Allt að 60 prósent dýrari vörur í H&M á Íslandi Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 15. ágúst 2017 14:30 Á þessari mynd má sjá verðið í nokkrum gjaldmiðlum. Aðsend Mikið hefur verið rætt um verðlagningu í fataverslunum hér á landi en Vísir birti í gær verð í íslenskum krónum á nokkrum vörum fatarisans H&M. Ljóst er að þrátt fyrir að verðin í verslun H&M á Íslandi teljist í lægri kantinum eru þau oft töluvert frá því lága verði sem býðst þegar varan er keypt í öðrum löndum. Við skoðuðum verð á nokkrum vörum í íslenskum krónum, evrum, danskri krónu, norskri krónu, sænskri krónu og bresku pundi. Á þeim vörum var verðmunurinn frá 10 prósentum upp í 60 prósent ódýrari erlendis þar sem hann var mestur.VísirBleikir strigaskór sem munu kosta 4.495 krónur á Íslandi kosta 24,99 evrur eða 3.172 krónur ef tekið er mið af genginu þegar þessi frétt er skrifuð. Í Danmörku kosta þeir 3.479 krónur, í Noregi 3.462 krónur, 3.414 í Svíþjóð og 2.788 krónur í Bretlandi. Munurinn á dýrasta og ódýrasta verðinu er 1.707 krónur og eru þeir því 60 prósent dýrari á hér á landi en í Bretlandi. Svartar dömugallabuxur sem kosta 3.495 krónur á Íslandi kosta til samanburðar aðeins 19,99 evrur sem gera 2.538 íslenskar krónur. Í Danmörku kosta þær 3.129 krónur, í Noregi kosta þær 2.767 krónur, í Svíþjóð 2.728 krónur og í Bretlandi er verðið 2.509 krónur. Karlmannssokkar sem kosta 1.495 hér á landi kosta 7,99 evrur eða 1.014 krónur. Í Danmörku er verðið 1.398 krónur, í Noregi 1.250, í Svíþjóð 1.095 krónur og í Bretlandi kosta sokkarnir aðeins 975 krónur. Bláu herragallabuxurnar sem munu kosta 4.995 í H&M á Íslandi kosta 3.808 krónur í þeim löndum þar sem notast er við evru. Í Danmörku kosta þær 4.353 krónur, í Noregi 4.158 krónur, í Svíþjóð 4.099 krónur og í Bretlandi 3.485 krónur á núverandi gengi. Barnasamfellur sem munu kosta 2.295 krónur á Íslandi, kosta 9,99 evrur eða 1.268 krónur erlendis og aðeins 1.114 krónur í Bretlandi. Í Danmörku kosta þær 1.398 krónur, í Noregi 1.377 krónur og í Svíþjóð 1.357 krónur. Vörur á afslætti Fyrsta verslun H&M á Íslandi opnar í Smáralind laugardaginn 26. ágúst og munu fyrstu þúsund viðskiptavinirnir í röðinni fá gjafabréf frá versluninni. Vísir sagði frá því á dögunum að útvaldir einstaklingar hefðu fengið boð um að versla á 20 prósent afslætti í sérstöku opnunarhófi tveimur dögum fyrir opnun. Nú hefur H&M tilkynnt að allir viðskiptavinirnir sem versla á sjálfan opnunardaginn, 26. ágúst, fá þennan sama afslátt af öllum vörum. H&M Tengdar fréttir Svona verður verðið í H&M á Íslandi Við skoðuðum verðlagninguna á nokkrum vörum í dömu-, herra- og barnadeild H&M á Íslandi. 14. ágúst 2017 10:45 H&M vörur dýrari í íslenskum krónum Íslenskt verð eru farið að birtast á verðmiðum fata í H&M í Noregi. Verðið virðist vera hærra í íslenskum krónum en norskum krónum. Krónan hefur styrkst mikið síðastliðið ár. 17. maí 2017 05:00 Íslenskum áhrifavöldum boðið að versla á afslætti í H&M fyrir opnun Íslenskum samfélagsmiðlastjörnum og öðrum áhrifavöldum innan tískuheimsins hefur verið boðið á opnunarhóf H&M á Íslandi, tveimur dögum fyrir hinn eiginlega opnunardag. Áhrifavaldarnir fá að taka með sér vin og býðst að versla vörur á afslætti. 