Vitni að slysinu segja konuna hafa misst stjórn á mótorhjólinu, farið yfir vegkant og lent harkalega á nærliggjandi byggingu.
Tökur á kvikmyndinni hófust í Vancouver í júní síðastliðnum en Ryan Reynolds, sem fer með titilhlutverk Deadpool 2, er sjálfur uppalinn í borginni. Götum hafði verið lokað víðsvegar um Vancouver vegna vinnu við myndina.
Hin látna er talin hafa verið að leika í áhættuatriði sem persónan Domino, sem leikin er af Zazie Beetz í kvikmyndinni. Ljósmyndarar höfðu myndað Beetz á mótorhjóli, klædda sem Domino, við tökur á kvikmyndinni í síðustu viku.
Stunt gone wrong at Canada place. Motorcycle stunt driver went into Starbucks. Non responsive. @WhatsFilming pic.twitter.com/TaB4yThBOh
— JerFree (@jerfree) August 14, 2017