Misgerðir sem verða ekki fyrirgefnar Tryggvi Gíslason skrifar 14. ágúst 2017 06:00 Sumar misgerðir verða ekki fyrirgefnar, hvorki samfélagslega né trúarlega. Verstar af þessum misgerðum, sem ekki er unnt að fyrirgefa, er ofbeldi gegn börnum, einkum kynferðislegt ofbeldi og kynferðisleg misnotkun barna, og annað ofbeldi svo sem skammir og barsmíðar. Ofbeldi gegn konum – og „for den sags skyld“ ofbeldi gegn okkur körlum – svo og hvers konar líkamsmeiðingar á fólki, af sumum taldar til íþrótta, eru skammarlegar, en allt ofbeldi er framið vegna siðblindu og í sumum tilvikum vegna geðbilunar. Hernaðarofbeldi, sem í flestum tilvikum á rætur að rekja til gróðafíknar kapítalista og við heyrum af úti í hinum stóra heimi, bitnar ávallt á saklausu fólki, einkum konum og börnum, og eru þyngri en tárum taki og eru einnig misgerðir sem ekki er unnt að fyrirgefa. Hernaðarofbeldi – eins og allt annað ofbeldi – er ein grundvallarmynd valdabaráttu siðblindra stjórnvalda þar sem valdasjónarmið ráða.Kristileg fyrirgefning Í grein 16. apríl 2013, sem nefnd er „Fyrirgefning – ekki alltaf svarið“, spyr Sólveig Anna Bóasdóttir, prófessor í guðfræðilegri siðfræði við guðfræði- og trúarbragðafræðideild Háskóla Íslands, hvort fyrirgefningarlíkan Nýja testamentisins sé gagnlegt í dag – og hún segir: „Ég tel það. Sérstaklega held ég að þeir sem vinna með einstaklingum sem brotið hefur verið á, svo sem þolendum ýmiss konar ofbeldis, andlegs, líkamlegs og kynferðislegs, geti haft visst gagn af því að styðjast við það. Valdasjónarmið þau sem koma fram í því eru þrátt fyrir allt alls ekki fjarri okkar veruleika. Öll tengsl okkar við annað fólk eru valdatengsl ef því er að skipta. Í ofbeldisaðstæðum nær annar aðilinn valdi yfir hinum og í krafti þess valds getur hann beitt ofbeldi. Að losna undan sálrænu valdi persónu sem hefur meitt mann og sært er mjög erfitt og tal um fyrirgefningu hjálpar ekki alltaf í þeim aðstæðum. Ef gerandinn hvorki viðurkennir verknað sinn né reynir að bæta fyrir brot sitt skyldum við, með vísan í Nýja testamentið, sleppa öllu tali um fyrirgefningu. Þótt fyrirgefningin sé okkur kristnum kær er fyrirgefning ekki alltaf svarið.“ Bent skal á að kristin fyrirgefning er að dómi prófessorsins í guðfræðilegri siðfræði ekki alltaf svar við ofbeldi – og til sé annað svar. Auk þess ber að hafa í huga á þessum síðustu og verstu tímum, hafa menn, sem kallaðir eru löglærðir og hafa gegnt dómarastörfum við Hæstarétt Íslands, mæla með uppreist æru brotamanna, sem gerst hafa sekir um kynferðisleg ofbeldi og misnotkun á börnum og telja uppreist brotamanna eftir slíkar misgerðir til mannréttinda. Þarna skortir eitthvað á skilning, siðferði og heiðarleika.Skóggangur Í lögum íslenska þjóðveldisins eru ákvæði um hegningar við alvarlegustu brot. Þyngsta refsing, sem lögin gerðu ráð fyrir, var svo nefndur skóggangur, ævilöng útlegð úr landinu – brottrekstur úr mannlegu samfélagi. Ef til vill væri ekki úr vegi að huga að því aftur að taka aftur upp einhvers konar skóggangsdóm yfir brotamönnum sem gerast sekir um kynferðislegt ofbeldi gegn börnum og annað skelfilegt ofbeldi.Höfundur er fyrrverandi skólameistari. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Tryggvi Gíslason Mest lesið Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir Skoðun Stalín á ekki roð í algrímið Halldóra Mogensen Skoðun Sorrý, Andrés Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Borgin græna og ábyrgðin gráa Daði Freyr Ólafsson Skoðun Hvar værum við án þeirra? – Um mikilvægi Pólverja á Íslandi Svandís Edda Halldórsdóttir Skoðun Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson Skoðun Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar Skoðun Gamalt vín á nýjum belgjum Guðbjörg Sveinsdóttir Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun „Bara ef það hentar mér“ Hákon Gunnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Styrk stjórn gefur góðan árangur Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun „Bara ef það hentar mér“ Hákon Gunnarsson skrifar Skoðun Hvar værum við án þeirra? – Um mikilvægi Pólverja á Íslandi Svandís Edda Halldórsdóttir skrifar Skoðun Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson skrifar Skoðun Borgin græna og ábyrgðin gráa Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Stalín á ekki roð í algrímið Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Sorrý, Andrés Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gamalt vín á nýjum belgjum Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar Skoðun Aukinn stuðningur við ESB og NATO Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Börnin borga fyrir hagræðinguna í Kópavogi Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hvernig er veðrið þarna uppi? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Að leita er að læra Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir skrifar Skoðun Viska: Sterkara stéttarfélag framtíðarinnar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki raunverulegt réttlæti Snorri Másson skrifar Skoðun Ábyrgð auglýsenda á íslenskri fjölmiðlun Daníel Rúnarsson skrifar Skoðun Vofa illsku, vofa grimmdar Haukur Már Haraldsson skrifar Skoðun Á að láta trúð ráða ferðinni? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ofþétting byggðar í Breiðholti? Þorvaldur Daníelsson skrifar Skoðun Trans fólk er ekki að biðja um sérmeðferð Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hvenær ber fullorðið fólk ábyrð? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Vinnubrögð Carbfix eru ámælisverð Ólafur Sigurðsson skrifar Skoðun Öllum til hagsbóta að bæta hag nýrra Íslendinga Marta Wieczorek skrifar Skoðun Raunveruleg úrræði óskast takk! Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Sjá meira
Sumar misgerðir verða ekki fyrirgefnar, hvorki samfélagslega né trúarlega. Verstar af þessum misgerðum, sem ekki er unnt að fyrirgefa, er ofbeldi gegn börnum, einkum kynferðislegt ofbeldi og kynferðisleg misnotkun barna, og annað ofbeldi svo sem skammir og barsmíðar. Ofbeldi gegn konum – og „for den sags skyld“ ofbeldi gegn okkur körlum – svo og hvers konar líkamsmeiðingar á fólki, af sumum taldar til íþrótta, eru skammarlegar, en allt ofbeldi er framið vegna siðblindu og í sumum tilvikum vegna geðbilunar. Hernaðarofbeldi, sem í flestum tilvikum á rætur að rekja til gróðafíknar kapítalista og við heyrum af úti í hinum stóra heimi, bitnar ávallt á saklausu fólki, einkum konum og börnum, og eru þyngri en tárum taki og eru einnig misgerðir sem ekki er unnt að fyrirgefa. Hernaðarofbeldi – eins og allt annað ofbeldi – er ein grundvallarmynd valdabaráttu siðblindra stjórnvalda þar sem valdasjónarmið ráða.Kristileg fyrirgefning Í grein 16. apríl 2013, sem nefnd er „Fyrirgefning – ekki alltaf svarið“, spyr Sólveig Anna Bóasdóttir, prófessor í guðfræðilegri siðfræði við guðfræði- og trúarbragðafræðideild Háskóla Íslands, hvort fyrirgefningarlíkan Nýja testamentisins sé gagnlegt í dag – og hún segir: „Ég tel það. Sérstaklega held ég að þeir sem vinna með einstaklingum sem brotið hefur verið á, svo sem þolendum ýmiss konar ofbeldis, andlegs, líkamlegs og kynferðislegs, geti haft visst gagn af því að styðjast við það. Valdasjónarmið þau sem koma fram í því eru þrátt fyrir allt alls ekki fjarri okkar veruleika. Öll tengsl okkar við annað fólk eru valdatengsl ef því er að skipta. Í ofbeldisaðstæðum nær annar aðilinn valdi yfir hinum og í krafti þess valds getur hann beitt ofbeldi. Að losna undan sálrænu valdi persónu sem hefur meitt mann og sært er mjög erfitt og tal um fyrirgefningu hjálpar ekki alltaf í þeim aðstæðum. Ef gerandinn hvorki viðurkennir verknað sinn né reynir að bæta fyrir brot sitt skyldum við, með vísan í Nýja testamentið, sleppa öllu tali um fyrirgefningu. Þótt fyrirgefningin sé okkur kristnum kær er fyrirgefning ekki alltaf svarið.“ Bent skal á að kristin fyrirgefning er að dómi prófessorsins í guðfræðilegri siðfræði ekki alltaf svar við ofbeldi – og til sé annað svar. Auk þess ber að hafa í huga á þessum síðustu og verstu tímum, hafa menn, sem kallaðir eru löglærðir og hafa gegnt dómarastörfum við Hæstarétt Íslands, mæla með uppreist æru brotamanna, sem gerst hafa sekir um kynferðisleg ofbeldi og misnotkun á börnum og telja uppreist brotamanna eftir slíkar misgerðir til mannréttinda. Þarna skortir eitthvað á skilning, siðferði og heiðarleika.Skóggangur Í lögum íslenska þjóðveldisins eru ákvæði um hegningar við alvarlegustu brot. Þyngsta refsing, sem lögin gerðu ráð fyrir, var svo nefndur skóggangur, ævilöng útlegð úr landinu – brottrekstur úr mannlegu samfélagi. Ef til vill væri ekki úr vegi að huga að því aftur að taka aftur upp einhvers konar skóggangsdóm yfir brotamönnum sem gerast sekir um kynferðislegt ofbeldi gegn börnum og annað skelfilegt ofbeldi.Höfundur er fyrrverandi skólameistari.
Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir Skoðun
Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson Skoðun
Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar Skoðun
Skoðun Hvar værum við án þeirra? – Um mikilvægi Pólverja á Íslandi Svandís Edda Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson skrifar
Skoðun Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar
Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar
Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir skrifar
Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar
Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir Skoðun
Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson Skoðun
Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar Skoðun