9. ágúst 2017 11:45 Mest lesið Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Viðskipti innlent Plasttappamálið flaug í gegnum þingið Neytendur Í fullkomnu frelsi: „Þar sem er heyskapur er ég“ Atvinnulíf Íhuga hærri tolla á alla Viðskipti erlent Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Viðskipti innlent Einn vinsælasti tengiltvinnbíll Íslendinga snýr aftur Samstarf Vörur gerðar af meisturum fyrir meistara Samstarf Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Viðskipti innlent Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Viðskipti innlent BYKO opnar nýja og glæsilega timburverslun Samstarf Fleiri fréttir Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum „Þetta er afnotagjald“ Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Jón Ólafur í framboði til formanns SA Eigendaskipti hjá Fótbolta.net Feðgarnir nú aftur einu hluthafarnir í Eyri Invest Eyjólfur Árni hættir hjá SA Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Verðbólga heldur áfram að hjaðna Versta sviðsmyndin sé að lenda á milli Evrópu og Bandaríkjanna í tollastríði Íhuga að sameina lífeyrissjóði „Reiðarslag fyrir þau þorp þar sem stundaðar eru veiðar og vinnsla“ Tollastríðið gæti vel haft áhrif á lífskjör almennings Salóme tekur við af stofnanda Ísorku Helgi ráðinn sölustjóri Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Kemur nýr inn í fjármálastöðugleikanefnd Mikil óvissa í alþjóðamálum gæti reynt á þjóðarbúið Segir útlitið svart fyrir sjávarútveginn og breytingarnar illa unnar „Íslenskur sjávarútvegur er burðarás í atvinnulífinu“ Lýsa yfir verulegum áhyggjum af tvöföldun veiðigjalda Allt að tvöfalda veiðigjöldin og segja útgerðina þola það vel Aflinn verði verkaður annars staðar eftir breytingar stjórnarinnar Sækja á sjötta milljarð króna Laun eftir kjarasamningi „gervistéttarfélags“ sögð tugum þúsunda lægri Sjá meira
Mikið hefur verið rætt um verðlagningu í fataverslunum hér á landi en Vísir birti í gær verð í íslenskum krónum á nokkrum vörum fatarisans H&M. Ljóst er að þrátt fyrir að verðin í verslun H&M á Íslandi teljist í lægri kantinum eru þau oft töluvert frá því lága verði sem býðst þegar varan er keypt í öðrum löndum. Við skoðuðum verð á nokkrum vörum í íslenskum krónum, evrum, danskri krónu, norskri krónu, sænskri krónu og bresku pundi. Á þeim vörum var verðmunurinn frá 10 prósentum upp í 60 prósent ódýrari erlendis þar sem hann var mestur.VísirBleikir strigaskór sem munu kosta 4.495 krónur á Íslandi kosta 24,99 evrur eða 3.172 krónur ef tekið er mið af genginu þegar þessi frétt er skrifuð. Í Danmörku kosta þeir 3.479 krónur, í Noregi 3.462 krónur, 3.414 í Svíþjóð og 2.788 krónur í Bretlandi. Munurinn á dýrasta og ódýrasta verðinu er 1.707 krónur og eru þeir því 60 prósent dýrari á hér á landi en í Bretlandi. Svartar dömugallabuxur sem kosta 3.495 krónur á Íslandi kosta til samanburðar aðeins 19,99 evrur sem gera 2.538 íslenskar krónur. Í Danmörku kosta þær 3.129 krónur, í Noregi kosta þær 2.767 krónur, í Svíþjóð 2.728 krónur og í Bretlandi er verðið 2.509 krónur. Karlmannssokkar sem kosta 1.495 hér á landi kosta 7,99 evrur eða 1.014 krónur. Í Danmörku er verðið 1.398 krónur, í Noregi 1.250, í Svíþjóð 1.095 krónur og í Bretlandi kosta sokkarnir aðeins 975 krónur. Bláu herragallabuxurnar sem munu kosta 4.995 í H&M á Íslandi kosta 3.808 krónur í þeim löndum þar sem notast er við evru. Í Danmörku kosta þær 4.353 krónur, í Noregi 4.158 krónur, í Svíþjóð 4.099 krónur og í Bretlandi 3.485 krónur á núverandi gengi. Barnasamfellur sem munu kosta 2.295 krónur á Íslandi, kosta 9,99 evrur eða 1.268 krónur erlendis og aðeins 1.114 krónur í Bretlandi. Í Danmörku kosta þær 1.398 krónur, í Noregi 1.377 krónur og í Svíþjóð 1.357 krónur. Vörur á afslætti Fyrsta verslun H&M á Íslandi opnar í Smáralind laugardaginn 26. ágúst og munu fyrstu þúsund viðskiptavinirnir í röðinni fá gjafabréf frá versluninni. Vísir sagði frá því á dögunum að útvaldir einstaklingar hefðu fengið boð um að versla á 20 prósent afslætti í sérstöku opnunarhófi tveimur dögum fyrir opnun. Nú hefur H&M tilkynnt að allir viðskiptavinirnir sem versla á sjálfan opnunardaginn, 26. ágúst, fá þennan sama afslátt af öllum vörum.
