Erlendur ferðamaður lést við Reynisfjöru í Mýrdal þegar hann féll til jarðar með svifvæng sem hann flaug þar um kl. 18:43 í kvöld. Þetta kemur fram í frétt á vef lögreglunnar.
Lífgunartilraunir á vettvangi báru ekki árangur og var hann úrskurðaður látinn á staðnum.
Rannsókn málsins er í höndum lögreglunnar á Suðurlandi en ekki er unnt að gefa frekari upplýsingar um málið að svo stöddu.
Innlent