einkarekstri. Lausn hennar feli því ekki í sér ódýrari kost. „Það er ekkert ódýrara að reka einkaskóla og við má bæta að illa reknum einkaskóla er hvort eð er reddað af hinu opinbera ef reksturinn kemst í þrot,“ segir í skoðanapistli Guðríðar. Guðríður leggur áherslu a að leik- og grunnskólar séu undirfjármagnaðir af sveitarfélögunum og að kennarar séu að fá langt um minni laun en aðrir háskólamenntaðir einstaklingar hjá hinu opinbera.Hættuleg hugmynd Guðríður gagnrýnir einnig hugmyndir Áslaugar um árangurstengd laun. Hún segir að erfitt sé að meta frammistöðu kennara. Hún segir hugmyndina vera hættulega og líkir þessu við að bæta við launatengdu hvatakerfi fyrir lækna. „Eiga læknar að fá greitt fyrir fjölda aðgerða sem þeir ná að ljúka á degi hverjum? Eða á að lækka þá í launum ef tiltekinn fjöldi sjúklinga fær sýkingu í kjölfar aðgerðar? Það var brugðist við læknaskorti vorið 2015 með því að hækka laun lækna myndarlega. Það virkaði. Auðvitað hafa starfsaðstæður mikið að segja en reynslan hefur sýnt að það eru launin sem hafa allt að segja um það hvernig gengur að manna stöður,“ segir í pistli Guðríðar.Þörf á endurskoðun Hún telur þó að það þurfi mjög svo að endurskoða kjarasamninga kennara og auka fresli þeirra til að ráðstafa sínum vinnutíma. Meta þurfi aukið álag sem núverandi menntastefna fyrir í sér og þann tíma sem fer í samskipti kennara við heimili, nemendur og stuðningsnet þeirra í grunnskóla. Þá þurfi sérstaklega að hækka laun kennara og gera þau samkeppnishæf. „Það er fyrst og síðast það sem kemur raunverulega í veg fyrir að menntakerfinu blæði út,“ segir Guðríður að lokum. Tengdar fréttir Segir hugmyndir Áslaugar Örnu gamlar klisjur Formaður Félags grunnskólakennara er ekki sammála hugmyndum formanns allsherjar- og menntamálanefndar um fjölbreytt rekstrarform í skólakerfinu. 15. ágúst 2017 13:00 Eiga einkaskólar og umbun að fjölga kennurum? Og hvernig ætlum við að meta frammistöðu kennara? Á grundvelli einkunna? Á grundvelli líðanar nemenda? Fjöldi nemenda? 15. ágúst 2017 14:48 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Innlent KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ Innlent Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Innlent Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Innlent Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Innlent Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Erlent Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Erlent Fleiri fréttir Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Sjá meira
Guðríður Arnardóttir, formaður Félags framhaldsskólakennara, gagnrýnir hugmyndir Áslaugar Örnu um að fjölga einkareknum skólum til að draga úr kennaraskorti. Segir hún að sama krónan verði notuð til að reka skóla í opinberum rekstri sem og í einkarekstri. Lausn hennar feli því ekki í sér ódýrari kost. „Það er ekkert ódýrara að reka einkaskóla og við má bæta að illa reknum einkaskóla er hvort eð er reddað af hinu opinbera ef reksturinn kemst í þrot,“ segir í skoðanapistli Guðríðar. Guðríður leggur áherslu a að leik- og grunnskólar séu undirfjármagnaðir af sveitarfélögunum og að kennarar séu að fá langt um minni laun en aðrir háskólamenntaðir einstaklingar hjá hinu opinbera.Hættuleg hugmynd Guðríður gagnrýnir einnig hugmyndir Áslaugar um árangurstengd laun. Hún segir að erfitt sé að meta frammistöðu kennara. Hún segir hugmyndina vera hættulega og líkir þessu við að bæta við launatengdu hvatakerfi fyrir lækna. „Eiga læknar að fá greitt fyrir fjölda aðgerða sem þeir ná að ljúka á degi hverjum? Eða á að lækka þá í launum ef tiltekinn fjöldi sjúklinga fær sýkingu í kjölfar aðgerðar? Það var brugðist við læknaskorti vorið 2015 með því að hækka laun lækna myndarlega. Það virkaði. Auðvitað hafa starfsaðstæður mikið að segja en reynslan hefur sýnt að það eru launin sem hafa allt að segja um það hvernig gengur að manna stöður,“ segir í pistli Guðríðar.Þörf á endurskoðun Hún telur þó að það þurfi mjög svo að endurskoða kjarasamninga kennara og auka fresli þeirra til að ráðstafa sínum vinnutíma. Meta þurfi aukið álag sem núverandi menntastefna fyrir í sér og þann tíma sem fer í samskipti kennara við heimili, nemendur og stuðningsnet þeirra í grunnskóla. Þá þurfi sérstaklega að hækka laun kennara og gera þau samkeppnishæf. „Það er fyrst og síðast það sem kemur raunverulega í veg fyrir að menntakerfinu blæði út,“ segir Guðríður að lokum.
Tengdar fréttir Segir hugmyndir Áslaugar Örnu gamlar klisjur Formaður Félags grunnskólakennara er ekki sammála hugmyndum formanns allsherjar- og menntamálanefndar um fjölbreytt rekstrarform í skólakerfinu. 15. ágúst 2017 13:00 Eiga einkaskólar og umbun að fjölga kennurum? Og hvernig ætlum við að meta frammistöðu kennara? Á grundvelli einkunna? Á grundvelli líðanar nemenda? Fjöldi nemenda? 15. ágúst 2017 14:48 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Innlent KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ Innlent Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Innlent Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Innlent Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Innlent Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Erlent Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Erlent Fleiri fréttir Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Sjá meira
Segir hugmyndir Áslaugar Örnu gamlar klisjur Formaður Félags grunnskólakennara er ekki sammála hugmyndum formanns allsherjar- og menntamálanefndar um fjölbreytt rekstrarform í skólakerfinu. 15. ágúst 2017 13:00
Eiga einkaskólar og umbun að fjölga kennurum? Og hvernig ætlum við að meta frammistöðu kennara? Á grundvelli einkunna? Á grundvelli líðanar nemenda? Fjöldi nemenda? 15. ágúst 2017 14:48