H&M Tengdar fréttir Svona verður verðið í H&M á Íslandi Við skoðuðum verðlagninguna á nokkrum vörum í dömu-, herra- og barnadeild H&M á Íslandi. 14. ágúst 2017 10:45 H&M vörur dýrari í íslenskum krónum Íslenskt verð eru farið að birtast á verðmiðum fata í H&M í Noregi. Verðið virðist vera hærra í íslenskum krónum en norskum krónum. Krónan hefur styrkst mikið síðastliðið ár. 17. maí 2017 05:00 Íslenskum áhrifavöldum boðið að versla á afslætti í H&M fyrir opnun Íslenskum samfélagsmiðlastjörnum og öðrum áhrifavöldum innan tískuheimsins hefur verið boðið á opnunarhóf H&M á Íslandi, tveimur dögum fyrir hinn eiginlega opnunardag. Áhrifavaldarnir fá að taka með sér vin og býðst að versla vörur á afslætti. 9. ágúst 2017 11:45 Mest lesið Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Viðskipti innlent Plasttappamálið flaug í gegnum þingið Neytendur Í fullkomnu frelsi: „Þar sem er heyskapur er ég“ Atvinnulíf Íhuga hærri tolla á alla Viðskipti erlent Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Viðskipti innlent Einn vinsælasti tengiltvinnbíll Íslendinga snýr aftur Samstarf Vörur gerðar af meisturum fyrir meistara Samstarf Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Viðskipti innlent Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Viðskipti innlent BYKO opnar nýja og glæsilega timburverslun Samstarf Fleiri fréttir Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum „Þetta er afnotagjald“ Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Jón Ólafur í framboði til formanns SA Eigendaskipti hjá Fótbolta.net Feðgarnir nú aftur einu hluthafarnir í Eyri Invest Eyjólfur Árni hættir hjá SA Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Verðbólga heldur áfram að hjaðna Versta sviðsmyndin sé að lenda á milli Evrópu og Bandaríkjanna í tollastríði Íhuga að sameina lífeyrissjóði „Reiðarslag fyrir þau þorp þar sem stundaðar eru veiðar og vinnsla“ Tollastríðið gæti vel haft áhrif á lífskjör almennings Salóme tekur við af stofnanda Ísorku Helgi ráðinn sölustjóri Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Kemur nýr inn í fjármálastöðugleikanefnd Mikil óvissa í alþjóðamálum gæti reynt á þjóðarbúið Segir útlitið svart fyrir sjávarútveginn og breytingarnar illa unnar „Íslenskur sjávarútvegur er burðarás í atvinnulífinu“ Lýsa yfir verulegum áhyggjum af tvöföldun veiðigjalda Allt að tvöfalda veiðigjöldin og segja útgerðina þola það vel Aflinn verði verkaður annars staðar eftir breytingar stjórnarinnar Sækja á sjötta milljarð króna Laun eftir kjarasamningi „gervistéttarfélags“ sögð tugum þúsunda lægri Sjá meira
Svona verður verðið í H&M á Íslandi Við skoðuðum verðlagninguna á nokkrum vörum í dömu-, herra- og barnadeild H&M á Íslandi. 14. ágúst 2017 10:45
H&M vörur dýrari í íslenskum krónum Íslenskt verð eru farið að birtast á verðmiðum fata í H&M í Noregi. Verðið virðist vera hærra í íslenskum krónum en norskum krónum. Krónan hefur styrkst mikið síðastliðið ár. 17. maí 2017 05:00
Íslenskum áhrifavöldum boðið að versla á afslætti í H&M fyrir opnun Íslenskum samfélagsmiðlastjörnum og öðrum áhrifavöldum innan tískuheimsins hefur verið boðið á opnunarhóf H&M á Íslandi, tveimur dögum fyrir hinn eiginlega opnunardag. Áhrifavaldarnir fá að taka með sér vin og býðst að versla vörur á afslætti. 9. ágúst 2017 11:45