Íslenski boltinn

Pepsi-mörkin á nýjum tíma

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Hörður Magnússon stýrir Pepsi-mörkunum á Stöð 2 Sport.
Hörður Magnússon stýrir Pepsi-mörkunum á Stöð 2 Sport. Vísir/Ernir
Pepsi-mörkin á Stöð 2 Sport eru komin á nýjan tíma frá og með þættinum sem verður sýndur í kvöld. Þátturinn verður sýndur klukkan 21.15 en ekki 22.00 eins og áður.

Leikirnir eru fyrr á daginn eftir því sem líður á haustið sem þýðir að hægt verður að gera þá upp fyrr á kvöldin en hingað til.

Fjórtánda umferð Pepsi-deildar karla hefst í kvöld með fjórum leikjum og verða þeir allir gerðir upp í kvöld. Tveimur leikjum í umferðinni hefur verið frestað; ÍBV og Víkingur Ólafsvík eigast við á miðvikudag í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport en fresta þurfti leik Fjölnis og FH fram í september.

Leikur KR og Vals verður í beinni útsendingu á Stöð2 Sport klukkan 18.15 í kvöld.

Pepsi-mörkin verða svo næst á dagsrká á mánudagskvöldið 21. ágúst klukkan 21.15.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×