Mikill fjöldi ferðamanna leggur með fram veginum til að forðast gjaldskyld stæði við Seljalandsfoss Ingvar Þór Björnsson og Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 13. ágúst 2017 19:56 Helgi Helgason, sá sem upphaflega vakti athygli á málinu, segir auk þess að bílastæðin og hliðarvegurinn á tjaldsvæðinu við Gljúfrabúa séu nú notuð í auknum mæli. Helgi Helgason Mikill fjöldi ferðamanna kýs að leggja úti á vegi í stað þess að leggja í bílastæði við Seljalandsfoss. Hefur þetta skapað talsverða slysahættu en 90 kílómetra hámarkshraði er á veginum. Helgi Helgason, sá sem upphaflega vakti athygli á málinu í Facebookhópnum Bakland ferðaþjónustunnar, segir auk þess að bílastæðin og hliðarvegurinn á tjaldsvæðinu við Gljúfrabúa séu nú notuð í auknum mæli. Ísólfur Gylfi Pálmason, sveitarstjóri Rangárþings eystra, segir í samtali við Vísi að hann hafi frétt af því að einhverjir reyni að komast hjá því að borga fyrir bílastæðin. Segir hann jafnframt að í stórum dráttum hafi tekist nokkuð vel að innleiða gjaldtökuna. „Í raun og veru erum við búnir að vera mjög lengi að velta þessum hlutum fyrir okkur. Sveitarfélagið hefur borið kostnað af rekstri á klósettunum, skipulagsmálum og mörgu fleira. Á meðan ríkið gefur jafn lítið og raun ber vitni neyðumst við til að gera þetta með þessum hætti. Þetta er engin óskastaða, hvorki hjá okkur né einhverjum öðrum,“ segir Ísólfur.Ökutækin trufla umferð Oddur Árnason, yfirlögregluþjónn á Suðurlandi, segir að lögreglan hafi haft afskipti af bílum núna sem leggja þarna fyrir helgi og sé með þetta í skoðun. „Það er staðreynd að þarna eru ökutæki sem trufla og tefja umferð en ég veit ekki hvort ástæðan sé að menn tími ekki að borga eða að stæðin séu full. Ég þori ekki að fullyrða um það.“ Kristján Ólafsson, bóndi á Seljalandi og formaður landeigendafélagsins við Seljalandsfoss, segir að það sé verið að leysa málið í samstarfi við Vegagerðina. Segir hann að unnið sé að því að setja upp merkingar við veginn en engar merkingar eru þar núna. „Þeta er þjóðvegur. Það er 90 kílómetra hámarkshraði þarna og þetta skapar talsverða slysahættu“. Spurður hvort hann telji að gjaldtakan hvetji ferðamenn til að leggja ekki í bílastæðin telur hann ekki svo vera. „Þegar einn byrjar að leggja þarna koma hinir í kjölfarið,“ sagði Kristján í samtali við Vísir. Kristján segir jafnframt að von sé á úrbótum. „Við erum í samstarfi við Vegagerðina, Rangárþing Eystra og landeigendur að merkja þetta almennilega. Þetta verður vonandi komið í betra horf í næstu viku.“Hér að neðan má sjá myndskeið af aðstæðum í námunda við Seljalandsfoss. Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Svona er gjaldtakan á landinu Samhliða vexti ferðaþjónustunnar hér á landi hefur færst í aukana að innheimt sé gjald vegna inngöngu, salerna eða bílastæða við vinsælar náttúruperlur víða um land. Nú síðast hófst gjaldtaka við Seljalandsfoss fyrir helgi. 25. júlí 2017 06:00 Byrjað að rukka fyrir bílastæði við Seljalandsfoss Sveitarstjóri Rangárþings eystra segir fulla þörf á úrbótum enda dregur fossinn að sér mikinn fjölda ferðamanna. 23. júlí 2017 12:16 Mest lesið Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Erlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Innlent Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Innlent Fleiri fréttir Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Fjórir handteknir í tengslum við rán Sóttvarnaraðgerðir „aldeilis ekki“ meiri en í Svíþjóð Bíll festist eftir aurskriðu við Dýrafjarðargöng Sjá meira
