Enski boltinn

Gylfi sagður vera kominn með annan fótinn til Everton

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Gylfi fagnar í leik með Swansea.
Gylfi fagnar í leik með Swansea. vísir/getty
Everton og Swansea eru sögð vera svo gott sem búin að ná samkomulagi um kaupverðið á Gylfa Þór Sigurðssyni.

Daily Mail segir í dag að kaupverðið verði 45 milljónir punda. Swansea fái strax 40 milljónir punda og svo komi síðar tvær greiðslur upp á 2,5 milljónir punda síðar.

Það er búið að liggja lengi í loftinu að Gylfi færi til Everton en illa hefur gengið að ganga frá málinu.

Swansea vill eðlilega að þessi mál komist á hreint sem fyrst svo liðið geti keypt aðra menn fyrir peninginn.

Nacer Chadli og Wilfried Bony eru sagðir vera efstir á óskalista félagsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×