Spurður að því hvernig til hafi tekist á hátíðinni til þessa, segir Júlíus hann hafi einmitt verið a koma af stuttum fundi með fólkinu sem stýrir hátíðinni og segir hann að fólk hafi sammælst um að þetta væri með allra bestu Fiskidögum frá því hátíðin hóf göngu sína. Júlíus telur að um þrjátíu þúsund séu á Dalvík um þessar mundir.

„Þetta verður mikil, íslensk tónlistarveisla og í kjölfarið er flugeldasýning af betri gerðinni,“ segir Júlíus sem bendir á að Björgunarsveitin hafi staðið að undirbúningi hennar í margar vikur. Gestir Fiskidagsins mikla mega því eiga von á miklu sjónarspili.
Lögreglan á Norðurlandi eystra segir að umferðin hafi gengið vel á milli Akureyrar og Dalvíkur en telur að hún muni þyngjast þegar líða tekur á kvöldið. Lögreglan brýnir fyrir ökumönnun að vera rólegir og gefa sér góðan tíma.