Mikill fjöldi ferðamanna kýs að leggja úti á vegi í stað þess að leggja í bílastæði við Seljalandsfoss. Hefur þetta skapað talsverða slysahættu en 90 kílómetra hámarkshraði er á veginum. Helgi Helgason, sá sem upphaflega vakti athygli á málinu í Facebookhópnum Bakland ferðaþjónustunnar, segir auk þess að bílastæðin og hliðarvegurinn á tjaldsvæðinu við Gljúfrabúa séu nú notuð í auknum mæli. Ísólfur Gylfi Pálmason, sveitarstjóri Rangárþings eystra, segir í samtali við Vísi að hann hafi frétt af því að einhverjir reyni að komast hjá því að borga fyrir bílastæðin. Segir hann jafnframt að í stórum dráttum hafi tekist nokkuð vel að innleiða gjaldtökuna. „Í raun og veru erum við búnir að vera mjög lengi að velta þessum hlutum fyrir okkur. Sveitarfélagið hefur borið kostnað af rekstri á klósettunum, skipulagsmálum og mörgu fleira. Á meðan ríkið gefur jafn lítið og raun ber vitni neyðumst við til að gera þetta með þessum hætti. Þetta er engin óskastaða, hvorki hjá okkur né einhverjum öðrum,“ segir Ísólfur.Ökutækin trufla umferð Oddur Árnason, yfirlögregluþjónn á Suðurlandi, segir að lögreglan hafi haft afskipti af bílum núna sem leggja þarna fyrir helgi og sé með þetta í skoðun. „Það er staðreynd að þarna eru ökutæki sem trufla og tefja umferð en ég veit ekki hvort ástæðan sé að menn tími ekki að borga eða að stæðin séu full. Ég þori ekki að fullyrða um það.“ Kristján Ólafsson, bóndi á Seljalandi og formaður landeigendafélagsins við Seljalandsfoss, segir að það sé verið að leysa málið í samstarfi við Vegagerðina. Segir hann að unnið sé að því að setja upp merkingar við veginn en engar merkingar eru þar núna. „Þeta er þjóðvegur. Það er 90 kílómetra hámarkshraði þarna og þetta skapar talsverða slysahættu“. Spurður hvort hann telji að gjaldtakan hvetji ferðamenn til að leggja ekki í bílastæðin telur hann ekki svo vera. „Þegar einn byrjar að leggja þarna koma hinir í kjölfarið,“ sagði Kristján í samtali við Vísir. Kristján segir jafnframt að von sé á úrbótum. „Við erum í samstarfi við Vegagerðina, Rangárþing Eystra og landeigendur að merkja þetta almennilega. Þetta verður vonandi komið í betra horf í næstu viku.“Hér að neðan má sjá myndskeið af aðstæðum í námunda við Seljalandsfoss.
Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Svona er gjaldtakan á landinu Samhliða vexti ferðaþjónustunnar hér á landi hefur færst í aukana að innheimt sé gjald vegna inngöngu, salerna eða bílastæða við vinsælar náttúruperlur víða um land. Nú síðast hófst gjaldtaka við Seljalandsfoss fyrir helgi. 25. júlí 2017 06:00 Byrjað að rukka fyrir bílastæði við Seljalandsfoss Sveitarstjóri Rangárþings eystra segir fulla þörf á úrbótum enda dregur fossinn að sér mikinn fjölda ferðamanna. 23. júlí 2017 12:16 Mest lesið Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Erlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Innlent Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Innlent Fleiri fréttir Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Fjórir handteknir í tengslum við rán Sóttvarnaraðgerðir „aldeilis ekki“ meiri en í Svíþjóð Bíll festist eftir aurskriðu við Dýrafjarðargöng Sjá meira
Svona er gjaldtakan á landinu Samhliða vexti ferðaþjónustunnar hér á landi hefur færst í aukana að innheimt sé gjald vegna inngöngu, salerna eða bílastæða við vinsælar náttúruperlur víða um land. Nú síðast hófst gjaldtaka við Seljalandsfoss fyrir helgi. 25. júlí 2017 06:00
Byrjað að rukka fyrir bílastæði við Seljalandsfoss Sveitarstjóri Rangárþings eystra segir fulla þörf á úrbótum enda dregur fossinn að sér mikinn fjölda ferðamanna. 23. júlí 2017 12:16